Síða 1 af 1
Hentugur diskur fyrir bíómyndir og þætti
Sent: Fim 17. Des 2015 00:15
af Póstkassi
Sælir
Lenti í því að diskurinn sem heldur utan um allar bíómyndirnar mínar og þætti gaf upp öndina og nú leita ég að nýjum disk.
Og fór að pæla hvað sé hentugasti diskurinn miðað við geymslupláss og endingartíma. Og endilega komið með reynslusögur af eigin diskum.
Kveðja.
Re: Hentugur diskur fyrir bíómyndir og þætti
Sent: Fim 17. Des 2015 00:50
af kizi86
Western Digital NAS línan (red) hafa verið að koma vel út hjá mér
Re: Hentugur diskur fyrir bíómyndir og þætti
Sent: Fim 17. Des 2015 00:56
af rapport
Re: Hentugur diskur fyrir bíómyndir og þætti
Sent: Fim 17. Des 2015 02:02
af Nördaklessa
Seagate hafa reynst mörgum vel

Re: Hentugur diskur fyrir bíómyndir og þætti
Sent: Fim 17. Des 2015 16:29
af kizi86
Nördaklessa skrifaði:Seagate hafa reynst mörgum vel

er afsakanlegt þar sem skelltir trollface fyrir aftan, en Seagate er verkfæri djöfulsins í diskum.. ALDREI treysta á Seagate diska, eru bara drasl út í eitt!
Re: Hentugur diskur fyrir bíómyndir og þætti
Sent: Fim 17. Des 2015 17:59
af Stuffz
WD eiga að vera góðir en eru oftar aðeins dýrari.
seagate bila oftar (seagate á Lacie m.a.)
Re: Hentugur diskur fyrir bíómyndir og þætti
Sent: Fim 17. Des 2015 18:14
af Póstkassi
Það var einmitt seagate diskur sem dó, en ég skoða red línuna hjá WD
Re: Hentugur diskur fyrir bíómyndir og þætti
Sent: Fim 17. Des 2015 19:40
af Nördaklessa
Póstkassi skrifaði:Það var einmitt seagate diskur sem dó, en ég skoða red línuna hjá WD
þess vegna setti ég "Troll" andlitið með

seagate hafa verið með mjög háa bilanatíðni í alltof langan tíma ef þú spyrð mig
Re: Hentugur diskur fyrir bíómyndir og þætti
Sent: Fim 17. Des 2015 20:34
af Oak
WD Green eru samt alveg fínir í geymslu. Er samt farinn að fá mér frekar RED þegar að ég er að stækka hjá mér.

Re: Hentugur diskur fyrir bíómyndir og þætti
Sent: Fim 17. Des 2015 21:16
af Stuffz
eitthverjir lent í veseni með þessa 8tb Archive diska?