Tölvan að ofhitna
Sent: Fös 25. Des 2015 15:55
Tölvan mín fór að taka upp á því um daginn að ofhitna og drepa á sér þegar ég spila tölvuleiki. Ég bara gerði ráð fyrir því að það væri örgjafinn, þar sem ég var bara með stock örgjafaviftu og fór og keypti mér nýja svaka-über viftu. Enn er tölvan að ofhitna og drepa á sér. Ég downloadaði forriti sem sýnir mér hitann á öllum íhlutunum og þar sé ég að örgjafinn er að fara í max 26°C við mikið áreiti en skjákortið er að fara í 80°C. Það var þegar ég var að spila FM15 og tölvan drap ekki á sér, en hefði ég verið að spila kröfuharðari leik hefði skjákortið væntanlega hitnað enn meir.
Kassinn er lokaður og allar viftur í lagi, þannig að loftflæði um kassann er alveg í lagi.
Ef það er skjákortið sem er að ofhitna, afhverju hefur það allt í einu tekið upp á því núna, eftir rúmlega ár án nokkura vandamála.
Ef það er skjákortið sem er að ofhitna, hvað get ég gert, annað en að kaupa mér nýtt?
Ég er með NVIDIA GeForce GTX760, sem hefur virkað mjög vel fyrir mig upp að þessum punkti.
Kassinn er lokaður og allar viftur í lagi, þannig að loftflæði um kassann er alveg í lagi.
Ef það er skjákortið sem er að ofhitna, afhverju hefur það allt í einu tekið upp á því núna, eftir rúmlega ár án nokkura vandamála.
Ef það er skjákortið sem er að ofhitna, hvað get ég gert, annað en að kaupa mér nýtt?
Ég er með NVIDIA GeForce GTX760, sem hefur virkað mjög vel fyrir mig upp að þessum punkti.