Síða 1 af 1
Vörur sem eru á verð vaktinni verða að vera til á lager
Sent: Lau 19. Mar 2016 19:04
af Toad
Sælir.
Skoðandi verð vaktina eru margar vörur ekki til á lager hjá þeim sem eru með lægsta verðið.
Hefur það verið í umræðu að leyfa bara vörum sem eru til á lager eða voru á lager fyrir x mörgum dögum.
Re: Vörur sem eru á verð vaktinni verða að vera til á lager
Sent: Lau 19. Mar 2016 19:13
af linenoise
Soldið sammála. Á móti kemur:
* Ef afhendingartími er mjög stuttur. Fljót sending að utan kostar fullt af pening.
* Ábyrgðarmál eru einfaldari ef maður kaupir heima.
Re: Vörur sem eru á verð vaktinni verða að vera til á lager
Sent: Lau 19. Mar 2016 20:05
af GuðjónR
Þessi umræða hefur komið áður en hún er ágæt og ekkert að því að taka hana aftur.
Þetta er svolítið flókið í framkvæmd, tæknilega séð er hægt að útbúa listann á Vaktinni þannig að það sér * merkt ef varan er ekki til á lager að því gefnu að verslunin gefi það upp.
Gallin er bara sá að það gefa ekki allar verslanir upp lagerstöðu og þær sem gera það eru ekki endilega með rétta lagerstöðu.
En þessu tengt, hvað finnst ykkur um að
Ódýrið hafi kvöð á sölu örgjörvar þess efnis að kaupa verði móðurborð með?
Þið hafið kannski tekið eftir því að örgjörva úrvalið þeirra á Verðvaktinni er frekar lítið en þetta er skýringin.
Re: Vörur sem eru á verð vaktinni verða að vera til á lager
Sent: Lau 19. Mar 2016 20:12
af Hnykill
Nei. segji ég.. bara nei.. þetta þarf ekkert að vera til á lager endilega.. þetta er "verðvaktin" og hún segir til um hvar besta verðið er að finna. þetta er ekki "lagerstaðan" hjá hinum og þessum.. svo nei.. bentu mér bara á besta verðið og ég tala við tölvuverslunina sjálfa hvort þetta sé á lager eða ekki.
Fyrir utan að á flestum síðum er lagerstaða gefinn upp hjá þeim sjálfum. svo Vaktin.is færi yfir úr síðu sem sæi um verðsamanburð yfir í verðsamanburð og núverandi birgðastöðu tölvuverslana :/ .. eins góð þróun og það væri.. þá er ég bara ekki að fara sjá þetta gerast. samt.. það er oftast gefið upp á
heimasíðu versluninnar hvort vara sé á lager eða ei.
Einnig legg ég til að Karrþagó verði lögð í eyði !

Re: Vörur sem eru á verð vaktinni verða að vera til á lager
Sent: Lau 19. Mar 2016 21:00
af GuðjónR
Hnykill skrifaði:Einnig legg ég til að Karrþagó verði lögð í eyði !

Styð það!

Re: Vörur sem eru á verð vaktinni verða að vera til á lager
Sent: Lau 19. Mar 2016 22:00
af Toad
GuðjónR skrifaði:Þessi umræða hefur komið áður en hún er ágæt og ekkert að því að taka hana aftur.
Þetta er svolítið flókið í framkvæmd, tæknilega séð er hægt að útbúa listann á Vaktinni þannig að það sér * merkt ef varan er ekki til á lager að því gefnu að verslunin gefi það upp.
Gallin er bara sá að það gefa ekki allar verslanir upp lagerstöðu og þær sem gera það eru ekki endilega með rétta lagerstöðu.
En þessu tengt, hvað finnst ykkur um að
Ódýrið hafi kvöð á sölu örgjörvar þess efnis að kaupa verði móðurborð með?
Þið hafið kannski tekið eftir því að örgjörva úrvalið þeirra á Verðvaktinni er frekar lítið en þetta er skýringin.
Finnst svo sem ekkert af þessu, einhverstaðar verða þeir að fá smá pening inn í fyrirtækið, geta selt örgjörva á kostnaðarverði / nálægt eða undir því og fengið svo smá úr móðurborðunum.
Re: Vörur sem eru á verð vaktinni verða að vera til á lager
Sent: Lau 19. Mar 2016 22:21
af Baldurmar
GuðjónR skrifaði:Þessi umræða hefur komið áður en hún er ágæt og ekkert að því að taka hana aftur.
Þetta er svolítið flókið í framkvæmd, tæknilega séð er hægt að útbúa listann á Vaktinni þannig að það sér * merkt ef varan er ekki til á lager að því gefnu að verslunin gefi það upp.
Gallin er bara sá að það gefa ekki allar verslanir upp lagerstöðu og þær sem gera það eru ekki endilega með rétta lagerstöðu.
En þessu tengt, hvað finnst ykkur um að
Ódýrið hafi kvöð á sölu örgjörvar þess efnis að kaupa verði móðurborð með?
Þið hafið kannski tekið eftir því að örgjörva úrvalið þeirra á Verðvaktinni er frekar lítið en þetta er skýringin.
Mér finnst svo sem ekkert að því hjá þeim að gera þetta. En mér finnst það hárrétt ákvörðun að hafa þá örgjörva ekki á vaktinni

Re: Vörur sem eru á verð vaktinni verða að vera til á lager
Sent: Lau 19. Mar 2016 22:34
af GuðjónR
Baldurmar skrifaði:GuðjónR skrifaði:Þessi umræða hefur komið áður en hún er ágæt og ekkert að því að taka hana aftur.
Þetta er svolítið flókið í framkvæmd, tæknilega séð er hægt að útbúa listann á Vaktinni þannig að það sér * merkt ef varan er ekki til á lager að því gefnu að verslunin gefi það upp.
Gallin er bara sá að það gefa ekki allar verslanir upp lagerstöðu og þær sem gera það eru ekki endilega með rétta lagerstöðu.
En þessu tengt, hvað finnst ykkur um að
Ódýrið hafi kvöð á sölu örgjörvar þess efnis að kaupa verði móðurborð með?
Þið hafið kannski tekið eftir því að örgjörva úrvalið þeirra á Verðvaktinni er frekar lítið en þetta er skýringin.
Mér finnst svo sem ekkert að því hjá þeim að gera þetta. En mér finnst það hárrétt ákvörðun að hafa þá örgjörva ekki á vaktinni

Akkúat, það er öllum verslunum frjálst að setja sama uppfærslutilboð, t.d. mætti alveg segja ef þú kaupir páskaegg númer 10 frá Freyju á 30k þá færðu 250GB Samsung EVO með á 100 kr. það þýðir samt ekki að ég geti sett Samsung EVO á Vaktina á 100 kr.
Mitt mat er að vörur sem birtast á Verðvaktinni verða að vera stakar og án skilyrða svo allir sitji við sama borð.
Re: Vörur sem eru á verð vaktinni verða að vera til á lager
Sent: Sun 20. Mar 2016 00:00
af arons4
Toad skrifaði:GuðjónR skrifaði:
Finnst svo sem ekkert af þessu, einhverstaðar verða þeir að fá smá pening inn í fyrirtækið, geta selt örgjörva á kostnaðarverði / nálægt eða undir því og fengið svo smá úr móðurborðunum.
Baldurmar skrifaði:GuðjónR skrifaði:
Mér finnst svo sem ekkert að því hjá þeim að gera þetta. En mér finnst það hárrétt ákvörðun að hafa þá örgjörva ekki á vaktinni

Svosem rétt en verðmunurinn á þessum örgjörvum og þeim hjá tölvuvirkni(ódýrast þegar ég skrifa þetta) er 1000kr nema i3-6100 sem er dýrari. Að skuldbinda sig við það að taka móðurborð með sem er ekkert endilega ódýrara(og ef verðmunurinn er 1000kr ertu kominn í tap).
Re: Vörur sem eru á verð vaktinni verða að vera til á lager
Sent: Sun 20. Mar 2016 00:04
af rapport
Ef sumir eiga vöruna til en aðrir ekki, þá er ekki verið að bera saman epli og epli.
En það er kannski ómögulegt.
En ef einhver að skikka fólk til að kaupa móðurborð og örgjörva saman, þá er by default ekki hægt að hafa viðkomandi með.
Re: Vörur sem eru á verð vaktinni verða að vera til á lager
Sent: Sun 20. Mar 2016 08:35
af kizi86
eins og GuðjónR segir, þá er mjög flókið að setja þetta í framkvæmd.. en er mjög sammála að það væri fínt að hafa þetta
en svo kemur að spurningunni sem GuðjónR spurði með Ódýrið..
finnst það alveg fáránlegt að binda kaup á örgjörvum við kaup á móðurborðum!
að íhlutaverslun sé að koma með svona rugl er bara algerlega ósættanlegt..
svipað og fara í partasölu, og þig vantar bílvél, og þér er sagt að getir ekki fengið vélina með nema ef þú kaupir bílinn líka!
Re: Vörur sem eru á verð vaktinni verða að vera til á lager
Sent: Sun 20. Mar 2016 12:28
af mind
Það er ekki gerður samanburður á tómum hillum í matvöruverslunum. Vara sem er ekki til hefur einungis áætlað verð sem er háð ef skilyrðum.
Mér finnst undarlegt að umbuna aðilum sem breyta frá venju eða hefð með ef og ætla svo reyna draga línu miðað við persónulegan smekk eftir það. Sem dæmi að ef gengi helst(ekki til á lager) sé í lagi en ekki ef keypt móðurborð.
Þ.a.l. frá mér séð væri réttasti samanburðurinn - viðkomandi á vöruna til og á þessu verði. Ef þessum skilyrðum er ekki mætt flokkast aðilinn sem ef flokks aðili. Og að gefa ekki upp lagerstöðu, þá ertu kominn með ef.
Re: Vörur sem eru á verð vaktinni verða að vera til á lager
Sent: Sun 20. Mar 2016 12:34
af GuðjónR
mind skrifaði:Það er ekki gerður samanburður á tómum hillum í matvöruverslunum. Vara sem er ekki til hefur einungis áætlað verð sem er háð ef skilyrðum.
Mér finnst undarlegt að umbuna aðilum sem breyta frá venju eða hefð með ef og ætla svo reyna draga línu miðað við persónulegan smekk eftir það. Sem dæmi að ef gengi helst(ekki til á lager) sé í lagi en ekki ef keypt móðurborð.
Þ.a.l. frá mér séð væri réttasti samanburðurinn - viðkomandi á vöruna til og á þessu verði. Ef þessum skilyrðum er ekki mætt flokkast aðilinn sem ef flokks aðili. Og að gefa ekki upp lagerstöðu, þá ertu kominn með ef.
Þá komum við aftur að því að það er ekkert sjálfgefið að vara sé til á lager þó hún sé merkt þannig á heimasíðu viðkomandi.
Sumar verslanir uppfæra síðuna sína einu sinni á dag eða sjaldnar, veit ekki til þess að síður séu beintengdar við lagerstöðu verslana, aðrar verslanir eru með fleiri en einn lager, þú sér hlut sem er skráður á lager en svo mætirðu til að kaupa hann þá er hlutirnn á lager á Akureyri, þú hefur þá þrjá kosti fara og koma aftur eftir nokkra daga, kaupa aðra vöru eða hætta við, hvernig á Vaktin að fylgjast með þessu?
Re: Vörur sem eru á verð vaktinni verða að vera til á lager
Sent: Sun 20. Mar 2016 12:44
af Klemmi
Verð að segja að mér finnst mjög lélegt hjá tölvuverslunum árið 2016 að geta ekki sýnt lagerstöðu
Það að verslun sé með fleiri en 1 lager á heldur ekki að vera vandamál, þá bara sýna þeir lagerstöðuna á hverjum lager.
Annars finnst mér að það sé ekki hlutverk Vaktarinnar að fylgjast með þessu, en mér finnst að ég eigi að geta séð þetta um leið og ég smelli á linkinn og fer yfir á heimasíðu verslunar

Re: Vörur sem eru á verð vaktinni verða að vera til á lager
Sent: Sun 20. Mar 2016 13:14
af mind
GuðjónR skrifaði:Þá komum við aftur að því að það er ekkert sjálfgefið að vara sé til á lager þó hún sé merkt þannig á heimasíðu viðkomandi.
Sumar verslanir uppfæra síðuna sína einu sinni á dag eða sjaldnar, veit ekki til þess að síður séu beintengdar við lagerstöðu verslana, aðrar verslanir eru með fleiri en einn lager, þú sér hlut sem er skráður á lager en svo mætirðu til að kaupa hann þá er hlutirnn á lager á Akureyri, þú hefur þá þrjá kosti fara og koma aftur eftir nokkra daga, kaupa aðra vöru eða hætta við, hvernig á Vaktin að fylgjast með þessu?
Ef ekki er tekið mark á lagerstöðu þá hefur hún ekkert vægi, og núverandi uppsetning er á þann hátt. En er uppgefin lagerstaða kostur fyrir kaupanda? Fyrir mig sagt er klárt mál að vita hvort varan sé til eða ekki jákvæður hlutur, og allar verslanir ættu að leitast við að gefa hana upp. Ef vaktin ýtir undir það með því að umbuna betri upplýsingum held ég það væri jákvætt líka.
Ég myndi halda það sé seint verkefni vaktarinnar að vakta raunmæti upplýsinganna, hafi verslun rangar eða ónægjar upplýsingar mun það örugglega endurspeglast í reynslu viðkomandi með viðskiptin hjá þeirri verslun. Ég stórefast einhver myndi nokkurn tímann erfa það við vaktina að eitthvað annað fyrirtæki rangskrái upplýsingar.
Re: Vörur sem eru á verð vaktinni verða að vera til á lager
Sent: Sun 20. Mar 2016 13:19
af GuðjónR
Klemmi skrifaði:....Annars finnst mér að það sé ekki hlutverk Vaktarinnar að fylgjast með þessu, en mér finnst að ég eigi að geta séð þetta um leið og ég smelli á linkinn og fer yfir á heimasíðu verslunar

Akkúrat!
Verslanir eru oft að kvarta yfir þessu og hinu, að sumir fá í grænt þó að hluturinn sé á sérpöntun, að auglýstir hlutir séu ekki til á lager, að sumir auglýsi vörur en neiti að afgreiða þær nema aðrar vörur séu keyptar í leiðinni, að vörur séu afgreiddar í takmörkuðu upplagi og að vörur séu á lagerum út um allt land, yada yada yada yada...þetta kemur Vaktinni ekkert við og í raun þá er mér slétt sama hvernig business model menn velja fyrir sínar verslanir, það er þeirra mál en ekki mitt.
Einfalt, Vaktin finnur lægsta verðið that's it! Þannig er hefur það verið frá 2002 og þannig verður það áfram.
Það er á ábyrgð verslana að gefa sínum viðskiptavinum réttar uppýsingar. Óskastaðan væri sú að þú klikkar á link á Vaktinni og færð þá réttar upplýsingar um vöruna, hvort þú getir nálgast vöruna strax, hvort þú getir fengið hana heimsenda, ef hún er í sérpöntun hversu marga daga þú þarft að bíða etir henni og síðast en ekki síst ef verslun er með lagera út um allt land þá á hvaða lager varan er til.
Og þeir sem selja íhluti fá þá á Vaktina, þeir sem selja uppfærslutilboð fá þau ekki á Vaktina.
Vaktin.is gerir verðsamaburð á íhlutum en ekki uppfærslutilboðum.
Dæmi:
- Örgjörvi = íhlutur.
- Örgjörvi + móðurborð = uppfærslutilboð
- Örgjörvi + móðurborð + SSD = uppfærslutilboð
- Örgjörvi + móðurborð + SSD + skjákort = uppfærslutilboð
Re: Vörur sem eru á verð vaktinni verða að vera til á lager
Sent: Þri 22. Mar 2016 21:18
af appel
Það er auðvelt að bæta við þannig tjékki að það athugi lagerstöðu og birti merkingu við verðið um slíkt. Þó held ég nú að flestir athugi sjálfir á þessu með mið-músahnappinum.
En þetta er líka spurning um hverskonar hvata vaktin vill búa til.
Nýlega bætti ég því inn að sama verð fengi grænan reit. Síðan þá hafa margar verslanir fengið grænan reit á sömu vöru. Það er bara sanngjarnt. En hinsvegar hvarf "hvatinn" að vera með lægra verð en hinn, í þeim tilgangi að fá græna reitinn. Þessi "hvati" var skiljanlega ósanngjarn, því hví átti þessi verslun á fá grænt frekar en hin með sama verð? En á endanum munu e.t.v. allir sammælast um sama verð? Sjáum til.
Í upphafi skal endirinn skoðaður. Ef við sérmerkjum vörur sem "ekki til á lager" þá munu menn ekki taka þær til athugunar. Þú smellir ekki með mið-músahnappnum. Þá snýst þetta um hver á vöruna á lager. Á endanum sjá verslanir sér tilneyddar til þess að eiga vöruna á lager ef þær vilja selja hana. Vandamálið við að eiga vöru á lager er að þú átt hana og þarft að borga fyrir hana þar til hún selst, það er dýrt að sitja uppi með lager sem svo ekki selst. Á endanum gæti ég séð fyrir mér að verslanir þurfi að hækka verð til þess að dekka slíkan fórnarkostnað, að eiga allt á lager.
Eða kannski erum við að gera of mikið úr vægi vaktarinnar

Ég hef ekki séð neitt statistics um það hve margir taka ákvörðun um innkaup byggt á verðbirtingu vaktarinnar. Það væri áhugavert að sjá!

Re: Vörur sem eru á verð vaktinni verða að vera til á lager
Sent: Þri 22. Mar 2016 22:55
af GuðjónR
appel skrifaði:Það er auðvelt að bæta við þannig tjékki að það athugi lagerstöðu og birti merkingu við verðið um slíkt. Þó held ég nú að flestir athugi sjálfir á þessu með mið-músahnappinum.
En þetta er líka spurning um hverskonar hvata vaktin vill búa til.
Nýlega bætti ég því inn að sama verð fengi grænan reit. Síðan þá hafa margar verslanir fengið grænan reit á sömu vöru. Það er bara sanngjarnt. En hinsvegar hvarf "hvatinn" að vera með lægra verð en hinn, í þeim tilgangi að fá græna reitinn. Þessi "hvati" var skiljanlega ósanngjarn, því hví átti þessi verslun á fá grænt frekar en hin með sama verð? En á endanum munu e.t.v. allir sammælast um sama verð? Sjáum til.
Í upphafi skal endirinn skoðaður. Ef við sérmerkjum vörur sem "ekki til á lager" þá munu menn ekki taka þær til athugunar. Þú smellir ekki með mið-músahnappnum. Þá snýst þetta um hver á vöruna á lager. Á endanum sjá verslanir sér tilneyddar til þess að eiga vöruna á lager ef þær vilja selja hana. Vandamálið við að eiga vöru á lager er að þú átt hana og þarft að borga fyrir hana þar til hún selst, það er dýrt að sitja uppi með lager sem svo ekki selst. Á endanum gæti ég séð fyrir mér að verslanir þurfi að hækka verð til þess að dekka slíkan fórnarkostnað, að eiga allt á lager.
Eða kannski erum við að gera of mikið úr vægi vaktarinnar

Ég hef ekki séð neitt statistics um það hve margir taka ákvörðun um innkaup byggt á verðbirtingu vaktarinnar. Það væri áhugavert að sjá!

Góðar pælingar.
Ég held að það sé til bóta að þeir séu lægstir fái allir grænt, pínu ósanngjarnt ef tveir eða fleiri eru með lægsta verð að kerfið taki "random" og gefi grænt. Hinsvegar varðandi "hvatann" (sem er líka rétt) þá hefði kannski verið hægt að fara þá leið að sá sem fær fyrst verðið fær grænt og þá verður það hvati fyrir hina að gera betur, en það gæti líka verið erfit að tímastimpla það ef við skönnum verðið og það eru sömu verðbreyingarnar í sömu skönnun.

- samkeppni.JPG (61.81 KiB) Skoðað 1797 sinnum
Það er skollið á smá verðstíð á 3.5" HDD Ódýrið hefur verið að lækka sig um 60. kr. undir suma HDD hjá @tt.is þannig að verslanir taka fullt mark á því sem er að gerast á Verðvaktinni. Og miðað við google analyctica static þá er alveg ljóst að fullt af fólki skoðar vefinn daglega hvort sem það hefur áhrif á hvað það kaupir eða ekki. Í dag þá var ég t.d. að bæta við slatta af tölvuskjám 28"-40" og haug af vönduðum músum, svo næst tek ég tölvukassa og powersupply...

- HDD_pricewar.JPG (320.88 KiB) Skoðað 1797 sinnum
Þannig að, basicly allt (hversu lítið sem það er) bætir Vaktina, það er ekkert til einskins.

Re: Vörur sem eru á verð vaktinni verða að vera til á lager
Sent: Þri 22. Mar 2016 23:09
af Njall_L
Langar samt að spyrja út frá upprunalegu spurningunni sem að snýst um hvort að varan þurfi að vera til á lager. Með því að lesa í gegnum þennan þráð sýnist mér notendur og stjórnendur vera almennt sammála um það að Verðvaktinn er einungis "Verð"vakt en er ekki til að fygljast með lagerstöðum. Það er viðskiptavinarins að kanna það og þá ákveða hvort að hann eigi í viðskiptum við verslunina. Mín pæling er því sú hversvegna Techshop fær ekki aðgang að "Verð"vaktinni. Það var hér þráður fyrir ekki of löngu þar sem að rætt var um að Techshop fengi ekki aðgang vegna þess að þeir væru bara netverslun og ekki með lager en er þessi póstur ekki akkúrat að gefa til kynna að þess þurfi ekki til að komast inn á "Verð"vaktina.
Re: Vörur sem eru á verð vaktinni verða að vera til á lager
Sent: Mið 23. Mar 2016 06:36
af Cikster
Njall_L skrifaði:Langar samt að spyrja út frá upprunalegu spurningunni sem að snýst um hvort að varan þurfi að vera til á lager. Með því að lesa í gegnum þennan þráð sýnist mér notendur og stjórnendur vera almennt sammála um það að Verðvaktinn er einungis "Verð"vakt en er ekki til að fygljast með lagerstöðum. Það er viðskiptavinarins að kanna það og þá ákveða hvort að hann eigi í viðskiptum við verslunina. Mín pæling er því sú hversvegna Techshop fær ekki aðgang að "Verð"vaktinni. Það var hér þráður fyrir ekki of löngu þar sem að rætt var um að Techshop fengi ekki aðgang vegna þess að þeir væru bara netverslun og ekki með lager en er þessi póstur ekki akkúrat að gefa til kynna að þess þurfi ekki til að komast inn á "Verð"vaktina.
Og reyndar að auki er Techshop samkeyrð einusinni á dag við lagerstöðu/verð hjá birgjanum hans úti (eftir því sem mér heyrðist á honum) og gengi uppfært til að halda réttu verði. Getur borgað sig að fylgjast vel með henni ef er sveifla á genginu.