Síða 1 af 1

Ná RÚV og Skjá Einum í gegnum netið

Sent: Lau 05. Mar 2016 15:31
af rapport
Sælir

Hef ekki verið með sjónvarp í 3-4 ár og nú er komin krafa á heimilið að kauap eitt slíkt.

Fyrir mitt litla líf nenni ég ekki að hafa afruglara.

Er einhver leið að ná þessum sjónvarpsmerkjum án þess að vera með "afruglara", bara í gegnum netið beitn í sjónvarpið eða í gegnum sjónvarpstölvu?

Re: Ná RÚV og Skjá Einum í gegnum netið

Sent: Lau 05. Mar 2016 15:52
af rapport
Þjónustuver Hringiðunar svaraði mér svona helvíti vel, bentu mér á að eini sénsinn væri að gera þetta í gegnum Vodafone.

Fékk svo ráðleggingar með val á TV og gróft mat á hvar væri best fyrir mig að vera með GSM.

Súper þjónusta...

Re: Ná RÚV og Skjá Einum í gegnum netið

Sent: Lau 05. Mar 2016 16:00
af steinarorri
rapport skrifaði:Þjónustuver Hringiðunar svaraði mér svona helvíti vel, bentu mér á að eini sénsinn væri að gera þetta í gegnum Vodafone.

Fékk svo ráðleggingar með val á TV og gróft mat á hvar væri best fyrir mig að vera með GSM.

Súper þjónusta...
Er það þá með Vodafone PLAY appinu eða?

Re: Ná RÚV og Skjá Einum í gegnum netið

Sent: Lau 05. Mar 2016 16:11
af lifeformes
Þú nærð líka rúv og skjá einum í gegnum loftnet ef það er við hendi.

Re: Ná RÚV og Skjá Einum í gegnum netið

Sent: Lau 05. Mar 2016 16:34
af hagur
Fínt að henda upp KODI á Raspberry PI eða PC vél og tengja við sjónvarpið. Getur streymt RÚV í gegnum það. Mögulega líka Skjá einum. Það er þráður um þetta hérna einhverstaðar.

Ef þú kaupir sjónvarp með Android þá ættirðu að geta installað KODI beint á sjónvarpið.

Re: Ná RÚV og Skjá Einum í gegnum netið

Sent: Lau 05. Mar 2016 16:43
af reyniraron
http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f ... ay#p616968
Annars mæli ég með því að tengja bara loftnet við sjónvarpið, færð RÚV í HD, SkjáEinn í SD, það sama og þú færð út úr þessum lausnum yfir net. Plús það að SkjárEinn yfir loftnet er áreiðanlegri en þessi straumur sem ég held uppi (sem mun ekkert alltaf vera til).

Re: Ná RÚV og Skjá Einum í gegnum netið

Sent: Lau 05. Mar 2016 16:43
af capteinninn
Ehh þú getur fengið þetta í gegnum örbylgju held ég án þess að vera með neinn afruglara ef sjónvarpið styður það

Re: Ná RÚV og Skjá Einum í gegnum netið

Sent: Lau 05. Mar 2016 16:56
af nidur
Já þarft bara örbylgjuloftnet og dvb-t / dvb-t2 afruglara í TV

Re: Ná RÚV og Skjá Einum í gegnum netið

Sent: Sun 06. Mar 2016 13:50
af JReykdal
nidur skrifaði:Já þarft bara örbylgjuloftnet og dvb-t / dvb-t2 afruglara í TV
Þarft ekki örbylgju. Bara venjulegt UHF loftnet.

Re: Ná RÚV og Skjá Einum í gegnum netið

Sent: Sun 06. Mar 2016 14:41
af nidur
JReykdal skrifaði:
nidur skrifaði:Já þarft bara örbylgjuloftnet og dvb-t / dvb-t2 afruglara í TV
Þarft ekki örbylgju. Bara venjulegt UHF loftnet.
Ég veit allavega að svona loftnet með spenni virkar - https://www.eico.is/?item=123&v=item

En það getur vel verið að þetta virki líka ég veit það bara ekki. https://www.eico.is/?item=233&v=item

Re: Ná RÚV og Skjá Einum í gegnum netið

Sent: Sun 06. Mar 2016 16:07
af reyniraron
Það er betra að vera með örbylgjuloftnet, nærð fleiri stöðvum. Svo er líka RÚV HD sent út á DVB-T á örbylgju en bara DVB-T2 á UHF.

Re: Ná RÚV og Skjá Einum í gegnum netið

Sent: Sun 06. Mar 2016 17:58
af Tiger
Afhverju ekki bara að ná í sjónvarps appið fyrir Pc eða Mac? Er í beta ennþá en held allir geti fengið aðgang, svínvirkar fyrir RUV, S1 ofl erlendar.

https://blogg.siminn.is/index.php/2015/ ... -mac-os-x/

Re: Ná RÚV og Skjá Einum í gegnum netið

Sent: Sun 06. Mar 2016 18:27
af Snorrivk
Tiger skrifaði:Afhverju ekki bara að ná í sjónvarps appið fyrir Pc eða Mac? Er í beta ennþá en held allir geti fengið aðgang, svínvirkar fyrir RUV, S1 ofl erlendar.

https://blogg.siminn.is/index.php/2015/ ... -mac-os-x/
Gengur ekki fyrir alla verður að vera með myndlikil frá símanum.
(Þegar forritið er keyrt í fyrsta sinn þarf að para það við myndlykilinn en áskrift að Sjónvarpi Símans er nauðsynleg til að virkja appið.)

Re: Ná RÚV og Skjá Einum í gegnum netið

Sent: Sun 06. Mar 2016 20:32
af Tiger
Snorrivk skrifaði:
Tiger skrifaði:Afhverju ekki bara að ná í sjónvarps appið fyrir Pc eða Mac? Er í beta ennþá en held allir geti fengið aðgang, svínvirkar fyrir RUV, S1 ofl erlendar.

https://blogg.siminn.is/index.php/2015/ ... -mac-os-x/
Gengur ekki fyrir alla verður að vera með myndlikil frá símanum.
(Þegar forritið er keyrt í fyrsta sinn þarf að para það við myndlykilinn en áskrift að Sjónvarpi Símans er nauðsynleg til að virkja appið.)
Ahhh ok. Er þá ekki bara hægt að para það við einhvern afruglara hjá mömmu eða frænku?