Síða 1 af 1

Ráðleggingar við val á móðurborði, aflgjafa ofl.

Sent: Þri 22. Des 2015 23:34
af astthor
Er að fara setja saman nýja tölvu, fyrstu tölvuna sem ég er að setja saman.
Hér eru hlutirnir sem eru að fara í tölvuna (eru að koma frá USA): (Búinn að kaupa allt nema móðurborð, aflgjafa og turn)
Örgjörvi: Intel Core i5-4690K Processor 3.5 GHz LGA 1150
minni: Crucial Ballistix Sport 8GB Kit (4GBx2) DDR3 1600 (PC3-12800) 240-Pin UDIMM Memory
skjákort: ZOTAC GeForce GTX 960 4GB GDDR5 PCI Express 3.0 HDMI DVI DisplayPort SLI Ready Graphics Card
Harðir diskar: SSD samsung EVO 250 GB (set 1-2 tb harðan disk með fyrir þætti og myndir og svona... er etthvað mál að bæta honum við seinna meir?)
Turn: Langar í þennan útaf hagstæðu verði = Xigmatek Mach II ATX (http://kisildalur.is/?p=2&id=2882) Einhver annar sem þið mælið með í sama verðflokki? Nefni þetta því líklega hefur það einhver áhrif á hvort að móðurborðið ofl passi í hann.
Það sem mig vantar smá ráðleggingar við er:
Aflgjafi: pæla í þessum: FSP Raider S 650W 80P Silver aflgjafi (http://tl.is/product/raider-s-650w-80p-silver-aflgjafi)... Einhver sem hefur slæma reynslu af þessum? Og er þetta ekki alveg gott val á afli (650W)?
Móðurborð: Langar helst í eitthvað sem ég getur OC'að seinna meir, en ég er á budgeti og vil ekki fara í neitt dýrara en 25 k. Fann eitt í tölvutek en það er uppselt eins og er: https://www.tolvutek.is/vara/gigabyte-s ... -modurbord ... kannski verður það komið á lager aftur þegar ég fæ alla hlutina frá USA. Eitthvað sem þið mælið með? Yfirklukkun er ekki nauðsýn, ef það er að hækka verðið eitthvað mikið yfir 25 k, annars plana ég á að nota tölvuna í smá tölvuleikjaspil inná milli (og stundum eitthvað lan með félögunum), mikið af stream-i/download-i, mögulega 2 skjái, tengi tölvuna við sjónvarp (hdmi) með stream-inu.

Re: Ráðleggingar við val á móðurborði, aflgjafa ofl.

Sent: Mið 23. Des 2015 00:07
af htmlrulezd000d
sýnist þetta vera tussufín tölva sem þú settir saman, vildi bara minna þig á að mér sýnist að móðurborðið styðji ekki SLI ef þú ert að hugsa um það í framtíðinni.
Hvernig örgjörvakælingu ertu með ?

Re: Ráðleggingar við val á móðurborði, aflgjafa ofl.

Sent: Mið 23. Des 2015 01:21
af Jonssi89
Þar sem þú ert að fara kaupa ATX turn þá myndi ég mæla að taka ATX móðurborð líka. Þessi er nákvæmlega eins nema ATX http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=2730. Veit ekki með aflgjafa, hef aldrei heyrt um þetta FSP Raider fyrirtæki, myndi bara kaupa þennan http://www.att.is/product/corsair-cx750 ... hljodlatur. Þessi er líka modular.

Re: Ráðleggingar við val á móðurborði, aflgjafa ofl.

Sent: Mið 23. Des 2015 08:20
af Klemmi
Jonssi89 skrifaði:Veit ekki með aflgjafa, hef aldrei heyrt um þetta FSP Raider fyrirtæki, myndi bara kaupa þennan http://www.att.is/product/corsair-cx750 ... hljodlatur. Þessi er líka modular.
Góður punktur með móðurborðið, hjartanlega sammála, sérstaklega þar sem það er til á lager, ólíkt hinu.

Fortron/FSP er gamalt og rótgróið fyrirtæki í aflgjafa bransanum, sem framleiðir trausta en yfirleitt temmilega ódýra aflgjafa :)
Þarna er hann að fá silver certified aflgjafa á fínu verði.

Ég hef svo aldrei séð kostina við modular aflgjafa, þar sem það verður meira cluster af snúrum við aflgjafann sjálfan og fólk týnir MJÖG gjarnan modular snúrunum sem fara ekki í tölvuna við fyrstu samsetningu :P Það er svo afskaplega lítið mál að taka afgangssnúrurnar á non-modular aflgjöfum og fela þær inn í kassanum.

Re: Ráðleggingar við val á móðurborði, aflgjafa ofl.

Sent: Mið 23. Des 2015 11:17
af astthor
htmlrulezd000d skrifaði:sýnist þetta vera tussufín tölva sem þú settir saman, vildi bara minna þig á að mér sýnist að móðurborðið styðji ekki SLI ef þú ert að hugsa um það í framtíðinni.
Hvernig örgjörvakælingu ertu með ?
Já ég held að þetta verði helvíti góð samsetning :) Leitaði mér mikillar upplýsingar áður en ég pantaði hlutina, og þetta virðist vera það besta sem ég get fengið fyrir gott verð (Skjákort, minni, örgjörvi og SSD diskur á 76 þúsund með skatti :D!)
Ah ég einmitt gleymdi að spurja útí það! Ég þarf einmitt einhverjar ráðleggingar varðandi kælinguna á örgjörvann, eitthvað sem kælir hann þegar ég OC'a hann í framtíðinni. Einhverjar hugmyndir :)?

Re: Ráðleggingar við val á móðurborði, aflgjafa ofl.

Sent: Mið 23. Des 2015 11:33
af astthor
Jonssi89 skrifaði:Þar sem þú ert að fara kaupa ATX turn þá myndi ég mæla að taka ATX móðurborð líka. Þessi er nákvæmlega eins nema ATX http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=2730. Veit ekki með aflgjafa, hef aldrei heyrt um þetta FSP Raider fyrirtæki, myndi bara kaupa þennan http://www.att.is/product/corsair-cx750 ... hljodlatur. Þessi er líka modular.
Frábært, takk fyrir að benda mér á móðurborðið!!
Eins og klemmi sagði hér fyrir ofan þá virðist FSP vera mjög traust fyrirtæki og þetta sem klemmi sagði hljómar eins og það sé alveg eitthvað vit í því að fara í FSP frekar... Allir að benda mér á að fara í corsair, það er hinsvegar aðeins dýrara og ég held ég fari því í FSP í staðin.
klemmi takk fyrir upplýsingarnar!

Re: Ráðleggingar við val á móðurborði, aflgjafa ofl.

Sent: Mið 23. Des 2015 14:16
af nidur
Ég tek sjálfur alltaf fortron, nema þegar ég tek Corsair RM (kveikja á viftunni þegar þess þarf)

Og ég myndi sjálfur velja eitthvað annað brand en ZOTAC í skjákortinu, Msi eða Asus.

Re: Ráðleggingar við val á móðurborði, aflgjafa ofl.

Sent: Mið 23. Des 2015 15:34
af astthor
nidur skrifaði:Ég tek sjálfur alltaf fortron, nema þegar ég tek Corsair RM (kveikja á viftunni þegar þess þarf)

Og ég myndi sjálfur velja eitthvað annað brand en ZOTAC í skjákortinu, Msi eða Asus.
Zotac kostaði 30 $ minna en Asus og 40 $ minna en Msi. En það gæti vel verið að þessi kaup hafi verið mistök og að ég hefði átt að fara í Msi eða Asus, en það er of seint núna.
Ég geri nýjann þráð þegar kortið er komið í notkun og búið að prófa það undir góðu "load-i", set svo inn allar þær upplýsingar sem ég mun fá útúr því, vonandi hjálpar það öðrum að velja :)