Keypti mér scythe kotetsu kælingu núna um daginn eftir að hafa sé hvað hún var að fá góða dóma miðað við verð. Er það þess virði að hafa 2 viftur á henni í stað þess að hafa eina eða er það að gefa sára lítið auka?.
Re: Auka vifta á örgjafakælingu þess virði?
Sent: Sun 27. Mar 2016 15:56
af Squinchy
Myndi skoða itle og full load hitastig, en annars held ég að auka vifta geri ekkert fyrir þig annað en aukið viftuhljóð
Re: Auka vifta á örgjafakælingu þess virði?
Sent: Sun 27. Mar 2016 18:07
af Macgurka
Squinchy skrifaði:Myndi skoða itle og full load hitastig, en annars held ég að auka vifta geri ekkert fyrir þig annað en aukið viftuhljóð
Já hef einmitt heyrt að þetta sé 2-3° max munur, væri fínt að fá eitthverjar reynslusögur.
Re: Auka vifta á örgjafakælingu þess virði?
Sent: Sun 27. Mar 2016 19:43
af Xovius
https://www.youtube.com/watch?v=QjYli6itP38
Held að þú munir ekki fá mikið útúr þessu. Mitt trick til að lækka hitastigin á tölvunni hjá mér er að opna gluggann, slökkva á ofninum og skella mér í úlpu
Re: Auka vifta á örgjafakælingu þess virði?
Sent: Sun 27. Mar 2016 21:08
af Cikster
Push/pull á örgjörvakælinguna mun ekki hafa mikil áhrif. Ég er reyndar með svoleiðis hjá mér og valdi 2x hægar/hljóðlátar viftur en ef aðrir hlutir í tölvunni eru ekki hugsaðir með það í huga líka þá breytir það engu. Einnig er hægt að hugsa push/pull sem öryggi ef önnur viftan deyr þá helst tölvan í gangi og þarf bara skipta um eina viftu þegar maður hefur tíma í staðinn fyrir að tölvan gæti verið stop ef ein vifta deyr (ekki líklegt að hún yrði alveg stop en maður gæti þurft að takmarka hvað maður væri að gera þangað til væri skipt um viftuna).
Re: Auka vifta á örgjafakælingu þess virði?
Sent: Mán 28. Mar 2016 00:03
af jonsig
Það hafa verið hörð rifrildi um þetta á netinu þar sem eðlisfræðingar hafa verið dregnir ínní þetta XD . Og útkoman virðist alltaf vera sú sama að þetta gerir ekkert nema hækka hávaðann í tölvunni . Held að besta dæmið var þegar örgjörvi var yfirklukkaður til helvítins, og það munaði 1-2c° þegar bornir voru saman hæstu hitarnir , samt var þessi niðurstaða ekki conclusive . XD
Re: Auka vifta á örgjafakælingu þess virði?
Sent: Mán 28. Mar 2016 14:27
af littli-Jake
Að því gefnu að þú ert ekki að overcloka þá verður þessi kæling ekki í neinum vandræðum með að halda örranum á góðum stað sama hvaða álgaf þú setur á hann.
Önnur vifta er ekki að fara að gera neitt merkilegt fyrir þig. Ein vifta er að valda það miklu loftflæði að þú ert nánast farinn að fullnýta varmaleiðnina.
Mundi frekar spá í loftflæðinu um kassann
Re: Auka vifta á örgjafakælingu þess virði?
Sent: Mán 28. Mar 2016 18:06
af Macgurka
littli-Jake skrifaði:Að því gefnu að þú ert ekki að overcloka þá verður þessi kæling ekki í neinum vandræðum með að halda örranum á góðum stað sama hvaða álgaf þú setur á hann.
Önnur vifta er ekki að fara að gera neitt merkilegt fyrir þig. Ein vifta er að valda það miklu loftflæði að þú ert nánast farinn að fullnýta varmaleiðnina.
Mundi frekar spá í loftflæðinu um kassann
Er einmitt að fara að yfirklukka samt en takk fyrir gott svar.
Re: Auka vifta á örgjafakælingu þess virði?
Sent: Mán 28. Mar 2016 18:27
af GullMoli
littli-Jake skrifaði:Að því gefnu að þú ert ekki að overcloka þá verður þessi kæling ekki í neinum vandræðum með að halda örranum á góðum stað sama hvaða álgaf þú setur á hann.
Önnur vifta er ekki að fara að gera neitt merkilegt fyrir þig. Ein vifta er að valda það miklu loftflæði að þú ert nánast farinn að fullnýta varmaleiðnina. Mundi frekar spá í loftflæðinu um kassann
Nokkuð áhugavert video um "loftflæði" í kössum:
Re: Auka vifta á örgjafakælingu þess virði?
Sent: Þri 29. Mar 2016 17:31
af littli-Jake
GullMoli skrifaði:
littli-Jake skrifaði:Að því gefnu að þú ert ekki að overcloka þá verður þessi kæling ekki í neinum vandræðum með að halda örranum á góðum stað sama hvaða álgaf þú setur á hann.
Önnur vifta er ekki að fara að gera neitt merkilegt fyrir þig. Ein vifta er að valda það miklu loftflæði að þú ert nánast farinn að fullnýta varmaleiðnina. Mundi frekar spá í loftflæðinu um kassann
Nokkuð áhugavert video um "loftflæði" í kössum:
Now I'll be damnd. Þetta er eitthvað sem ég þarf að prófa.