Síða 1 af 1

PC, PS eða xbox fyrir 12 ára gutta

Sent: Fös 25. Des 2015 14:21
af Peanuts
Sælir meistarar smá ráðleggingar væru vel þegnar.

Guttinn minn er búinn að safna upp í leikjatölvu eða um 100 þúsund núna í langan tíma, og hann er að pæla í xbox eða PS 4 en þekkir lítið möguleika á PC vélum í þessu

Ég var að velta því fyrir mér hvort hann væri betur settur með PC vél í staðinn (ég á skjá osf fyrir hann ef hann kaupir tölvuna).

Kannski tvær spurnigar:

1. Er hægt að fá einhverjar hálf sæmilegar PC leikjavélar á 100 k
2. Er einhver hagræðing í leikjum t.d. ódýrara að redda leikjum á PC eða Xbox eða PS t.d.
3. Er mikill munur á leikjaframboði á Xbox, PS og PC
4. Eitthvað annað sem ég ætti að hafa í huga með þetta ?

Ef einhver sérfræðingur í þessu sem er í hátíðarskapi myndi nenna að skella einhverjum svörum við einhverju af þessu þá væri það vel þegið. Guttinn er 12 ára :)

Gleðilega hátíð.

Re: PC, PS eða xbox fyrir 12 ára gutta

Sent: Fös 25. Des 2015 14:38
af Steinman
Eins og ég hef skili þetta þá er dýrara að kaupa PC tölvu en leikirnir eru yfirleitt ódýrari, betri útsölur á þeim og meira úrval. Mæli síðan frekar með PS4 í stað Xbox en þar eru vélin sjálf ódýr en samt öflug en leikirnir eru lengur að lækka í verði og ekki sömu útsölur.
Þetta er sennilega með ódýrari PC leikjavélum sem þú fynnur en er án stýrikerfis http://kisildalur.is/?p=2&id=2904 Edit: skoðaði betur aðrar síður og Att.is eru líka með ódýrar vélar sem koma með stýrikerfi, sem kostar 20000kr stakt. Það er öruglega e-h aðrir hérna sem geta leiðbent þér betur með hvaða PC ætti að hennta þér betur en aðrar.
Það kostar ekkert auka að spila online í PC en leikjatölvurnar rukka mánaðarlegt gjald fyrir þann möguleika. En með þeim áskriftum fylgja með fríir leikir í hverjum mánuði sem hægt að er spila hvenar sem er svo lengi sem áskriftin er virk.

Re: PC, PS eða xbox fyrir 12 ára gutta

Sent: Fös 25. Des 2015 15:08
af Steinman
Svo má ekki gleyma að leikjatölvurnar eru mjög "user friendly" það þarf ekki installa réttum driverum eða hafa áhyggjur að leikurinn keyri ekki rétt o.s.f.
Ert líka með fjarsterýnguna í stað mús og lyklaborðs, og það er einfaldara að spila 2-4 saman á einu sjónvarpi í co-op eða multiplayer.

Re: PC, PS eða xbox fyrir 12 ára gutta

Sent: Fös 25. Des 2015 17:29
af Peanuts
Takk fyrir þetta, þetta er greinilega svolítill frumskógur.

Það er örugglega stór plús eins og þú segir að leikurinn virkar bara í leikjavélinni og ekkert svona compatibility vandamál en verðið á leikjunum skiptir líka hellings máli til langs tím...

Úff þarf maður að fara að rífa fram Excel ;)

Re: PC, PS eða xbox fyrir 12 ára gutta

Sent: Fös 25. Des 2015 17:37
af Steinman
já þetta getur verið soldið flókið fyrirbæri. En vonandi hjálpaði þetta frekar en flækja hlutina :P

Re: PC, PS eða xbox fyrir 12 ára gutta

Sent: Fös 25. Des 2015 18:31
af Peanuts
Klárlega, maður veit amk hvaða þætti maður þarf að skoða :)

Re: PC, PS eða xbox fyrir 12 ára gutta

Sent: Lau 26. Des 2015 11:23
af davidsb
Myndi kannski spá í hvað vinir hans eiga. Leiðinlegt að geta ekki spilað multiplayer með félögunum ef þeir spila allir a pc en þu att ps4

Re: PC, PS eða xbox fyrir 12 ára gutta

Sent: Lau 26. Des 2015 13:47
af capteinninn
davidsb skrifaði:Myndi kannski spá í hvað vinir hans eiga. Leiðinlegt að geta ekki spilað multiplayer með félögunum ef þeir spila allir a pc en þu att ps4
Held að þetta sé langmikilvægasti liðurinn

Re: PC, PS eða xbox fyrir 12 ára gutta

Sent: Lau 26. Des 2015 16:52
af Peanuts
Góður punktur

Re: PC, PS eða xbox fyrir 12 ára gutta

Sent: Mið 30. Des 2015 14:16
af hakkarin
Pc tölvan mín kostaði 270þ en er samt ekki með þeim öflugustu. Þarf ekki að eyða stórfé til að fá ok pc tölvu en 100þ reddar þér ekki góðri pc tölvu. Sérstaklega ef að þú ætlar síðan líka að kaupa aðra hluti eins og lyklaborð, mús og skjá.

Myndi bara kaupa Xbox eða PS4. Mæli meira með PS4.

Re: PC, PS eða xbox fyrir 12 ára gutta

Sent: Mið 30. Des 2015 18:20
af stefhauk
Myndi allan daginn kaupa Ps4 fyrir hann. Pc tölvan eldist mun hraðar og verður úreldari mjög fyrr og bætist þar við kostnaður í að uppfæra hana síðar meir. Mögulega ódýrari leikir þar að vísu en fyrir 12 ára strák allan daginn PS4 getur einnig notað þennan skjá sem þú átt fyrir hana ef skjárinn er með DVi tengi með millistykki yfir í Hdmiog nota svo heyrnatól í gegnum fjarstýringuna á Ps4 tölvunni.

Svo er tæpt að þú fáir góða PC tölvu fyrir 100k

Re: PC, PS eða xbox fyrir 12 ára gutta

Sent: Mið 30. Des 2015 18:44
af Tesy
Persónulega myndi ég frekar kaupa PC þar sem maður getur gert margt fleira en að spila leikir. Varðandi controllers þá er ekkert mál að kaupa xBox 360 controller og nota það með PC.

Strákurinn á eftir að eldast og mun líklega vilja spila MOBA (LoL eða DotA), CS eða eitthvað þannig leikir í framtíðinni. Mín skoðun.. Maður endist miklu lengur í PC leikir.

Flestir krakkar sem ég veit um eru einungis að spila LoL í dag til dæmis og svo eiga allir PC þannig að hann verður ekki skilinn útundan.

Re: PC, PS eða xbox fyrir 12 ára gutta

Sent: Fös 01. Jan 2016 07:54
af NumerusX
Miklu einfaldara að eiga PS4 :japsmile . Ég á sjálfur á þrjár pc vélAr =; sé mikið eftir því að selja ps4 vélina :crying !!!! Best að byrja á ps4 :fly og þegar hann er kominn með vinnu seinna meir þá getur hann safnað sér fyrir RISAEÐLU :crazy ! já ég segi risaeðla því pc vélar eru það :svekktur . Það þarf alltaf að uppfæra eitthvað í pc vélunum eða redda sér ef það kemur upp einhver galli! Ég veit ekki hvað ég er búinn að hitta marga kjána [-o< sem halda að þeir geti gert allt í pc vélinni :guy og fundið öll svörin þar. Það skiptir engu máli :no hvaða skoðun fólk kemur með varðandi pc ég er búinn að vinna við þetta kláraði Comptia + og helling haf námskeiðum NTV og Tækniskólans \:D/ ég er búinn að eyða allt of miklum tíma í pc bæði fl studio,cubase 500+vst's ewql altiverb photoshop þetta er algjör hryllingur :dontpressthatbutton MAC'INN SAMA HVAÐA SKOÐUN ÞEIR SEM SEGJA AÐ APPLE ER OVERRATED EÐA ALLT OF DÝRT :money GUESS WHAT PRUFIÐ AÐ VINNA MEÐ MAC OG SÍÐAN PC :nerd_been_up_allnight MINNA VESEN Í MAC OG PS4. ÞEIR SEM ERU AÐ EYÐA MILJÓNUM Í KVIKMYNDA, TÓNLISTA EÐA BYGGINGAIÐNAÐ NOTA MAC :snobbylaugh ÞVÍ ÞAR ER EINFALDLEGA EKKI RISAEÐLA MEÐ LYKLABORÐ OG SKJÁ HELDUR EINS OG FALLEGT GEIMSKIP Á STÆRÐ VIÐ HNETU! :mad1

(PC :baby KYNNSLÓÐ-JÁ ÉG GET ALLT Á PC /MAC :idea: -ALLT Í LAGI GÓÐI ÉG ÆTLA FÁ MÉR KAFFI OG LESA BÓK :happy )

veldu Ps4 :arrow: Miklu þægilegra þegar vinir koma í heimsókn og spila í staðinn fyrir að hanga í pc vélinni og lesa það sem fólk hefur bulla :^o inná netinu allt þetta vesen vesen vesen ](*,) ](*,)

Re: PC, PS eða xbox fyrir 12 ára gutta

Sent: Fös 01. Jan 2016 08:06
af Viggi
Ég segi ps4 fyrir hann all the way. Helvíti þægilegt að hafa allt leikjaúrvalið á pc líka