Síða 1 af 1

Tölva eða tölva

Sent: Sun 20. Des 2015 18:12
af Skippó
Hvort orðið er algengara hér á Vaktinni?
Endilega veljið hvort þið notið.

Re: Tölva eða tölva

Sent: Sun 20. Des 2015 18:14
af Skippó
Þetta klikkaði eitthvað hjá mér.

Látum bara tölva = t.alva og Tölva = Tölva

Afsakið þetta. :)

Re: Tölva eða tölva

Sent: Sun 20. Des 2015 18:33
af GuðjónR
Skippó skrifaði:Þetta klikkaði eitthvað hjá mér.

Látum bara tölva = tölva og Tölva = Tölva

Afsakið þetta. :)
Ég er ekki alveg að ná þessu hjá þér. :face

Re: Tölva eða tölva

Sent: Sun 20. Des 2015 18:46
af Skippó
Ókei ég veit ekki hvað er í gangi. Er að reyna að skrifa T a lva en það breytist alltaf í Tölva. Haha.

Re: Tölva eða tölva

Sent: Sun 20. Des 2015 18:53
af Galaxy
Tölva og pylsa

Re: Tölva eða tölva

Sent: Sun 20. Des 2015 19:25
af GuðjónR
Skippó skrifaði:Ókei ég veit ekki hvað er í gangi. Er að reyna að skrifa T a lva en það breytist alltaf í Tölva. Haha.
hehehe það hlaut að vera.... :)
Við erum með word censor sem breytir T.alva > Tölva.

Re: Tölva eða tölva

Sent: Sun 20. Des 2015 19:54
af Skippó
Haha já meinar, datt það í hug. Ætlaði bara að gera skemmtilega en svosem tilgangslausa könnun um það hvort orðið er algengara hér á vaktinni, en þar sem að fólkið er neitt í það að nota Tölva þá þarf hana ekki sýnist mér. :P

Re: Tölva eða tölva

Sent: Sun 20. Des 2015 20:10
af svanur08
Hahaha snilld!

Re: Tölva eða tölva

Sent: Sun 20. Des 2015 20:11
af Daz
Skippó skrifaði:Haha já meinar, datt það í hug. Ætlaði bara að gera skemmtilega en svosem tilgangslausa könnun um það hvort orðið er algengara hér á vaktinni, en þar sem að fólkið er neitt í það að nota Tölva þá þarf hana ekki sýnist mér. :P
Ef þú spilar talvuleiki og þekki marga talvuforritara þá ertu á réttri leið. Það er ekki beint verið að neyða fólk til að nota rétt orð, það er bara verið að fela hrikalega tal og mál villu.

Re: Tölva eða tölva

Sent: Sun 20. Des 2015 20:37
af nidur
Segi sjálfur stundum t alva en oftast tölva enda er það rétt. En er ekki 98% af fólki skítsama :)

Re: Tölva eða tölva

Sent: Sun 20. Des 2015 20:52
af stefhauk
Tölva er rétta orðið yfir Tölvu þó maður hafi nú alveg flaskað sig á því að skrifa óvart T a l v a. Spjallborðið lagar villuna í Tölva þegar skrifað er T a l v a

Re: Tölva eða tölva

Sent: Sun 20. Des 2015 21:09
af Xovius
Heyrði að örðið komi af örðunum Tölur og Völva (spákona). Finnst þetta eitt af okkar betri nýyrðum. Væri hinsvegar gaman að fá vaktara til að taka sig saman og fara yfir ýmis tölvutengd íslensk nýyrði og sjá hvort það væri ekki hægt að bæta þau örlítið. Finnst oft íslenskar þýðingar á forritum alveg ónothæfar því orðin eru enganveginn viðeigandi þó þau virki mögulega sem beinþýðing í einhverri meiningu.

Re: Tölva eða tölva

Sent: Sun 20. Des 2015 21:19
af Skippó
Daz skrifaði:
Skippó skrifaði:Haha já meinar, datt það í hug. Ætlaði bara að gera skemmtilega en svosem tilgangslausa könnun um það hvort orðið er algengara hér á vaktinni, en þar sem að fólkið er neitt í það að nota Tölva þá þarf hana ekki sýnist mér. :P
Ef þú spilar talvuleiki og þekki marga talvuforritara þá ertu á réttri leið. Það er ekki beint verið að neyða fólk til að nota rétt orð, það er bara verið að fela hrikalega tal og mál villu.
Haha jájá ég sagði þetta nú bara í djóki. Reyni sjálfur að nota Tölva eins mikið og ég get en kemur alveg fyrir að maður noti t.alva.

Re: Tölva eða tölva

Sent: Sun 20. Des 2015 21:36
af nidur
Vaktin bara með ritskoðun í gangi á því hvernig fólk skrifar computer á íslensku :)

Re: Tölva eða tölva

Sent: Sun 20. Des 2015 22:04
af Lallistori
Ég er nú almennt ekkert að leiðrétta fólk en ég þoli ekki þegar einhver segir t.a.l.v.a
hahaha verð að skrifa þetta svona annars breytist orðið :megasmile

Re: Tölva eða tölva

Sent: Sun 20. Des 2015 22:39
af Binninn
Tóti tölvukall
eða
Tóti talvakall

segir sig sjálft.....

Re: Tölva eða tölva

Sent: Mán 21. Des 2015 06:03
af Hnykill
Þetta er bara "Tölva" samkvæmt íslenskri orðabók og almennri skynsemi. annað er bara ekki að gera sig.. T-a-lva vinur ;)

Re: Tölva eða tölva

Sent: Mán 21. Des 2015 13:40
af svanur08
Pulsa og Pylsa :D

Re: Tölva eða tölva

Sent: Mán 21. Des 2015 14:32
af KermitTheFrog
Daz skrifaði:
Skippó skrifaði:Haha já meinar, datt það í hug. Ætlaði bara að gera skemmtilega en svosem tilgangslausa könnun um það hvort orðið er algengara hér á vaktinni, en þar sem að fólkið er neitt í það að nota Tölva þá þarf hana ekki sýnist mér. :P
Ef þú spilar talvuleiki og þekki marga talvuforritara þá ertu á réttri leið. Það er ekki beint verið að neyða fólk til að nota rétt orð, það er bara verið að fela hrikalega tal og mál villu.
Þetta er sennilega ömurlegasta dæmið þegar kemur að þessari umræðu. Skrifar þú líka talustafi á krítartafluna?

Þessi ruglingur er sennilega kominn frá beygingu þessa orðs: Tala - tölu - tölu - tölu --> ta lva - tölvu - tölvu - tölvu.

Veit að þetta er pedantic komment, en þetta dæmi er svo oft notað og það er svo vitlaust. En bottom line er að tölva er rétt og það er glatað þegar fólk, meira að segja tölvumenntað, segir ta lva (og jesús, þegar fólk skrifar "ta lfa").

Re: Tölva eða tölva

Sent: Mán 21. Des 2015 15:52
af kunglao
Pylsa því ekki ferðu í kvenfatabúð og biður eitt puls fyrir konuna þina. Nei fá 1 stk. pils og eina pylsu með öllu. Sagt og skrifað BOMBA eða B:O:B:A eins og Bubbu M sagði um árið hahahaha

Annars já Tölva en ekki tölva