Síða 1 af 3

[SOLVED]Ræsi tölvuna og svo bara svartur skjár eftir nokkrar mínútur.

Sent: Fös 12. Feb 2016 01:27
af HalistaX
Sælir fellar,

Loksins sem maður notar þessa síðu í eitthvað tölvutengt, þó ég hafi nú samt oft notað þessa síðu í það, uppá síðkastið opnaði ég mig bara um eitthvað geðrænt og eitthvað þar af leiðandi, ég biðst afsökunar á því.

Anywho, skildi tölvuna eftir í miðjum leik í morgun, RIFT kallast sá leikur. Þegar ég kem til baka er VPNinn búinn að disconnectast og leikurinn búinn að logga sig út., Allt í góðu með það, get alveg tengt mig aftur.... En þegar ég exita leikinn og set download í gang í Steam þá er eins og slokkni bara á skjánum nema ég sé baklýsinguna eða hvað sem það kallast. Ég restarta vélini og restora allt sem var í gangi í Chrome og svona og þá, aftur, kemur bara svartur skjár. Ég restarta aftur og næ að koma virus scan í gang rétt áður en þetta gerist í þriðja skiptið.

Hvað er að frétta? Er búinn að vera að nota vélina í að mine'a ETH síðasta einn og hálfa mánuðinn, getur verið að primary kortið sé að gefa sig? Í gær var bara fyrsta skiptið sem ég slökkti á námuni og það voru engin hicups þar.

Það eru engar truflanir á myndinni eða neitt þannig áður en þetta gerist btw.

Ég kemst s.s. bara örfáar mínútur inní vélina og svo bara svartur skjár.

Vélin er sú sama og borðvélin í undirskriftini.

Takk fyrir.

Re: Ræsi tölvuna og svo bara svartur skjár eftir nokkrar mínútur.

Sent: Fös 12. Feb 2016 21:07
af HalistaX
Engar uppástungur? Er þetta kannski bara skjakortið?

Re: Ræsi tölvuna og svo bara svartur skjár eftir nokkrar mínútur.

Sent: Fös 12. Feb 2016 21:17
af jonsig
Gpu fail datt mér fyrst ì hug

Re: Ræsi tölvuna og svo bara svartur skjár eftir nokkrar mínútur.

Sent: Lau 13. Feb 2016 03:03
af HalistaX
Já held það, disablaði crossfire, á ég þá ekki allavegana að geta notað hitt kortið? Annars er hún búin að vera í gangi núna í svona 10-15 mín og hún er til friðs..

Re: Ræsi tölvuna og svo bara svartur skjár eftir nokkrar mínútur.

Sent: Lau 13. Feb 2016 08:12
af HalistaX
Get ég einhvernveginn slökkt þá á primary kortinu og haft bara secondary? Þetta gerðist aftur eftir að ég var bara búinn að vera með chrome opið í svona 5 tíma..

Re: Ræsi tölvuna og svo bara svartur skjár eftir nokkrar mínútur.

Sent: Lau 13. Feb 2016 08:31
af Njall_L
HalistaX skrifaði:Get ég einhvernveginn slökkt þá á primary kortinu og haft bara secondary? Þetta gerðist aftur eftir að ég var bara búinn að vera með chrome opið í svona 5 tíma..
Taka þau úr og prófa þau í sitthvoru lagi, eitt í einu í tölvunni

Re: Ræsi tölvuna og svo bara svartur skjár eftir nokkrar mínútur.

Sent: Lau 13. Feb 2016 09:44
af DJOli
Varstu með Windows 7?
Ég sá í gær í heimsókn til einstaklings sem var með automatic updates virkt, að Windows 10 var búið að koma sér fyrir á install listanum.

Þetta lýsir sér samt tæplega eins og uppsetning á Windows 10 sem hefur farið úrskeiðis.

Er í lagi með SSD-inn?

Hvað með batteríið á móðurborðinu?

Búinn að prufa að resetta cmos?

Re: Ræsi tölvuna og svo bara svartur skjár eftir nokkrar mínútur.

Sent: Lau 13. Feb 2016 10:49
af Klemmi
DJOli skrifaði: Er í lagi með SSD-inn?

Hvað með batteríið á móðurborðinu?

Búinn að prufa að resetta cmos?
Ekki að reyna að vera dónalegur, en ekkert af þessu er líklegt til að valda vandræðunum eins og hann lýsir þeim.

Það er erfitt að segja til um hvað sé að valda vandræðum, en líklegasti sökudólgurinn er annað hvort skjákortið. Mæli með því að þú prófir að hafa þau í tölvunni í sitt hvoru lagi og athuga hvort að vandamálið sé áfram til staðar.

Annars getur þetta verið hugbúnaðarvesen, fyrst að þetta kemur fram bara við venjulegt browse, þá er spurning um að prófa að boota upp af Linux geisladisk og leyfa henni að standa í smá tíma og sjá hvort að þetta komi líka fram þar.

Svo má ekki útiloka bilun í móðurborði eða aflgjafa. Erfitt að segja til um, verður bara að nota útilokunaraðferðina, eða kíkja með tölvuna í viðgerð ef þú hefur ekki aðstöðu til að finna út úr því sjálfur :)

Re: Ræsi tölvuna og svo bara svartur skjár eftir nokkrar mínútur.

Sent: Lau 13. Feb 2016 11:13
af nidur
Já fyrsta ágiskun hjá mér væri power vandamál sem kemur upp einhvertíman, svo myndi ég athuga hitann á CPU, GPU

En annars er bilanalýsingin svipuð og þegar GPU er með driver vandamál, getur verið að þú sért með win 10 og það hafi automatic sett inn eh. bull drivera eða sé að reyna það í hvert skipti sem skjárinn verður svartur.

Er ekki DVI kapallinn ekki örugglega vel skrúfaður í skjákortið!!!

Re: Ræsi tölvuna og svo bara svartur skjár eftir nokkrar mínútur.

Sent: Lau 13. Feb 2016 14:15
af HalistaX
Klemmi skrifaði:
DJOli skrifaði: Er í lagi með SSD-inn?

Hvað með batteríið á móðurborðinu?

Búinn að prufa að resetta cmos?

Varstu með Windows 7?
Ég sá í gær í heimsókn til einstaklings sem var með automatic updates virkt, að Windows 10 var búið að koma sér fyrir á install listanum.

Þetta lýsir sér samt tæplega eins og uppsetning á Windows 10 sem hefur farið úrskeiðis.
Ekki að reyna að vera dónalegur, en ekkert af þessu er líklegt til að valda vandræðunum eins og hann lýsir þeim.

Það er erfitt að segja til um hvað sé að valda vandræðum, en líklegasti sökudólgurinn er annað hvort skjákortið. Mæli með því að þú prófir að hafa þau í tölvunni í sitt hvoru lagi og athuga hvort að vandamálið sé áfram til staðar.

Annars getur þetta verið hugbúnaðarvesen, fyrst að þetta kemur fram bara við venjulegt browse, þá er spurning um að prófa að boota upp af Linux geisladisk og leyfa henni að standa í smá tíma og sjá hvort að þetta komi líka fram þar.

Svo má ekki útiloka bilun í móðurborði eða aflgjafa. Erfitt að segja til um, verður bara að nota útilokunaraðferðina, eða kíkja með tölvuna í viðgerð ef þú hefur ekki aðstöðu til að finna út úr því sjálfur :)
@DJoli; Þú gætir alveg eins verið að tala pólsku við mig núna sko hahaha :P En annars já, er með W10 og var með W7. Og þrátt fyrir allt þetta restart dót í mér vill tölvan alltaf vera að updeita sig, sem þarf alltaf að gera með restarti.

Get ég séð einhverstaðar hvað hún er að reyna að troða inná mig í þessum updeitum?

@Klemmi; Haha Ekki alveg jafn mikil pólskan þarna, þú talar íslensku með soldið þykkum hreim sem er erfitt að sjá í gegnum. ;) Annars kann ég bara ekkert á þetta, ég er svona týpískur eiturlyfja neytandi, I just use the stuff man, I don't make it.... Haha en nei ég er því miður ekki með neina aðstöðu í svona lagað og treysti mér engann veginn að fara að fikta í rándýrum tölvubúnaði án nokkurrar reynslu.

Ég bý útá landi en fer þarna nokkrum sinnum í viku uppá Laugarásinn sem er í bænum, þannig að ég rúlla bara með hana einn daginn í Tölvuvirkni ef þetta gerist aftur.
nidur skrifaði:Já fyrsta ágiskun hjá mér væri power vandamál sem kemur upp einhvertíman, svo myndi ég athuga hitann á CPU, GPU

En annars er bilanalýsingin svipuð og þegar GPU er með driver vandamál, getur verið að þú sért með win 10 og það hafi automatic sett inn eh. bull drivera eða sé að reyna það í hvert skipti sem skjárinn verður svartur.

Er ekki DVI kapallinn ekki örugglega vel skrúfaður í skjákortið!!!
Ætlaði að tjekka hitann á GPU og CPU en þá hefur speccy, sem ég nota alltaf við það, horfið af desktopinu hjá mér, spurning hvort ég þurfi að sækja hann aftur.

Ég kíkti á GPU drivera með AMD forritinu á síðuni þeirra og það stóð að ég væri með það nýjasta. En ég man eftir því þegar ég instalaði einhverjum helvítis drivernum fyrir solitlu síðan þá var það W8 driver í staðin fyrir W10, en það virkaði svo það var svo sem ekkert að því. Ætti ég kannski að re-instala drivernum manually?

Annars er "DVI" tengið skrúfað vel í. Það er prettu much bara plug and play með þessu HDMI dóti, vildi samt að það myndi virka að stinga í secondary kortið og nota það bara í staðin ef þetta er primary kortið. Því eins og ég sagði disablaði ég crossfire, eiga þau þá ekki að að hætta að vinna saman, deila workloadinu og þá fer loadið bara á annað? Primary kortið reyndar. En þetta virkaði alveg smá í nótt. Var búinn að vera með kveikt á henni í fimm tíma þegar hún blackoutaði mig. Og það eru engar truflanir á mynd eða neitt, síðast þegar fór hjá mér kort þá varð skjárinn svona gul-röndóttur. Efast einhvernveginn um að þetta sé kortið þrátt fyrir að ég veðji á það... Weird...

En já, kíki á temp með speccy. Takk fyrir athyglina drengir, ég skal reporta aftur í ykkur þegar því er lokið :D


EDIT:
Mynd

Laaaaaaaangt síðan ég hef séð þessar tölur hahaha :P

Re: Ræsi tölvuna og svo bara svartur skjár eftir nokkrar mínútur.

Sent: Lau 13. Feb 2016 19:27
af HalistaX
Ég bókstaflega hata að vera þessi gaur, að bumpa póstinn í staðin fyrir að edita bara, sérstaklega þegar er svona stutt síðan síðasti póstur var. En núna stendur Updates were installed.... Og mér sýnist allt vera í góðu núna. Ég læt ykkur bara vita á þráðinn ef eitthvað meira gerist. Ætla samt ekki að ræsa Crossfire alveg strax, er svo sem ekki að gera neitt sem þarfnast bæði kortin.

Re: Ræsi tölvuna og svo bara svartur skjár eftir nokkrar mínútur.

Sent: Lau 13. Feb 2016 21:50
af jonsig
Ati kortið hjá þér 14°c heitara en gigabyte , er ekki með svona skjákorta tvinnun á hreinu , en kortin eru kannski bara svona mishlaðin eða kælingin slakari á ati kortinu , eða mr.ATi er að kúka í ræpu .

Kannski bara ég en það er einhver munur á úrvinnslu loadinu á þeim eða sitthvor kælingin ..þoli ekki svona mis load þegar kemur að rafmagni.

Re: Ræsi tölvuna og svo bara svartur skjár eftir nokkrar mínútur.

Sent: Lau 13. Feb 2016 21:59
af jonsig
Er eitthvað varið í aflgjafann hjá þér gamli?

Re: Ræsi tölvuna og svo bara svartur skjár eftir nokkrar mínútur.

Sent: Lau 13. Feb 2016 22:08
af HalistaX
jonsig skrifaði:Ati kortið hjá þér 14°c heitara en gigabyte , er ekki með svona skjákorta tvinnun á hreinu , en kortin eru kannski bara svona mishlaðin eða kælingin slakari á ati kortinu , eða mr.ATi er að kúka í ræpu .

Kannski bara ég en það er einhver munur á úrvinnslu loadinu á þeim eða sitthvor kælingin ..þoli ekki svona mis load þegar kemur að rafmagni.
Já, ég hef einmitt verið að horfa á þetta. Þegar ég var að mine'a doge þá var eins og Ati vifturnar væru hægari en á Gigabyte. Munaði, ég man ekki alveg, annað hvort 1500rpm's eða 5000rpm's. Efast einhvernveginn um að það geti skipt svona svakalegu máli, reyndar. Annars er ég búinn að vera að horfa á þetta síðan hún kom heim síðast einhvern tímann í Sept-Okt '15.

Annars er vélin búin að vera núna til friðs. Ætla að prufa að ræsa Crossfire og sjá hvað gerist. Þetta lítur allt út fyrir að hafa verið eitthvað update issue.... :)

EDIT: Núna munar hinsvegar bara 3 gráðum. 37:34

Haha hann er beQuiet 1000W, meira man ég ekki meir um hann. Sko til, fann link á hann held ég. http://www.pcper.com/reviews/Cases-and- ... ply-Review

Re: Ræsi tölvuna og svo bara svartur skjár eftir nokkrar mínútur.

Sent: Sun 14. Feb 2016 00:20
af jonsig
Ég hef fengið svartan skjá útaf biluðu minni , getur prufað mem test forrit til að gá hvort það trippi hjá þér

Re: Ræsi tölvuna og svo bara svartur skjár eftir nokkrar mínútur.

Sent: Sun 14. Feb 2016 02:23
af HalistaX
jonsig skrifaði:Ég hef fengið svartan skjá útaf biluðu minni , getur prufað mem test forrit til að gá hvort það trippi hjá þér
Núna munar bara tvem-þrem gráðum. Annars, hvernig mæli ég minnin? Ertu með eitthvað forrit í það? Ýtti á einhverja takka í Control Panel, eitthvað memory test en skilst að ég þurfi að restarta tölvuni svo það virki, og ég nenni því ómögulega.

Fann reyndar eitthvað forrit sem vildi bara prufa 2047mb max í einu, ég held hinsvegar að það sé ekkert vit í því þegar maður er með þrjá kubba, 4-8-4.

Smá off topic: Djöfull er vökvakælingin á CPUinu að gera sig. Lækkaði alveg um 20-25 gráður í Idle við að setja vatnskælingu í. Vildi bara að það væri líka vökvi á skjákortunum, þá væri þetta alvöru, the real deal. Var eiginlega bara að taka eftir þessum mun núna.

Re: Ræsi tölvuna og svo bara svartur skjár eftir nokkrar mínútur.

Sent: Sun 14. Feb 2016 03:33
af HalistaX
No Memory errors detected. :(

Þetta var bókstaflega að gerast btw.. Ég náði ekki heilum degi með hana í gangi.


EDIT:
Fann svo eitthvað forrit á netinu sem vill meina að SSD'inn sé við hesta heilsu, 99% that is.

Re: Ræsi tölvuna og svo bara svartur skjár eftir nokkrar mínútur.

Sent: Sun 14. Feb 2016 12:44
af jonsig
Ertu búinn að prufa keyra tölvuna með öðru kortinu úr ? Ertu búinn að taka helminginn af RAM´inu úr tölvunni og láta hana keyra þannig ?

Það er sniðugt að prófa svona útilokunnaraðferðir áður en þú ferð að kaupa tölvuþjónustu .

Vissulega getur móbóið verið að gera í sig ,en maður skoðar það ekkert auðveldega nema hafa annað móðurborð tiltækt.

Aflgjafinn getur verið að búa til allskonar bögg , þessir fancy aflgjafar hafa mun fleirri einingar sem geta bilað en þessir gömlu .

Og auðvitað getur einhver driver verið bakvið þetta . Þessvegna er fyrsta sem ég geri þegar ég kaupi tölvu með Win10 að strauja diskinn og láta Win7

Re: Ræsi tölvuna og svo bara svartur skjár eftir nokkrar mínútur.

Sent: Sun 14. Feb 2016 16:23
af HalistaX
Já, thing is, ég þori bara ekki að snerta tölvuna. Ég lék mér einhvern tímann með gömlu hvítu tölvuna mína, þegar ég var töluvert yngri, og eftir það var hún alveg í FOKKi. Ég rúlla bara með hana í viðgerð ef þetta heldur áfram. Kemur mér samt á óvart að tíðnin sem þetta gerist á hefur breyst og í staðinn fyrir að gerast 5mín frá því að ég ræsi hana þá gerist þetta eftir að hún er búin að vera í gangi í nokkuð góðann tíma.

Re: Ræsi tölvuna og svo bara svartur skjár eftir nokkrar mínútur.

Sent: Sun 14. Feb 2016 17:23
af jonsig
Málið er að það er enginn óbarinn biskup .
sjálfur hef ég verið núna uþb 7ár í rafmagnstengdu námi , og ég get ekki talið upp hvað ég hef skemmt mikið og eyðilagt .

Re: Ræsi tölvuna og svo bara svartur skjár eftir nokkrar mínútur.

Sent: Sun 14. Feb 2016 17:33
af HalistaX
jonsig skrifaði:Málið er að það er enginn óbarinn biskup .
sjálfur hef ég verið núna uþb 7ár í rafmagnstengdu námi , og ég get ekki talið upp hvað ég hef skemmt mikið og eyðilagt .
Hahaha já ókei. Já neinei, ég er að pæla að leyfa Tölvuvirknis nördunum að sjá um þetta bara. Myndi kíkja á þetta sjálfur ef ég ætti ekki ferð í bæinn í bráð og ef þetta væri aðeins ódýrari íhlutir, en ég er alltaf þarna svo þetta er all good held ég. Verst bara að ég á ekki pening ef þetta kostar eitthvað svoleiðis. En þetta reddast, ég verð þá bara borðtölvu laus það sem eftir er mánaðar. Það ætti að vera lítið mál, eins og heróín sjúklingur án stuffsins síns í eins og tvær vikur hahaha :P

Re: Ræsi tölvuna og svo bara svartur skjár eftir nokkrar mínútur.

Sent: Mán 15. Feb 2016 03:11
af HalistaX
Skildi hana eftir frá 18:00 til núna eftir í gangi og það er allt í fína hér :D

Re: Ræsi tölvuna og svo bara svartur skjár eftir nokkrar mínútur.

Sent: Mán 15. Feb 2016 18:31
af jonsig
Spurning um hvort þú athugir vandamál tendum psu .

Re: Ræsi tölvuna og svo bara svartur skjár eftir nokkrar mínútur.

Sent: Mán 15. Feb 2016 19:34
af HalistaX
Þetta er búið að vera til friðs núna í yfir 24 tíma, crossfire disabled.

Re: Ræsi tölvuna og svo bara svartur skjár eftir nokkrar mínútur.

Sent: Mán 15. Feb 2016 21:17
af jonsig
Tölvubúnaður "læknast" ekki nema þetta hafi verið driver rugl