Síða 1 af 1

Heimaserver - val um íhluti

Sent: Sun 10. Jan 2016 11:36
af wicket
Serverinn minn dó í nótt, sem var viðbúið enda vélin eldgömul (pentium 3, 1GB RAM) en hún sinnti sínu hlutverki vel. Bara notuð sem mysql server fyrir Kodi, fileserver,ftpserver og Couchpotato/NZBGet/Sonarr vinnslu.

Annað gerði þessi vél ekki. Stóð bara á gólfinu inni í geymslu og mallaði þar. Engin hardcore vinnsla eða neitt.

En nú þarft ég að setja upp nýja. Langar helst að kaupa glænýja vél frekar en að kaupa notaða gamla druslu og upgreida þetta því aðeins. En ég er núll inni í PC íhlutum í dag þar sem ég nota makka í vinnunni og PS4/Xbox heima til að spila leiki, svolítið síðan ég spáði eitthvað í PC.

Og því leita ég hingað :)

ITX eða mini-ITX? Þarf ekkert held ég GPU, onboard GPU er alveg nóg þar sem þetta er skjálaus vél.

Allar hugmyndir vel þegnar.

Re: Heimaserver - val um íhluti

Sent: Sun 10. Jan 2016 12:57
af Hannesinn
Persónulega myndi ég bara kaupa eitthvað ódýrt og notað hérna á vaktinni, en ef þú vilt endilega nýja vél, þá mun hún idle'a alveg eins og vindurinn.

AMD FX-8350
ódýrasta am3 móðurborðið sem þú finnur
ódýrasta 2x8gb minnið sem þú finnur
eða basically bara allt annað ódýrasta sem þú finnur,

Þarft ekkert að spá í hávaða eða útliti eða öðru. Ég myndi samt kaupa eitthvað notað hérna á vaktinni og spara þér aurinn, því að ný vél mun ekki gera neitt nema bara idle'a ennþá meira en eldri vél. Nema þú ætlir þér að expanda hlutverkið á þessari vél eitthvað fljótlega, þá er það allt annað.

Re: Heimaserver - val um íhluti

Sent: Sun 10. Jan 2016 13:20
af wicket
Efast um að ég láti hana gera eitthvað meira, er ekki að fara í Plex þannig að ég þarf ekki transkóðun eða álíka. Ég vil samt að hún sé hljóðlát, eiginkonan setur það sem kröfu 8-[

Hugsa að þetta sé rétt hjá þér, alltaf best að kaupa bara notaða vél :)

Re: Heimaserver - val um íhluti

Sent: Sun 10. Jan 2016 23:14
af Axel Jóhann
http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f ... 46#p613146


Ég á þetta handa þér, fæst fyrir sixpack af bjór :-) 695-7205