Síða 1 af 2
Síminn - "þjónusta"
Sent: Mán 22. Feb 2016 16:14
af rapport
Það er gaman að segja frá því, eða þannig...
Í ágúst 2014 hætti ég með internet hjá Símanum og skilaði öllum búnaði en var svo að fatta núna að þeir hafa rukkað mig um routergjaldið alla tíð síðan (ansk. greiðsluþjónustan greiddi alltaf reikninginn sem kom)
Sendi tilkynningu á þá um þetta til þeirra og svari ðsem ég fær er:
Leiðrétting 4.472 kr. vegna Beinir hefur verið fullkláruð og óskum við eftir bankaupplýsingum
Ég bað í kjölfarið um sundurliðun á þessari upphæð og benti á að skv. mínum útreikningum þá væri þetta líklega eitthvað meira sem ég ætti inni hjá þeim, og fæ annað svar...
Þú hefur verið að greiða reikningana vegna routersins, greiddir reikningar eru sama og samþykktir reikningar,
Ég kom til móts við þig um 6.mánuði aftur í tímann.
Og sundurliðun:
Sundurliðun leiðrétingar.
Lr. mánaðargjöld leigugjald beinis 01.08.15 - 31.08.15 = 690
Lr. mánaðargjöld leigugjald beinis 01.09.15 - 30.09.15 = 690
Lr. mánaðargjöld leigugjald beinis 01.10.15 - 31.10.15 = 690
Lr. mánaðargjöld leigugjald beinis 01.11.15 - 30.11.15 = 690
Lr. mánaðargjöld leigugjald beinis 01.12.15 - 31.12.15 = 690
Lr. mánaðargjöld leigugjald beinis 01.01.16 - 31.01.16 = 690
Lr. mánaðargjöld leigugjald beinis 01.02.16 - 19.02.16 = 452
Lr. færslugjöld 01.08.15 - 19.02.16 = 665
Samtals leiðrétt = 5257
Kreditreikningur kr.5257 - reikningur með gjaldd. 20.02.16 kr.785 = Samtals leiðrétt = 4427
Síminn er s.s. að gera mér greiða með því að endurgreiða mér bara sex mánuði af 16.
Þeir sjá ekkert að því að senda fólki reikninga vegna samnings sem búið er að segja upp, taka við greiðslu og borga fólki svo ekki til baka.
Ég hvet alla sem eru í greiðsluþjónustu að fara yfir reikningana sína frá Símanum því að annars... þá eru þið bara að samþykkja að greiða þeim fyrir ekki neitt og það verður greinilega vesen að fá það endurgreitt að fullu.
Fyrir þennan auka 10þ. kall þá varla nennir maður að standa í þessu veseni.
En þetta kom mér bara svo stórkostlega á óvart, að Síminn vilji að ég greiði fyrir þeirra mistök.
Ég ætla ekki að minnast orði á að ég fái endurgreiddar 690 fyrir ferbrúar en að "skuldin" mín vegna febrúar sé 785 (líklega seðilgjald eða e-h álíka).
En þetta er s.s. það sem Síminn virðist stunda.
Re: Síminn - "þjónusta"
Sent: Mán 22. Feb 2016 16:40
af russi
haha, váv þetta er fyndið.
En í alvöru fáðu bara samband við einhvern sem er ofar í stiganum en venjulegur þjónustufulltrúi, hefur virkað hjá mér.
Re: Síminn - "þjónusta"
Sent: Mán 22. Feb 2016 16:46
af Tbot
Ein af ástæðum þess að ég nota ekki greiðsluþjónustu. Alltof auðvelt að gleyma þessum litlu upphæðum.
Re: Síminn - "þjónusta"
Sent: Mán 22. Feb 2016 16:50
af GuðjónR
rapport skrifaði:
Þú hefur verið að greiða reikningana vegna routersins, greiddir reikningar eru sama og samþykktir reikningar,
Ég kom til móts við þig um 6.mánuði aftur í tímann.
Really??? REALLY???
Greiddir reikningar sama og samþykktir? Líka þegar fólk er með greiðsluþjónsutu og í ljós kemur að mistök hafa átt sér stað? Ber mönnum ekki skylda að bæta fyrir mistökin? Það er alveg augljóst að þeir viðurkenna mistökin, annars væri þeir ekki að bjóða þessa sex mánuði, en eru mistökin ekki þeirra að rukka eftir að þjónustunni er sagt upp? Sem sagt, við stelum af þér og ef þú fattar það ekki þá ertu samþykkur því að við stelum af þér!
Það er ENGU logið uppá þetta fyrirtæki, engu!
Ekki gefa þetta eftir, ekki krónu, það er bara prinsippið! 10k er ekki hirt upp úr götunni í dag.
Í versta falli skráðu þig í neytendasamtökin og borgaðu eitt árgjald þar og fáðu þá til að innheimta þetta.
Hvað sem þú gerir ekki gefa þeim þetta eftir.
Re: Síminn - "þjónusta"
Sent: Mán 22. Feb 2016 16:53
af wicket
Ábyrgð á greiddum/ógreiddum reikningum liggur hjá tveimur aðilum. Seljanda og kaupanda.
Ég sé ekkert að þessari 6 mánaða nálgun þeirra. En eflaust sakar ekki að leita aðeins hærra en 8007000 og sjá hvað sagt er þar.
Re: Síminn - "þjónusta"
Sent: Mán 22. Feb 2016 17:08
af MeanGreen
Það er nú meira ruglið ef það er hægt að komast upp með svona. Ég myndi ekki gefa þetta eftir ef ég væri þú.
Re: Síminn - "þjónusta"
Sent: Mán 22. Feb 2016 17:58
af Manager1
rapport greiddi reikningana, ábyrgðin hlýtur að einhverju leiti að liggja hjá honum. Finnst gott hjá Símanum að borga þessa sex mánuði til baka, því þeir þurftu þess alls ekki.
Re: Síminn - "þjónusta"
Sent: Mán 22. Feb 2016 18:41
af rapport
Málið er einfaldlega:
Ég rifti samning formlega, ég skila tæki...
Hvaða forsenda er fyrir því að senda mér reikning?
Að stofna reikning án ástæðu til fólks í von um að það borgi er refsivert athæfi skv. mínum heimildum eða er kallað "ponzi" eða "peningaþvætti" ef um einhverskonar færslu á peningum er að ræða, einhverskonar "sýndarviðskipti".
Það eru margir vinklar á svona máli sem vert er að skoða.
Fyrir 15þ. krónur þá stefnir í að ég muni fá hellings fræðslu um þennan hluta viðskiptaheimsins, a.m.k. tveir félagar hafa bent mér á kærunefnd lausafjár- og þjónustukaupa og m.v. fyrri úrskurði er þetta auðsótt mál.
Það sem er samt merkilegast í þessu er að það er þarna fyrirtæki úti í bæ sem ég rifti samningi við en sendir mér samt reikninga og ég er búinn að vera greiða fyrir ekki neitt og það vill ekki leiðrétta það og endurgeiða mér.
Hvaða rugl er það?
Er eitthvað annað fyrirtæki sem þið vitið um sem hagar sér svona?
Mér finnst þetta svo lélegt að ég á ekki orð.
Ég hef verið í verlsunar- og þjónustugeiranum í 20 ár og hef aldrei vitað aðra eins þvælu, a.m.k. ekkert sem ég man eftir í augnablikinu.
Að einhver borgi fyrir ekki neitt og fái það svo ekki endurgreitt.
Re: Síminn - "þjónusta"
Sent: Mán 22. Feb 2016 19:14
af Tiger
rapport skrifaði:Er eitthvað annað fyrirtæki sem þið vitið um sem hagar sér svona?
Hringdu já. Er enn að fá ítrekanir frá Intrum vegna þeirra 5-6 árum seinna vegna reikninga löngu eftir að ég hætti og skilaði öllu.
Leyfi þeim að borga Intrum fyrir þetta, á alla pósta frá Játvarði þar sem þeir viðurkenna sín mistök og ætla að fella allt niður, en ekkert gerist.
Re: Síminn - "þjónusta"
Sent: Mán 22. Feb 2016 19:21
af rapport
Tiger skrifaði:rapport skrifaði:Er eitthvað annað fyrirtæki sem þið vitið um sem hagar sér svona?
Hringdu já. Er enn að fá ítrekanir frá Intrum vegna þeirra 5-6 árum seinna vegna reikninga löngu eftir að ég hætti og skilaði öllu.
Leyfi þeim að borga Intrum fyrir þetta, á alla pósta frá Játvarði þar sem þeir viðurkenna sín mistök og ætla að fella allt niður, en ekkert gerist.
Vó!
Þú hefðir átt að gera eins og ég, bara borga nokkra mánuði auka til að baktryggja þig...
Re: Síminn - "þjónusta"
Sent: Mán 22. Feb 2016 19:45
af gutti
'Eg er búinn að segja up hjá símann ef ekkert sé vesen neit skilaði afrugla router til þeirra miða sé ekkert auk reikning en þá læt vita hvort lendi svipað vesen eins er hjá þér þá yrði ekkert mál að fara í beint í ns
Re: Síminn - "þjónusta"
Sent: Mán 22. Feb 2016 20:22
af nidur
Þetta er samt svo týpískt, æji já tölvukerfið eitthvað blabla, og við ætlum samt að vera góðir og endurgreiða smá...
Ef þú skilaðir búnaðinum og gékkst frá öllu þá áttu að fá allt endurgreitt ekki bara smá, algerlega þeirra mistök að halda áfram að senda reikninga.
Er ekki reglan sú að sá sem á að vera með þetta allt á hreinu ber meginábyrgð í svona málum. þannig að þeir ættu þá að greiða allavega 70% og þú tekur á þig 30%
Re: Síminn - "þjónusta"
Sent: Mán 22. Feb 2016 21:27
af Manager1
Að kenna fyrirtækinu alfarið um þetta er óréttlátt finnst mér, vissulega átti Síminn ekkert að vera að senda rapport reikninga eftir að hann hætti í viðskiptum við þá... en rapport átti heldur ekki að borga þá. Það er eiginlega jafn vitlaust hjá honum að borga þá eins og það er vitlaust hjá Símanum að senda þá.
Að kenna greiðsluþjónustunni um að reikningarnir voru borgaðir er á pari við það að Síminn kenni tölvukerfinu sínu um að reikningarnir voru sendir
Re: Síminn - "þjónusta"
Sent: Mán 22. Feb 2016 21:35
af I-JohnMatrix-I
Ég bara trúi því varla að fólk sé að verja símann, þetta er 100% símanum að kenna. Hann sagði upp áskriftinni og skilaði draslinu. Maður á að geta treyst því að þau fyrirtæki sem maður stundar rafræn viðskipti við, sendi ekki út reikninga fyrir ekkert. Mánaðarleg útgjöld geta verið svo breytileg t.d. vegna verðbólgu, meira rafmagn notað, meiri hiti notaður, meira talað í símann að þegar maður notar greiðsluþjónustu geta litlar upphæðir eins og 700kr auðveldlega farið framhjá manni. Auðvitað er fólkið hjá símanum líka mannlegt og getur gert mistök en þá eiga þau að vera leiðrétt og átti síminn að greiða þetta tilbaka að fullu. Þó að 10 þúsund krónur sé engin gríðarleg upphæð þá myndi ég persónulega ekki sætta mig við þetta, þetta er prinsipp mál.
kv. Prinsippmaðurinn mikli
Re: Síminn - "þjónusta"
Sent: Mán 22. Feb 2016 21:48
af HringduEgill
Tiger skrifaði:rapport skrifaði:Er eitthvað annað fyrirtæki sem þið vitið um sem hagar sér svona?
Hringdu já. Er enn að fá ítrekanir frá Intrum vegna þeirra 5-6 árum seinna vegna reikninga löngu eftir að ég hætti og skilaði öllu.
Leyfi þeim að borga Intrum fyrir þetta, á alla pósta frá Játvarði þar sem þeir viðurkenna sín mistök og ætla að fella allt niður, en ekkert gerist.
Hæbb! Reikningamál voru í algjörri ringulreið hjá okkur fyrstu árin þannig ef um mistök er að ræða vil ég endilega leiðrétta þau. Sendu mér línu útaf þessu hér á Vaktinni eða bara á
egillm@hringdu.is svo við getum leyst þetta.
P.s. Við erum mjög sveigjanlegir með reikninga og það er engin 6 mánaða regla í gildi hjá okkur. Ef við rukkum óvart fyrir þjónustu sem hefur verið sagt upp þá á hún að vera endurgreidd að fullu.
Re: Síminn - "þjónusta"
Sent: Mán 22. Feb 2016 22:07
af GuðjónR
I-JohnMatrix-I skrifaði:Ég bara trúi því varla að fólk sé að verja símann, þetta er 100% símanum að kenna.
Stockholm syndrome
Re: Síminn - "þjónusta"
Sent: Mán 22. Feb 2016 22:22
af rapport
P.s. bara svo það sé á hreinu, þá eru þessir reikningar í greiðsluþjónustu og Hringiðan nógu ódýrt til að maður tekur ekki eftir að Síminn er að taka sitt cött...
Þetta er bara útgjaldaliður sem heitir "internet og sími" á yfirlitinu, jú, reikningarnir komu inn í heimabankann en alltaf merktir greiðsluþjónustunni þannig að maður leit ekkert á þá.
Mín sök í málinu?
Mín sök í málinu er að Síminn rændi mig mánaðarlega í 16 mánuði með því að senda reikning fyrir leigu á tæki sem ég var ekki með.
Hvað var ég að samþykkja með því að borga reikninginn?
Að ég væri með tækið?
NEI!!!
Ég var ekki að samþykkja neitt.
Síminn er bara parasite, einhverskonar móskíta sem blóðsaug mig.
+/- 10þ. er ekki aðal atriðið, aðal atriðið er að eitthvað fyrirtæki haldi að það sé OK að rukka fólk um mánaðarlega upphæð án þess að einhver þjónusta eða samningur sé að baki...
Re: Síminn - "þjónusta"
Sent: Mán 22. Feb 2016 23:42
af Manager1
Ok ég er klárlega einn í liði hérna.
Þú samþykktir reikninginn þegar þú borgaðir hann, ekkert meira eða minna en það. Það er ekki Símanum að kenna, það er þér að kenna.
Síminn á að taka einhverja sök á sig fyrir að senda reikninga sem þeir áttu ekki að senda, en þú verður að viðurkenna að þú átt smá sök í þessu máli því þú borgaðir reikningana.
Í öllum þeim viðskiptum sem ég hef átt við fyrirtæki þá er borgaður reikningur = samþykktur reikningur.
Að lokum vill ég ítreka það að ég er alls ekki að segja að Síminn eigi enga sök í þessu máli, ég er bara að reyna að benda á að rapport á einhvað af sökinni líka.
Re: Síminn - "þjónusta"
Sent: Mán 22. Feb 2016 23:46
af Revenant
(svona almennt)
Alltaf að biðja um kvittun þegar verið er að segja upp þjónustu og/eða skila tækjum.
Það sýnir að tækinu hafi verið skilað (og þjónustan greidd eða hvaða útistandandi reikningar eru) og síðan er það mjög sterk gögn ef ágreiningur kemur upp síðar.
Re: Síminn - "þjónusta"
Sent: Þri 23. Feb 2016 00:02
af rapport
Revenant skrifaði:(svona almennt)
Alltaf að biðja um kvittun þegar verið er að segja upp þjónustu og/eða skila tækjum.
Það sýnir að tækinu hafi verið skilað (og þjónustan greidd eða hvaða útistandandi reikningar eru) og síðan er það mjög sterk gögn ef ágreiningur kemur upp síðar.
Ég bað um kvittun og fékk kvittun... nú þarf ég bara að finna hana.
Minnir það a.m.k. skilaði þessu í verslunina í Kringlunni.
Það er enginn ágreiningur um hvort eða hvenær ég skilaði tækinu, þannig að kvittun lagar ekki þetta ástand.
Re: Síminn - "þjónusta"
Sent: Þri 23. Feb 2016 09:09
af johnnyb
Sæll
ef þú segir upp þjónustu og skilar tæki en þeir gleyma að hætta að rukka fyrir hluta af þeim reglulegu rukkunum, þá er mistökin þeirra og þeir eiga að lagfæra
Re: Síminn - "þjónusta"
Sent: Þri 23. Feb 2016 11:11
af lukkuláki
Snýrð þér til Neytendasamtakana með þetta.
Re: Síminn - "þjónusta"
Sent: Þri 23. Feb 2016 11:22
af rapport
lukkuláki skrifaði:Snýrð þér til Neytendasamtakana með þetta.
Ég nenni því ekki fyrir 15þ.
Bitcha bara hér...
Nema félaga mínum sem er lögfræðingur finnst þetta vera svolítið áhugavert mál og hann er að skoða þetta, kannski að hann taki þetta að sér fyrir mig lol.
Re: Síminn - "þjónusta"
Sent: Þri 23. Feb 2016 11:32
af SkinkiJ
Gerðist líka hjá okkur, við erum í Vodafone og í Ágúst 2015 keyptum við 100gb gagnamagn aukalega fyrir internetið okkar (þá ættum við að hafa 280gb samtals) en í Janúar kláraðist gagnamagnið okkar og við vissum ekkert hvað var í gangi því við myndum aldrei geta eytt 280gb þannig að við hringdum í Vodafone og þá kom í ljós að við höfðum greitt fyrir 280gb gagnamagn á mánuði en aldrei verið með 280gb við vorum bara með 180gb en þeir greiddu þetta allt aftur við vorum þakklát fyrir það.
Re: Síminn - "þjónusta"
Sent: Þri 23. Feb 2016 19:10
af machinefart
Manager1 skrifaði:Ok ég er klárlega einn í liði hérna.
Þú samþykktir reikninginn þegar þú borgaðir hann, ekkert meira eða minna en það. Það er ekki Símanum að kenna, það er þér að kenna.
Síminn á að taka einhverja sök á sig fyrir að senda reikninga sem þeir áttu ekki að senda, en þú verður að viðurkenna að þú átt smá sök í þessu máli því þú borgaðir reikningana.
Í öllum þeim viðskiptum sem ég hef átt við fyrirtæki þá er borgaður reikningur = samþykktur reikningur.
Að lokum vill ég ítreka það að ég er alls ekki að segja að Síminn eigi enga sök í þessu máli, ég er bara að reyna að benda á að rapport á einhvað af sökinni líka.
Ætli það megi ekki aðeins færa þetta í takt við nútímann. Það er ekkert hægt að segja greiddur reikningur = samþykktur reikningur í samhenginu sjálfvirkar greiðslur/greiðsluþjónustur. Eru þá bara allir sem nýta sér slíka þjónustu að afþakka réttindin til þess að ráðstafa eigin pening og eru þar með bara vitleysingar? Hvar ætlarðu að draga línuna með þjónustu sem ekki er verið að kaupa, má fyrirtæki setja auka gjaldalið á alla kúnna sína sem þeir vita að eru með greiðsluþjónustu upp á 100.000 á mánuði og segja svo "nú svekk þú samþykktir þetta þegar þú greiddir þetta sjálfvirkt". Kannski er ekki einu sinni spurningin hvort það sé þannig - viljum við sætta okkur við heim sem er þannig?
Ég hef svosem ekki sterka skoðun á þessu máli - en mér finnst greiddur reikningur = samþykktur vera frekar þroskaheft í þessu samhengi. Hinsvegar er það að greiða sama reikninginn í meira en ár án þess að fatta það og vilja svo fá endurgreitt líka svona tjahh, einhverstaðar þarf að draga línu í þessa áttina líka.
Burt séð frá hvað má og hvað ekki er samt ansi slæmt PR að leiðrétta ekki svona smámuni fyrir kúnnan sinn - þetta munar þig helling og símann ekki neitt.