Síða 1 af 1

Er þetta inn í ábyrgð hjá nýherja?

Sent: Fös 01. Apr 2016 20:19
af dawg
Sælir, tölvan mín var á borðstofu stól þegar ég fór í vinnuna og nú þegar ég kom heim lá hún á gólfinu og hornið brotið.
Lenovo carbon x1 auglýst einsog hún taki vel við falli.
Taka það fram að allt virðist vera í lagi og það er í rauninni bara útlits skemmd.


Og líka er hægt að skipta bara um skel eða?

Re: Er þetta inn í ábyrgð hjá nýherja?

Sent: Fös 01. Apr 2016 20:35
af Tiger
100% ekki

Re: Er þetta inn í ábyrgð hjá nýherja?

Sent: Fös 01. Apr 2016 20:36
af Klemmi
Það á nú að vera hægt að skipta um allt í fartölvum, aðallega spurning um hvort að það borgi sig.

Annars nei, þá tel ég ekki að þetta falli undir ábyrgð, þrátt fyrir að vélin hafi verið auglýst sem höggheld/með sterku body-i. Hún hefur líklega/augljóslega? lent beint á horninu, og þá er ekkert óeðlilegt við svona brot. Ég myndi bara vera ánægður með að hún skemmdist ekki að öðru leyti en einmitt útlitslega :)

Þá myndi ég þó skoða hvaða möguleikar eru í stöðunni að tilkynna svona lagað, svo að ef að hún bilar einhverntíman seinna, að þá reyni þeir ekki að bera þetta fyrir sig sem mögulega orsök bilunarinnar. Annars er það þó þeirra að sýna fram á að bilunin hafi orsakast af högginu, en samt leiðinlegra að lenda í einhverju stappi ef það er hægt að sleppa við það...

Seturðu ekki annars bara brotið á sinn stað og límir einhvern stóran en krúttlegan límmiða yfir til að fela þetta? :D

Re: Er þetta inn í ábyrgð hjá nýherja?

Sent: Fös 01. Apr 2016 20:42
af brynjarbergs
Mín tölva lenti í svipuðu - ég talaði við tryggingarnar og þeir báðu mig um að fá kostnaðarmat á viðgerð.
Löng saga stutt - tryggingarnar borguðu tjónið vegna heimilistryggingar og ég tók á mig einhverja þúsundkalla í sjálfsábyrgð.

Gæti verið betra upp á framtíðina að láta fara vel yfir þetta hvort þetta sé bara yfirborðsskemmd eða hvort eitthvað meir leynist á bakvið.

Re: Er þetta inn í ábyrgð hjá nýherja?

Sent: Fös 01. Apr 2016 20:43
af dawg
Klemmi skrifaði:Það á nú að vera hægt að skipta um allt í fartölvum, aðallega spurning um hvort að það borgi sig.

Annars nei, þá tel ég ekki að þetta falli undir ábyrgð, þrátt fyrir að vélin hafi verið auglýst sem höggheld/með sterku body-i. Hún hefur líklega/augljóslega? lent beint á horninu, og þá er ekkert óeðlilegt við svona brot. Ég myndi bara vera ánægður með að hún skemmdist ekki að öðru leyti en einmitt útlitslega :)

Þá myndi ég þó skoða hvaða möguleikar eru í stöðunni að tilkynna svona lagað, svo að ef að hún bilar einhverntíman seinna, að þá reyni þeir ekki að bera þetta fyrir sig sem mögulega orsök bilunarinnar. Annars er það þó þeirra að sýna fram á að bilunin hafi orsakast af högginu, en samt leiðinlegra að lenda í einhverju stappi ef það er hægt að sleppa við það...

Seturðu ekki annars bara brotið á sinn stað og límir einhvern stóran en krúttlegan límmiða yfir til að fela þetta? :D
Þakka svörin

En jú haha, ætli það sé ekki lausnin, tonnatak og krútt límmiði.

brynjarbergs skrifaði:Mín tölva lenti í svipuðu - ég talaði við tryggingarnar og þeir báðu mig um að fá kostnaðarmat á viðgerð.
Löng saga stutt - tryggingarnar borguðu tjónið vegna heimilistryggingar og ég tók á mig einhverja þúsundkalla í sjálfsábyrgð.

Gæti verið betra upp á framtíðina að láta fara vel yfir þetta hvort þetta sé bara yfirborðsskemmd eða hvort eitthvað meir leynist á bakvið.
Frábært, skoða skilmálana á tryggingunni hjá mér.

Hvaða tryggingarfélag var það sem þú varst hjá?

Re: Er þetta inn í ábyrgð hjá nýherja?

Sent: Lau 02. Apr 2016 01:35
af brynjarbergs
brynjarbergs skrifaði:Mín tölva lenti í svipuðu - ég talaði við tryggingarnar og þeir báðu mig um að fá kostnaðarmat á viðgerð.
Löng saga stutt - tryggingarnar borguðu tjónið vegna heimilistryggingar og ég tók á mig einhverja þúsundkalla í sjálfsábyrgð.

Gæti verið betra upp á framtíðina að láta fara vel yfir þetta hvort þetta sé bara yfirborðsskemmd eða hvort eitthvað meir leynist á bakvið.
Frábært, skoða skilmálana á tryggingunni hjá mér.

Hvaða tryggingarfélag var það sem þú varst hjá?
Var þá hjá Verði.