Síða 1 af 1

365-- Ljòshraði -- NOT!

Sent: Lau 12. Mar 2016 13:57
af jojoharalds
Sælir

Ætla bara að forvìtnast hvort einhver hér er með net hjà 365?

Og ef svo er, er það svona leiðinlegt?
Mynd

Ath.þetta er ljòsleiðari.

Re: 365-- Ljòshraði -- NOT!

Sent: Lau 12. Mar 2016 14:26
af kiddi88
Er með 100mb ljós hjá þeim. Innlenda netið er fínt en erlenda netið er búið að vera mjög lélegt síðustu 2-3 vikurnar. Virkaði alltaf vel fyrir þann tíma þegar ég var skráður hjá tal.

Re: RE: Re: 365-- Ljòshraði -- NOT!

Sent: Lau 12. Mar 2016 14:51
af jojoharalds
kiddi88 skrifaði:Er með 100mb ljós hjá þeim. Innlenda netið er fínt en erlenda netið er búið að vera mjög lélegt síðustu 2-3 vikurnar. Virkaði alltaf vel fyrir þann tíma þegar ég var skráður hjá tal.
Þetta er 500mb tenging með nyjum router.
Bæði innlend og erlend er mjög leiðinlegt.
Þetta var aldrei vandamà hjà Tal svosem.

Re: 365-- Ljòshraði -- NOT!

Sent: Lau 12. Mar 2016 15:25
af hallihg
Hringdu sem undanfarin ár varð að toppfyrirtæki ræður varla sjálft við að eiga næga erlenda bandvídd. Vodafone var í ping rugli þannig að tölvuleikir voru óspilandi milli 19-21 á kvöldin. Af hverju ætti 365 að geta gert betur? Ég held að netkúnnar hjá þeim eigi eftir að brenna sig illa. Ég fæ á tilfinninguna að þetta sé fyrirtæki sem sé slétt sama um kúnnann. Myndi ekki fara með farsímaviðskipti þangað, hvað þá internet.

Re: 365-- Ljòshraði -- NOT!

Sent: Lau 12. Mar 2016 15:42
af KermitTheFrog
Þráðlaust eða snúrutengt í router?

Prófaðu að tengja tölvu beint í ljósleiðaraboxið og taka hraðapróf til að útiloka routerinn. Ef það er ennþá vesen, hafðu samband við þjónustuaðilann.

Re: 365-- Ljòshraði -- NOT!

Sent: Lau 12. Mar 2016 15:57
af jojoharalds
Er bùin að pròfa þetta allt.
Er með tölvuna bein tengt ì router
120cm frà ljòsleiðarabox.
Er lika bùin að tengja beint ì boxið àn router og breytir það engu.
Tölunar breytast smà en alls ekki mikið.

Re: 365-- Ljòshraði -- NOT!

Sent: Lau 12. Mar 2016 17:48
af einarth
Sæll.

Getur hent á mig PM með kt og ég skal skoða málið.

Kv, Einar.

Re: 365-- Ljòshraði -- NOT!

Sent: Lau 12. Mar 2016 18:14
af Xovius
Þetta er líka búið að vera skrítið hjá mér síðan ég var færður upp í 500mb. Var hjá Tal áður líka og það var alltaf fínt, og mun betri þjónusta almennt.
Ég er að ná fínasta hraða í speedtest.net bæði á innlendan og erlenda servera þó það hafi farið niður úr yfirleitt svona 95/98 í 80/90 eftir "upgradeið" (held það sé samt búnaðurinn hérna sem sér til þess að ég fer ekki yfir 100mb, hef ekki haft tíma til að speedtesta beint frá boxinu).
Svo þegar ég fer til dæmis á youtube á ég alltíeinu erfitt með að loada 240p myndböndum án hiksta, lenti aldrei í veseni áður með að horfa á allt í 1080p...
Ég prófaði líka að kíkja inn á minecraft server, svona uppá öðruvísi álag og það var óspilanlegt.
Alls ekki sáttur með þetta. Mín reynsla hjá Tal hefur versnað töluvert eftir að 365 fór að troða puttunum í þetta. Er alltaf tregur við að skipta og ákvað að gefa smá auka séns útaf þessum nýju tilboðum en annars held ég að ég fari yfir til Hringdu bráðum ef þetta fer ekki að virka.

Re: 365-- Ljòshraði -- NOT!

Sent: Lau 12. Mar 2016 22:31
af Hargo
Er með ljósnet hjá 365. Hef alltaf fengið eðlilegan hraða, 50 niður og 25 upp.

Var þar áður hjá Vodafone. Þar var ég alltaf að fá verri tölur seinnipartinn á kvöldin og fram á kvöld. Uploadið var líka alltaf bara í 5-8Mbps, lagaðist eftir að ég færði mig til 365.

Re: 365-- Ljòshraði -- NOT!

Sent: Sun 13. Mar 2016 01:31
af dawg
Lenti sjálfur í því eftir að ég færðu mig upp úr 100mb yfir í 500 hjá 365, hringdi nokkrum sinnum yfir 4 vikna tímabil eftir að breytt hafði verið um áskriftarleið. Breyttist aldrei neitt. Endaði með því að ég hringdi beint í gagnaveitu og hann sagðist ætla redda þessu næsta mánudag. Átti víst eftir að opna fyrir hraðan á portinu en allt annað var búið að leysa.

Þjónustuver hjá 365 talaði um að þetta tæki bara 10 mín í næst seinasta skiptið sem ég hringdi og svo talaði seinasti fulltrúinn um að það þyrfti að senda beiðni á gagnaveituna og gerði það. En auðvitað átti þetta að vera komið fyrir löngu. Þannig um að gera að vera vakandi amk. :)

Re: 365-- Ljòshraði -- NOT!

Sent: Sun 13. Mar 2016 02:15
af Heliowin
Er með ljósnet eftir að hafa breytt úr gamalli Tal áskrift í janúar bara til að hagræða og fá betri þjónustuleið eftir sameininguna fyrir um ári síðan. Er með sama router frá þeim.

Veit eiginlega ekki hvað er í gangi en þetta er búið að versna síðasta mánuðinn eða síðustu 6 vikur því þetta er ekki eins og þetta var hjá Tal sem var súperfínt allavega síðustu árin.