Hið dularfyllsta mál - gögn hverfa á tölvu A en ekki B, og öfugt.
Sent: Fim 28. Jan 2016 00:17
Er með eitt vandamál sem er að gera mig gráhærðann. Ég er sjálfstætt starfandi og vinn 50/50 heima og á skrifstofu (og vinn allt of mikið ef út í það er farið). Ég er með tvær nákvæmlega eins vélar á báðum stöðum, en ég vinn allt af flakkara - sem þessa stundina er 2TB WD USB3 flakkari. Drifið sjálft er ekki vandamálið, því þetta gerðist líka með 500GB SSD disk, og aðra flakkara.
Tökum sem dæmi atvik sem kemur fyrir mig annað slagið:
Ég er að vinna á skrifstofunni, í þessu tilfelli að klippa sjónvarpsviðtöl í Adobe Premiere en oftast vinn ég við grafík & tæknibrellur með öðrum forritum. Ég hætti kl 15:30 til að sækja börnin mín úr skólum og held svo áfram að vinna heima og alveg fram yfir miðnætti. Vista allt klabbið og allt í gúddí. Morguninn eftir mæti ég á skrifstofuna, og þá vantar allt sem ég hafði gert heima, daginn áður - þeas. ég sé að project fællinn minn var síðast vistaður rétt eftir miðnætti, og auto-save skrárnar eru á sínum stað, nema ég reyni að opna þessar skrár og þá segir Windows "file not found" og því næst hverfa skrárnar. Ég fæ nett panikk, 8 klst vinna horfin og ég að renna út á deadline - Windows á skrifstofunni (Win 8.1) biður um Scan & Fix á drifið sem ég geri, og þá hverfa allar þessar skrár sem ég hafði búið til heima, kvöldið áður. Ég prófa Recuva forritið sem nær að recovera project skránum og renderingum, mér til mikillar hamingju og ég set þær skrár í aðra möppu á drifinu sem ég kalla "Recovered" - nema þarf svo að bruna heim aftur til að sinna börnum. Svo kem ég heim (Win 10), og ... what... Recovered mappan mín er horfin, en allt hitt er á sínum stað eins og hafði verið, kvöldið áður, og allt svínvirkar. Nú er ég skíthræddur um, að þegar ég mæti á skrifstofuna á morgun, að eitthvað muni vanta.
Löng saga stutt: Tölva A sér bara þær skrár á drifinu sem tölva A vann að, tölva B sér bara þær skrár á drifinu sem tölva B vann að. Meikar þetta eitthvað sens?
Ath - ég er búinn að nota þennan tiltekna flakkara, þessar tilteknu tölvur og þessi tilteknu stýrikerfi svo mánuðum skiptir og þetta er aldrei neitt vandamál, en 2-3svar á ári lendi ég í þessu og hef ekki guðmund um af hverju. Þetta er ferlega vont að geta ekki treyst tölvunum sínum, þegar það er ýmist fullsetnir fundarsalir eða hálf þjóð að bíða eftir að sjá það sem ég er að vinna í, og þetta er að gerast daginn fyrir útsendingu.
Hefur einhver, einhverja hugmynd um hvað er að gerast?
PS. Myndi nota Cloud (t.d. Dropbox Pro undir vinnuna ef hraðinn væri nægur og ef bandvíddartakmörk væru engin 8-)
Tökum sem dæmi atvik sem kemur fyrir mig annað slagið:
Ég er að vinna á skrifstofunni, í þessu tilfelli að klippa sjónvarpsviðtöl í Adobe Premiere en oftast vinn ég við grafík & tæknibrellur með öðrum forritum. Ég hætti kl 15:30 til að sækja börnin mín úr skólum og held svo áfram að vinna heima og alveg fram yfir miðnætti. Vista allt klabbið og allt í gúddí. Morguninn eftir mæti ég á skrifstofuna, og þá vantar allt sem ég hafði gert heima, daginn áður - þeas. ég sé að project fællinn minn var síðast vistaður rétt eftir miðnætti, og auto-save skrárnar eru á sínum stað, nema ég reyni að opna þessar skrár og þá segir Windows "file not found" og því næst hverfa skrárnar. Ég fæ nett panikk, 8 klst vinna horfin og ég að renna út á deadline - Windows á skrifstofunni (Win 8.1) biður um Scan & Fix á drifið sem ég geri, og þá hverfa allar þessar skrár sem ég hafði búið til heima, kvöldið áður. Ég prófa Recuva forritið sem nær að recovera project skránum og renderingum, mér til mikillar hamingju og ég set þær skrár í aðra möppu á drifinu sem ég kalla "Recovered" - nema þarf svo að bruna heim aftur til að sinna börnum. Svo kem ég heim (Win 10), og ... what... Recovered mappan mín er horfin, en allt hitt er á sínum stað eins og hafði verið, kvöldið áður, og allt svínvirkar. Nú er ég skíthræddur um, að þegar ég mæti á skrifstofuna á morgun, að eitthvað muni vanta.
Löng saga stutt: Tölva A sér bara þær skrár á drifinu sem tölva A vann að, tölva B sér bara þær skrár á drifinu sem tölva B vann að. Meikar þetta eitthvað sens?
Ath - ég er búinn að nota þennan tiltekna flakkara, þessar tilteknu tölvur og þessi tilteknu stýrikerfi svo mánuðum skiptir og þetta er aldrei neitt vandamál, en 2-3svar á ári lendi ég í þessu og hef ekki guðmund um af hverju. Þetta er ferlega vont að geta ekki treyst tölvunum sínum, þegar það er ýmist fullsetnir fundarsalir eða hálf þjóð að bíða eftir að sjá það sem ég er að vinna í, og þetta er að gerast daginn fyrir útsendingu.
Hefur einhver, einhverja hugmynd um hvað er að gerast?
PS. Myndi nota Cloud (t.d. Dropbox Pro undir vinnuna ef hraðinn væri nægur og ef bandvíddartakmörk væru engin 8-)