Síða 1 af 1

Örgjörvakæling

Sent: Fös 19. Feb 2016 09:16
af marijuana
Sæælir,

Er með stock intel kælingu og er fest með fjórum pinnum á móðurborðið.

Einn af þessum pinnum er brotinn en hún helst. Hún er samt ennþá vandamál því örgjörvinn hitnar enn það mikið að tölvunni slær út. Grunar að það sé vegna þess að kælikremið er ekki að ná að dreifa hitanum næginlega vel.

Spurningin er þessi.
Kaupa nýja kælingu eða bara setja kælikremið undir ?
Bæði kostar ekki neitt þvi eg myndi taka stock intel aftur og kostar um 1000kr sem er ekkert. Sama gildir um kremið.

Hvort er betri/ódýrari lausnin til lengri tíma ?

Re: Örgjörvakæling

Sent: Fös 19. Feb 2016 10:23
af Klemmi
Kaupa nýja kælingu, hún situr ekki rétt ef að einn pinninn er ekki fastur.

Re: Örgjörvakæling

Sent: Fös 19. Feb 2016 11:08
af nidur
Ef þú ætlar að kaupa eitthvað þá myndi ég líka skoða svona viftu http://tl.is/product/coolermaster-hyper ... oll-socket

lækkar hitann og hávaðann töluvert ef þú ert eitthvað að nota örgjörvann.

Passa bara að það sé pláss í kassanum fyrir hana.

Re: Örgjörvakæling

Sent: Fös 19. Feb 2016 11:57
af marijuana
Þarf í raun ekki svo góða kælingu. Geri lítið meir en að horfa á bíómyndir eða á netinu með þessa tölvu, þannig Intel kælingin dugar mér í bili.

Ætli maður pæli ekki í að kaupa betri kælingu þegar eða ef maður fer í uppfærslur á þessarri. Eins og er þá þarf hún einfaldlega bara að virka.

Annars er þetta komið, keypti mér Intel kælingu á þúsundkall. Veit ekki afhverju ég var yfirhöfuð að spá í kælikrem bara þegar kælingin sjálf er svo ódýr.

Re: Örgjörvakæling

Sent: Fös 19. Feb 2016 12:07
af worghal
nidur skrifaði:Ef þú ætlar að kaupa eitthvað þá myndi ég líka skoða svona viftu http://tl.is/product/coolermaster-hyper ... oll-socket

lækkar hitann og hávaðann töluvert ef þú ert eitthvað að nota örgjörvann.

Passa bara að það sé pláss í kassanum fyrir hana.
Kostar 6450 hjá att http://att.is/product/cooler-master-hyp ... r-orgjorva

Re: Örgjörvakæling

Sent: Fös 19. Feb 2016 14:04
af Axel Jóhann
Hægt að fá CoolerMaster HYper TX3 hjá ATT.is á 4,750 fylgir með túpa af kælikremi og mundu bara meira er ekki betra í þeim málum

Re: Örgjörvakæling

Sent: Fös 19. Feb 2016 14:26
af nidur
marijuana skrifaði:Þarf í raun ekki svo góða kælingu. Geri lítið meir en að horfa á bíómyndir eða á netinu með þessa tölvu, þannig Intel kælingin dugar mér í bili.

Ætli maður pæli ekki í að kaupa betri kælingu þegar eða ef maður fer í uppfærslur á þessarri. Eins og er þá þarf hún einfaldlega bara að virka.

Annars er þetta komið, keypti mér Intel kælingu á þúsundkall. Veit ekki afhverju ég var yfirhöfuð að spá í kælikrem bara þegar kælingin sjálf er svo ódýr.
Frábært hjá þér, miðað við notkun þá er intel viftan meira en nóg. :happy

Re: Örgjörvakæling

Sent: Fös 19. Feb 2016 14:37
af jonsig
Hvernig örri er þetta ? er með tvær stock kælingar hérna á lausu

Re: Örgjörvakæling

Sent: Fös 19. Feb 2016 14:44
af vesley
Las bara enginn það að hann sé kominn með nýja stock kælingu ?