Síða 1 af 1

Uppfærsla - Komið endilega með álit

Sent: Sun 26. Des 2004 02:56
af noizer
Örgjörvi:AMD Athlon 64 3400+ 2.2GHz Retail - 29.990 kr
Móðurborð:LANPARTY UT nF3 250GB Socket754 - 15.990 kr
Skjákort:X800 XT 256MB VIVO - 54.900 kr
Aflgjafi:SilenX 450W 14dBA - 11.990 kr
Tölvukassi:Thermaltake Tsunami - 15.900 kr
Vinnsluminni:Kingston HyperX 512MB DDR PC3200 - 13.323 kr Svo nota ég ennþá 2x256 mb minnið sem ég á núna (undirskrift)
Örgjörvavifta:Zalman viftan vinsæla :) - 4.490
Kælikrem:Arctic Silver 5 - 890 kr
Hljóðkort:Creative SoundBlaster Audigy - 10.422 kr

Samtals 157.895 kr

Svo á ég einn 160 GB WD HD (kaupi annan við tækifæri), hátalarakerfi, skjá, mús og lyklaborð

Komið svo endilega með álit og bendið mér á það sem mætti breyta

Sent: Sun 26. Des 2004 03:18
af TechHead
Sæll

Nokkuð nettur pakki en þú ættir að íhuga að fá þér 939 borð og örgjörva í staðinn þar sem að S754 er staðnað.

Myndi skella mér á 64 3500+ s939... kostar 27900 hjá hugver.
Móðurborð, mæli eindregið með Abit AV8 (hugver) eða Asus A8V Deluxe (boðeind)

Bæði borðin hafa fengið frábæra dóma hvað varðar Reliability, performance, OC´ing og Features.

Einnig spurning um að sætta sig við 2-3 fps minna í leikjum, spara sér 10.000 kall og fá sér 6800 GT kort, og nota þann 10k til að kaupa betra minni, t.d.

http://task.is/?webID=1&p=93&sp=103&ssp=341&item=1606
Þetta er kubbur sem ég hef keyrt á 466mhz með cl 2.5 án vandræða :8)

eða..

2 stykki-- http://task.is/?webID=1&p=93&sp=103&ssp=341&item=1602 ...og keyra þá í dual channel mode

Vona að þetta hjálpi :wink: :8)

Sent: Sun 26. Des 2004 03:34
af noizer
AMD Athlon 64Bit 3500+
ABIT AV8
ASUS A8V Deluxe
Linkar á þetta (ekki samt allt á sömu síðum og þú bentir á)

Væri svona að spá í ASUS A8V Deluxe og AMD Athlon 64Bit 3500+
Svo keyra 512MB PC-3200 OCZ Platinum EL Rev.2 Series í Dual Channel

En látið samt endilega heyrast í ykkur með álit á þetta :D

Sent: Sun 26. Des 2004 16:45
af MuGGz
er fólk alveg hætt að mæla með MSI K8N Neo2 Platinum ?

AMD64 3500+ verð: 25.950...

ódýrastur hjá att.is

Sent: Sun 26. Des 2004 16:55
af noizer
Takk fyrir :)

En hvað munduð þið velja af þessu: MSI K8N Neo2 Platinum - ABIT AV8 - Asus A8V Deluxe ?

Sent: Sun 26. Des 2004 18:10
af hahallur
Asus A8V Deluxe Rev.2
Er nýkomið í start og ég er nýbúin að kaupa það, ég mindi miklu frekar taka það eins og ég gerði en MSI borðið.

Sent: Sun 26. Des 2004 19:00
af zaiLex
MuGGz skrifaði: AMD64 3500+ verð: 25.950...

ódýrastur hjá att.is
ekki er þetta 90nm ?

Sent: Sun 26. Des 2004 19:16
af hahallur
Nope

Sent: Sun 26. Des 2004 19:18
af noizer
90nm er betra er það ekki :shock:

Sent: Sun 26. Des 2004 19:28
af hahallur
Jupp

Sent: Sun 26. Des 2004 19:48
af noizer
Er hægt að fá AMD Athlon 64Bit 3500+ 90nm á íslandi?

Sent: Sun 26. Des 2004 21:06
af hahallur
Það væri hálf asnalegt að segja jupp aftur þannig ég ætla að segja já.
Og BTW þá sæki ég minn á morgun :D

Sent: Sun 26. Des 2004 21:13
af noizer
Hvar? :o

Sent: Mán 27. Des 2004 13:27
af TechHead
hehe ég er að vinna við viðgerðir og mæli eindregið á móti MSI... en það er bara mitt álit :roll:

Sent: Mán 27. Des 2004 17:56
af kristjanm
Já ég er sammála þeim, alls ekki taka socket 754 örgjörva núna þar sem að þeir eru að hætta að búa til örgjörva fyrir það(nema Sempron). Socket 939 er einnig þó nokkuð hraðvirkara þar sem að það notar Dual Channel DDR400 minni.

Ef ég væri þú þá myndi ég frekar taka aflgjafa frá framleiðanda sem er þekktur fyrir góða aflgjafa. Ég veit ekkert um þennan SilenX aflgjafa en 12K fyrir hljóðlátan aflgjafa er bara rugl að mínu mati. Fáðu þér frekar hljóðlátan Fortron eða Antec og sparaðu nokkra þúsundkalla.

Að lokum vill ég benda þér á að ef þú ætlar að nota gamla minnið þitt með nýja minninu dregur það úr hraðanum á nýja minninu og það væri kannski betra að hafa bara nýja minnið.

Sent: Mán 27. Des 2004 19:26
af noizer
Já ég myndi bara nota þetta nýja minni.
Tek hitt úr og læt þetta bara í aðra tölvu :)

Sent: Mán 27. Des 2004 20:15
af hahallur
TechHead skrifaði:hehe ég er að vinna við viðgerðir og mæli eindregið á móti MSI... en það er bara mitt álit :roll:
Jamm er ekki rosalega há bilanatíðni á MSI