Síða 1 af 1

Hitachi harðir diskar

Sent: Mán 08. Feb 2016 17:20
af wicket
Jæja,

Nú koma Hitachi diskar best útúr mörgum hdd prófunum eins og hjá Backblaze.

Hvar fær maður eiginlega slíka diska hér á klakanum? Þarf að stækka diskana í NASinum og því tilvalið að skella Hitachi diskum í.

Sé þá ekki í boði hjá þessum helst hér á klakanum.

Re: Hitachi harðir diskar

Sent: Mán 08. Feb 2016 17:45
af GuðjónR
Sammála, HGST eru að fá súperdóma, mættu alveg bætast í flóruna hérna heima.

Re: Hitachi harðir diskar

Sent: Mán 08. Feb 2016 22:51
af kusi
Eruð þið að meina svona Toshiba diska? (Hitachi diskar heita núna Toshiba)
http://kisildalur.is/?p=1&id=7

https://www.backblaze.com/blog/a-look-a ... rd-drives/

Re: Hitachi harðir diskar

Sent: Mán 08. Feb 2016 22:55
af nidur
Skil ég þetta ekki rétt að Toshiba hafi tekið yfir verksmiðjur Hitachi en WD tók yfir HGST drifin og framleiða þá undir því merki í dag.

Re: Hitachi harðir diskar

Sent: Mán 08. Feb 2016 23:06
af GuðjónR
Ég var að tala um alvöru HGST Diska:
Mynd

Re: Hitachi harðir diskar

Sent: Mán 08. Feb 2016 23:13
af kusi
Jú það er rétt, ég sé ekki betur. Ég hafði ekki áður heyrt um þetta HGST.

Re: Hitachi harðir diskar

Sent: Mán 08. Feb 2016 23:17
af GuðjónR
Mynd
Mynd