Síða 1 af 1

Hið dularfyllsta mál - gögn hverfa á tölvu A en ekki B, og öfugt.

Sent: Fim 28. Jan 2016 00:17
af kiddi
Er með eitt vandamál sem er að gera mig gráhærðann. Ég er sjálfstætt starfandi og vinn 50/50 heima og á skrifstofu (og vinn allt of mikið ef út í það er farið). Ég er með tvær nákvæmlega eins vélar á báðum stöðum, en ég vinn allt af flakkara - sem þessa stundina er 2TB WD USB3 flakkari. Drifið sjálft er ekki vandamálið, því þetta gerðist líka með 500GB SSD disk, og aðra flakkara.

Tökum sem dæmi atvik sem kemur fyrir mig annað slagið:

Ég er að vinna á skrifstofunni, í þessu tilfelli að klippa sjónvarpsviðtöl í Adobe Premiere en oftast vinn ég við grafík & tæknibrellur með öðrum forritum. Ég hætti kl 15:30 til að sækja börnin mín úr skólum og held svo áfram að vinna heima og alveg fram yfir miðnætti. Vista allt klabbið og allt í gúddí. Morguninn eftir mæti ég á skrifstofuna, og þá vantar allt sem ég hafði gert heima, daginn áður - þeas. ég sé að project fællinn minn var síðast vistaður rétt eftir miðnætti, og auto-save skrárnar eru á sínum stað, nema ég reyni að opna þessar skrár og þá segir Windows "file not found" og því næst hverfa skrárnar. Ég fæ nett panikk, 8 klst vinna horfin og ég að renna út á deadline - Windows á skrifstofunni (Win 8.1) biður um Scan & Fix á drifið sem ég geri, og þá hverfa allar þessar skrár sem ég hafði búið til heima, kvöldið áður. Ég prófa Recuva forritið sem nær að recovera project skránum og renderingum, mér til mikillar hamingju og ég set þær skrár í aðra möppu á drifinu sem ég kalla "Recovered" - nema þarf svo að bruna heim aftur til að sinna börnum. Svo kem ég heim (Win 10), og ... what... Recovered mappan mín er horfin, en allt hitt er á sínum stað eins og hafði verið, kvöldið áður, og allt svínvirkar. Nú er ég skíthræddur um, að þegar ég mæti á skrifstofuna á morgun, að eitthvað muni vanta.

Löng saga stutt: Tölva A sér bara þær skrár á drifinu sem tölva A vann að, tölva B sér bara þær skrár á drifinu sem tölva B vann að. Meikar þetta eitthvað sens?

Ath - ég er búinn að nota þennan tiltekna flakkara, þessar tilteknu tölvur og þessi tilteknu stýrikerfi svo mánuðum skiptir og þetta er aldrei neitt vandamál, en 2-3svar á ári lendi ég í þessu og hef ekki guðmund um af hverju. Þetta er ferlega vont að geta ekki treyst tölvunum sínum, þegar það er ýmist fullsetnir fundarsalir eða hálf þjóð að bíða eftir að sjá það sem ég er að vinna í, og þetta er að gerast daginn fyrir útsendingu.

Hefur einhver, einhverja hugmynd um hvað er að gerast?

PS. Myndi nota Cloud (t.d. Dropbox Pro undir vinnuna ef hraðinn væri nægur og ef bandvíddartakmörk væru engin 8-)

Re: Hið dularfyllsta mál - gögn hverfa á tölvu A en ekki B, og öfugt.

Sent: Fim 28. Jan 2016 00:23
af worghal
ég get kanski ekki hjálpað mikið en ertu að vista beint á flakkarann?

Re: Hið dularfyllsta mál - gögn hverfa á tölvu A en ekki B, og öfugt.

Sent: Fim 28. Jan 2016 00:28
af kiddi
Já ég vinn beint af flakkara, ég er oft að jöggla nokkrum tugum gígabæta á dag, oft að vinna í 2-5 verkefnum á hverjum degi og nenni engan veginn að kópera alltaf daglega á milli, það er of mikið ves. Þegar ég var með 500GB SSD diskinn þá notaði ég IcyBox DuoDock, svona 3.5" dokku sem var beintengd í SATA þannig að drifið var beintengt móðurborði en ekki USB tengt, svo ég efast um að þetta sé USB-tengt vandamál.

Re: Hið dularfyllsta mál - gögn hverfa á tölvu A en ekki B, og öfugt.

Sent: Fim 28. Jan 2016 00:39
af snaeji
Gangi þér vel að spurja Google, þessi milljarður einstaklinga sem finnur harða diskinn í my computer þegar þeir stinga honum í samband eru að eyðileggja þetta fyrir okkur.

Re: Hið dularfyllsta mál - gögn hverfa á tölvu A en ekki B, og öfugt.

Sent: Fim 28. Jan 2016 01:23
af rapport
Þú ert með:

Win 8.1 í vinnuvélinni, (er það domain tölva?)

Win 10 heima

Vandamálið gerist óháð hvaða flakkara þú notar.


Mín ágiskun er ;

"permissions/ownership" vandamál og/eða að þær vistist sem "hidden eða system files", fyrst skrárnar eru þarna en þú einhvernvegin sérð þær ekki.

Re: Hið dularfyllsta mál - gögn hverfa á tölvu A en ekki B, og öfugt.

Sent: Fim 28. Jan 2016 02:05
af netscream
Permission vandamál ef þú ert með ntfs á drifinu.
Leshausa vandamál ef diskur er orðinn meira en 6 mánaða og er alltaf á hreyfingu.

Re: Hið dularfyllsta mál - gögn hverfa á tölvu A en ekki B, og öfugt.

Sent: Fim 28. Jan 2016 06:43
af Moldvarpan
Ertu að rífa diskinn úr sambandi leið og þú telur að gögnin séu komin á hann?
Þetta hljómar eins og data corruption.

Nota safely remove device valmöguleikan?

Re: Hið dularfyllsta mál - gögn hverfa á tölvu A en ekki B, og öfugt.

Sent: Fim 28. Jan 2016 08:36
af nidur
Moldvarpan skrifaði:Ertu að rífa diskinn úr sambandi leið og þú telur að gögnin séu komin á hann?
Þetta hljómar eins og data corruption.

Nota safely remove device valmöguleikan?
Þetta var það fyrsta sem mér datt í hug líka, þetta scan dæmi kemur held ég ekki nema að eitthvað virðist vera að.

Re: Hið dularfyllsta mál - gögn hverfa á tölvu A en ekki B, og öfugt.

Sent: Fim 28. Jan 2016 08:45
af Klemmi
Skooooo... mér dettur tvennt í hug:

1. Skrárnar eru á disknum en þú sérð bara þær sem eru stofnaðar í hvorri tölvu fyrir sig, sökum permissions/ownership. Athugaðu hvort þú getir ekki séð skrárnar með því að sýna bæði faldar skrár og system skrár. Spyr eins og Rapport, er önnur hvor tölvan tengd inn á domain?
Finnst þetta líklegasta skýringin.
Capture.PNG
Capture.PNG (58.97 KiB) Skoðað 1032 sinnum
2. Tölvan er ekki að skrifa skrárnar beint inn á diskinn, er að cache-a þær og synca á milli og klárar það ekki áður en þú tekur diskinn úr sambandi. Sbr. þegar þú downloadar skrá með Internet Explorer (var allavega þannig í gamla daga) og hún sækir fyrst í eina möppu og færir svo í rétta möppu þegar downloadið hefur klárast.
Veit ekki hvort þesi virkni sé til staðar. Efast um það.

Re: Hið dularfyllsta mál - gögn hverfa á tölvu A en ekki B, og öfugt.

Sent: Fim 28. Jan 2016 08:55
af kiddi
Takk fyrir góð svör strákar :)

Ég nota alltaf Safe Eject, tölvurnar eru ekki á domain, og ég er með show hidden&system files í gangi. Ætli ownership vandamál sé ekki líklegasta útskýringin, fyrst skrárnar hurfu þegar ég fór í scan / fix drive. Ég gerði Fix Drive á heimatölvunni í gærkvöldi og er nú mættur í vinnuna og allt sýnist vera í lagi - 7, 9, 13.

Hvenær fáum við íslenskan Dropbox mirror? Hver ætlar að vera fyrstur að stofna viðráðanlega ódýra Cloud þjónustu fyrir einstaklinga og lítil fyrirtæki? 8-)

Re: Hið dularfyllsta mál - gögn hverfa á tölvu A en ekki B, og öfugt.

Sent: Fim 28. Jan 2016 09:03
af Klemmi
kiddi skrifaði: Ég nota alltaf Safe Eject, tölvurnar eru ekki á domain, og ég er með show hidden&system files í gangi. Ætli ownership vandamál sé ekki líklegasta útskýringin, fyrst skrárnar hurfu þegar ég fór í scan / fix drive. Ég gerði Fix Drive á heimatölvunni í gærkvöldi og er nú mættur í vinnuna og allt sýnist vera í lagi - 7, 9, 13.
Gott að heyra að þetta sé ekki að trufla þig núna, en fyrst þetta hefur verið að gerast ítrekað að þá ertu ólíklega alveg hólpinn :dead

Við googl hafa einhverjir bent á að skoða skrárnar í gegnum Winrar, s.s. opna Winrar og navigate-a í möppuna þar sem skrárnar eiga að vera, þar sem að það sýni allt sem að sé í möppunni óháð attributes ofl... Hef ekki sannreynt þetta :P

Re: Hið dularfyllsta mál - gögn hverfa á tölvu A en ekki B, og öfugt.

Sent: Fim 28. Jan 2016 09:47
af beatmaster
Hefurðu prufað að breyta security attribute-inum í að bæta við Everybody og gefa því objecti Full Control?

Spurning hvort að þú þurfir að gera það tvisvar á sömu möppuna/möppurnar, einu sinni á hvorri tölvu

Re: Hið dularfyllsta mál - gögn hverfa á tölvu A en ekki B, og öfugt.

Sent: Fim 28. Jan 2016 10:28
af nidur
Ef ég væri þú þá myndi ég skoða owncloud, setja það upp á fileserver sem syncar á milli heima og vinnu.

Hef notað það sjálfur í langan tíma og ekki verið mikið vesen.

Veit ekki hversu stór skjöl þetta eru sem þú ert með en þau sem ég hef verið með eru í kringum 1gb og upp í 5gb ásamt haug af minni.