Síða 1 af 1
Hvaða Gamepad er málið fyrir Pc?
Sent: Þri 12. Jan 2016 21:08
af Aimar
sælir ,
hafa menn einhverja skoðun á þvi hvaða gamepad eru að standa sig best, notkun og virkni í leikjum.
Re: Hvaða Gamepad er málið fyrir Pc?
Sent: Þri 12. Jan 2016 21:21
af Viggi
Ps4 stýripinninn fær mitt stig
Re: Hvaða Gamepad er málið fyrir Pc?
Sent: Þri 12. Jan 2016 21:46
af benderinn333
xbox
Re: Hvaða Gamepad er málið fyrir Pc?
Sent: Þri 12. Jan 2016 22:29
af capteinninn
Mér skilst að Xbox one fjarstýringin sé eina vitið.
Hún fylgir líka með Oculus núna sem er ákveðin gæðavottun
Re: Hvaða Gamepad er málið fyrir Pc?
Sent: Þri 12. Jan 2016 22:44
af Hyrrokkin
capteinninn skrifaði:Hún fylgir líka með Oculus núna sem er ákveðin gæðavottun
Það er nú ekki vottun um meira en hver var tilbúinn að borga meira með...
Annars er Xbox fjarstýringin sú eina sem er með native driver-a á Windows. Sony segjast ætla að gera sýna eigin fyrir DualShock 4 en hafa ekki gert það ennþá sem þýðir að þær fjarstýringar fara í gegnum þýðanda (sem þú þarft að sækja á netinu) inn í Xbox driverinn. Held að það hafi samt ekki þau áhrif á spilun... Þarf bara að læra hvaða Xbox takkar samsvara hvaða tökkum á PlayStation þegar þú ert að spila leiki þar sem þeir eru flestir bara með Xbox leiðbeiningum á skjánum.
Þetta er í raun þessi endalausa spurning um hvor fjarstýringin er betri sem ekkert svar er við því að það fer svo mikið eftir fólki... Þær virka báðar það fullkomlega að þú ættir bara að velja þá sem þér finnst þægilegra að nota (halda á, takkar o.s.frv.).
Re: Hvaða Gamepad er málið fyrir Pc?
Sent: Þri 12. Jan 2016 22:51
af Jon1
well, ég er með logitech f710 og ég ætla að mæla á móti honum ! hann var fínn til að byrja með en síðan fóru trigger takkarnir að vera skrítnir!
fyrir það var ég með xbox 360 og fannst það mjög fínt (stærri og svona). Ps fjarstýringar finnst mér ekki endast jafn lengi og xbox . en síðan eru nvidia shield fjarstýringarnar mjög þægilegar en maður getur ekki notað þær þráðlaust
ef ég ætti að velja myndi ég prófa xbox one held ég
Re: Hvaða Gamepad er málið fyrir Pc?
Sent: Þri 12. Jan 2016 23:41
af Póstkassi
Ég ætla mæla með steam controller, búinn að vera með hann í 2 vikur og get alls ekki farið aftur í xbox controller.
Re: Hvaða Gamepad er málið fyrir Pc?
Sent: Mið 13. Jan 2016 03:43
af Tesy
Ég mæli með xbox 360 controller fyrir Windows. Búinn að eiga minn í 1-2 ár og hefur aldrei klikkað. Þarf heldur ekki að spá neitt í driver þar sem þetta er frá Microsoft
Re: Hvaða Gamepad er málið fyrir Pc?
Sent: Mið 13. Jan 2016 11:25
af Klemmi
Sama hér, er með 3rd party Xbox 360 controller og það bara svínvirkar. Sumir leikir sem maður nennir ekkert að spila nema með controller, s.s. Fifa og RocketLeague
Re: Hvaða Gamepad er málið fyrir Pc?
Sent: Mið 13. Jan 2016 12:02
af birkirsnaer
Nota 3rd party xbox 360 controller sem ég pantaði "dirt cheap" frá AliExpress. Virkar mjög vel!
Re: Hvaða Gamepad er málið fyrir Pc?
Sent: Mið 13. Jan 2016 13:04
af Aimar
birkirsnaer skrifaði:Nota 3rd party xbox 360 controller sem ég pantaði "dirt cheap" frá AliExpress. Virkar mjög vel!
Geturu komið með link sem dæmi.?
Re: Hvaða Gamepad er málið fyrir Pc?
Sent: Mið 13. Jan 2016 13:05
af Aimar
Aimar skrifaði:birkirsnaer skrifaði:Nota 3rd party xbox 360 controller sem ég pantaði "dirt cheap" frá AliExpress. Virkar mjög vel!
Geturu komið með link sem dæmi.?
http://www.aliexpress.com/item/1pcs-USB ... 18400_6150
Svona til dæmis?
Re: Hvaða Gamepad er málið fyrir Pc?
Sent: Mið 13. Jan 2016 13:31
af Jonssi89
Ég á svona eins gamepad nema mitt er wireless. Er bara mjög ánægður með hann
Re: Hvaða Gamepad er málið fyrir Pc?
Sent: Mið 13. Jan 2016 15:58
af birkirsnaer
Jonssi89 skrifaði:
Ég á svona eins gamepad nema mitt er wireless. Er bara mjög ánægður með hann
Ég keypti einmitt svona wired gaur á sirka þessu verði (minnir að sá sem ég pantaði var um 13 USD með sendingarkostanði) en sá sem ég keypti er reyndar svartur.
Re: Hvaða Gamepad er málið fyrir Pc?
Sent: Mið 03. Feb 2016 18:38
af Hjorleifsson
Re: Hvaða Gamepad er málið fyrir Pc?
Sent: Sun 20. Mar 2016 01:08
af Ratorinn
Er þessi að virka með windows 8.1? Og steam