Kannski þarf bara svona gæja til að fokka öllu endanlega upp svo fólk fari fyrir alvöru að hugsa sinn gang . Rétt eins og hérna á íslandi , 2007 ruglið er byrjað aftur því skellurinn var bara ekki nógu harður greinilega til að læra af .
Re: Donald Trump
Sent: Lau 12. Mar 2016 23:34
af Sydney
Trump er skömminni skárri en Cruz.
Re: Donald Trump
Sent: Lau 12. Mar 2016 23:38
af appel
Ég keypti dósamat fyrir 40 þúsund krónur þegar allt hrundi hér. Við skulum segja að ég fitnaði ansi mikið 2008-2009.
En við skulum átta okkur á því að þetta er ekkert djók. Við vorum einni rangri ákvörðun stjórnvalda frá því að þurfa á matvælaaðstoð sameinuðu þjóðanna að halda. Án gríns. Ég var hérna árið haustið 2008 að gera ráð fyrir þessu, ég var að eyða öllu sem ég átti í að kaupa matvæli fyrir stórfjölskylduna sem skildi ekki hvað var að gerast enda jafn heimsk og sauðfé þessa lands.
Menn gera hlegið að þessu núna, en ég skal lofa ykkur því að raunveruleikinn var allt annar. Við vorum klukkustundum, mínútum frá því að vera örbirgða, frá því að vera afríkuríki á norðurhjara veraldar, afríkuríki þar sem ekkert vex útaf veðurfari. Þú getur lesið um það sem fyrrverandi seðlabankastjórar segja, það sem fyrrverandi ráðherrar segja, við vorum á ögurstundu, við vorum virkilega stundu frá því að "kill or be kill" stundu.
Ég er sammála að 2008 skellurinn var ekki nægur, þó margir hafa framið sjálfsmorð útaf því. En ef við hefðum farið á matvælaaðstoð SÞ þá væri hugarfar þjóðarinnar aðeins öðruvísi.
Núna eru allir að hlaupa að því að skaffa sér og sínum af kjötkötlunum, því þeir standa þeim næst. Það er verið að ræna fyrirtækin innan frá. Fyrir nokkru var Sjóvá í eigu ríkissjóðs, og núna er hann að borga einhverjum viðskiptafræðingum milljörðum í gróða útaf því að ESB breytti því hvernig bótasjóðir eru uppbygðir.
Ég þarf að æla.
Re: Donald Trump
Sent: Sun 13. Mar 2016 00:13
af jonsig
Ef einhver var í yfirþyngd í sovietríkjunum hérna áður fyrr var hann annaðhvort A: í kommúnistaflokknum eða B: mannæta .
fólk bjargar sér XD
Re: Donald Trump
Sent: Sun 13. Mar 2016 12:46
af GuðjónR
Donald Trump er arfaslakur kostur, reyndar er stríðsmángarinn Hillary ekkert betri, hún virðist ekki jafn heimsk og Trump en örugglega jafn siðblind.
Sanders gamli virðist skársti kosturinn er kaninn er of vitlaus til að fatta það, eins og Íslendingar virðast of vitlausir til að fatta að fjórflokkurinn vinnur fyrir sig, vini sína og fjölskyldur en ekki þjóðina. Við skulum halda því til haga áður en við hrópum "stupid americans".
Ég gerði mér grein fyrir því eins og appel þegar hrunið dundi á að það gæti farið svo að allt myndi lokast, fór í Bónus / Krónuna og verslaði fyrir álika upphæð. Hafði aldrei keypt jafn mikið áður, svo mikið að ég tók myndir af pokunum eftir að heim var komið. Sem betur fer fór ekki allt á versta veg en við vorum hársbreidd frá því.
Re: Donald Trump
Sent: Sun 13. Mar 2016 13:02
af Hrotti
Fylgið sem hann fær hræðir mig, það segir óþægilega margt um ástandið í usa.
Re: Donald Trump
Sent: Sun 13. Mar 2016 13:28
af rapport
Re: Donald Trump
Sent: Sun 13. Mar 2016 14:46
af Tw1z
Hann er næsti Hitler
Re: Donald Trump
Sent: Sun 13. Mar 2016 15:11
af Hjaltiatla
Eini rökrétti kosturinn að mínu mati er Bernie Sanders , hann er ekki undir áhrifum Wall street eftir því sem ég best veit.
Donald Trump er einfaldlega eitt stórt vörumerki og nýtir sér nafnið sitt til að koma sér á framfæri. Hann er mjög duglegur að nota frasann "Make America great again" og þegar næginlega margir "Muricans" hafa náð að muna þann frasa nær Drumpf því fylgi sem hann ætlaði sér allan tímann.
Re: Donald Trump
Sent: Sun 13. Mar 2016 15:36
af Moldvarpan
Ég hef verið í eh kæruleysiskasti í kringum hrunið, miðað við suma
Varð ekki var við annað nema krónan var orðin ónýt, og allt orðið dýrara.
En ég var reynar líka á landspítalanum að bíða eftir aðgerð, með gallsteina og sýkingu í gallblöðrunni þegar Haarde blessaði Ísland, svo eflaust verið að hugsa meira um heilsuna.
Re: Donald Trump
Sent: Sun 13. Mar 2016 16:07
af demaNtur
Ted Cruz er reyndar ennþá líklegri til þess að setja allt á hausinn, IMO er Bernie Sanders skársti valkosturinn.
Alger snillingur, ég er augljóslega ekki sammála honum í einu og öllu en hann er snilldar business gæji sem hefur ítrekað sýnt og sannað að hann kann að hagræða og taka góðar ákvarðarnir.
Hann á hinsvegar undir högg að sækja þar sem pressan hefur lagt allt undir við það að reyna að rakka hann niður með allskyns lygum og kjaftæði sem á litla sem enga stoð í raunveruleikanum og það er mjög leiðinlegt að sjá hvað vestur evrópa er gegnsýrð af þessum villandi fjölmiðlum, enda eru allir hérna 100% á þeirri skoðun að maðurinn sé bara Hitler endurfæddur, satan sjálfur og vilji það eitt í lífinu að henda múslimum og mexíkönum fram af turninum sínum.
Re: Donald Trump
Sent: Mán 21. Mar 2016 09:55
af Klemmi
predikari skrifaði:Alger snillingur, ég er augljóslega ekki sammála honum í einu og öllu en hann er snilldar business gæji sem hefur ítrekað sýnt og sannað að hann kann að hagræða og taka góðar ákvarðarnir.
Er það? Hvaða ákvarðanir eru þetta?
Spyr sá sem ekki veit.
Re: Donald Trump
Sent: Mán 21. Mar 2016 10:23
af worghal
predikari skrifaði:Alger snillingur, ég er augljóslega ekki sammála honum í einu og öllu en hann er snilldar business gæji sem hefur ítrekað sýnt og sannað að hann kann að hagræða og taka góðar ákvarðarnir.
Tvö orð... Trump Air
Re: Donald Trump
Sent: Mán 21. Mar 2016 12:04
af dori
predikari skrifaði:Alger snillingur, ég er augljóslega ekki sammála honum í einu og öllu en hann er snilldar business gæji sem hefur ítrekað sýnt og sannað að hann kann að hagræða og taka góðar ákvarðarnir.
Hann á hinsvegar undir högg að sækja þar sem pressan hefur lagt allt undir við það að reyna að rakka hann niður með allskyns lygum og kjaftæði sem á litla sem enga stoð í raunveruleikanum og það er mjög leiðinlegt að sjá hvað vestur evrópa er gegnsýrð af þessum villandi fjölmiðlum, enda eru allir hérna 100% á þeirri skoðun að maðurinn sé bara Hitler endurfæddur, satan sjálfur og vilji það eitt í lífinu að henda múslimum og mexíkönum fram af turninum sínum.
Á hvaða lyfjum ertu eiginlega? Hann er um það bil jafn góður fjárfestir og koddinn minn, ýtir undir hatur á alls konar minnihlutahópum og æsir fólk upp í að beita ofbeldi. Ekkert af því sem hann hefur sýnt af sér bendir til þess að hann gæti orðið góður forseti (eða stjórnandi almennt reyndar). Hins vegar er hann frábær í markaðssetningu, enda er hann sjálfur sem "vörumerki" örugglega verðmætasta eignin hans.
Geturðu bent á eitthvað eitt sem hefur verið sagt um hann og "allir hérna trúa" sem er rangt?
Re: Donald Trump
Sent: Mán 21. Mar 2016 12:16
af valdij
Held þeir sem haldi þessu fram sem predikari segi séu einfaldlega ekki bara betur upplýstir en svo. Halda sennilega að allt sem er merkt "Trump" sé eign hans og dæmi um viðskiptasnilld.
Þvert á móti leigir hann nafnið sitt sem og mörg hótel, spilavíti osfrv sem merkt eru "Trump" er eitthvað sem hann gerði gjaldþrota meðan hann átti þetta og eru oftar en ekki í eigu kröfuhafana hans sem notast þó enn við nafnið þó hann eigi engan hlut í þessu lengur.