Síða 1 af 1

Vantar tillögu að góðri örgjörvaviftu

Sent: Fim 19. Nóv 2015 19:43
af capteinninn
Ég er að lenda í einhverjum vandræðum með hitastigið á tölvunni hjá mér og viftan er alveg í ham að kæla hana niður.

Mig grunar að þetta sé einhver samsetning af lélegri viftu og lélegum frágangi og kælikremsdreifingu hjá mér.
Er einhver með tillögu að góðri mjög hljóðlátri örgjörvaviftu og góðu kælikremi ef það er ekki með viftunni ?

Veit ekki með budget, 5-10k kannski ?

Er með Intel Core i5 4690 og MSI Z87-G45 GAMING móðurborð

Re: Vantar tillögu að góðri örgjörvaviftu

Sent: Fim 19. Nóv 2015 19:47
af Minuz1
taktu í sundur og settu krem aftur á, líklegast allt of mikið eins og fólk er vant að gera.
Ef þú ert ekki að yfirklukka og það kemur ekkert of mikið hljóð þá er stock fínt.

Re: Vantar tillögu að góðri örgjörvaviftu

Sent: Fim 19. Nóv 2015 20:24
af capteinninn
Minuz1 skrifaði:taktu í sundur og settu krem aftur á, líklegast allt of mikið eins og fólk er vant að gera.
Ef þú ert ekki að yfirklukka og það kemur ekkert of mikið hljóð þá er stock fínt.
Það var krem á viftunni þegar ég keypti hana, las leiðbeiningarnar með og þar var talað um að ég þyrfti ekki meira en var á henni og ég ætti bara að plompa henni ofan á.
Gæti það hafa verið tóm vitleysa ?

Er núna með um 62°c á örgjörvanum og ég var að kveikja á tölvunni, viftur eru í um 3000RPM

Ég er nánast með ekkert í gangi á henni og örgjörvi er í milli 10-15%

Hef ekki stillt neinar yfirklukkunarstillingar hjá mér, það er samt allt á Auto í OC stillingunum á BIOS og ég er að keyra á 3.5GHZ þannig að ég er bara á þessu Base frequency

Ég prófaði að minnka viftuhraðann og þá flaug ég upp í 90°c

Re: Vantar tillögu að góðri örgjörvaviftu

Sent: Fim 19. Nóv 2015 20:57
af zedro
Hvaða kælingu ertu að nota?

Re: Vantar tillögu að góðri örgjörvaviftu

Sent: Fös 20. Nóv 2015 00:27
af Minuz1
A picture is worth a thousand word.
Sæktu HWMonitor og póstaðu myndum að upplýsingunum sem koma þar fram.
Einnig myndi ég vilja fá að sjá mynd af innvolsi kassans.

Re: Vantar tillögu að góðri örgjörvaviftu

Sent: Fös 20. Nóv 2015 10:34
af Hannesinn
http://att.is/product/cooler-master-hyp ... r-orgjorva = 6500 kr.

Ég mæli eindregið með þessari viftu. Fín vifta á fínu verði. Þetta er engin Noctua NH-D15, en hún kostar 1/3 af slíkri og verðmunurinn endurspeglast engan veginn í gæðamuninum.

Fyrst myndi ég samt ganga úr skugga um hvort gamla viftan sé raunverulega vandamálið.

Re: Vantar tillögu að góðri örgjörvaviftu

Sent: Fös 20. Nóv 2015 12:01
af linenoise
Preapplied kælikrem er yfirleitt í fínu lagi. Er möguleiki að hún sitji ekki alveg þétt á örgjörvanum? Hefur hún verið svona frá upphafi?

Ef þú þarft að setja hana betur á þarftu samt örugglega að setja nýtt kælikrem.

Re: Vantar tillögu að góðri örgjörvaviftu

Sent: Fös 20. Nóv 2015 12:31
af Tbot
Hef ekkert sé um þetta atriði.

Ertu búinn að ryksuga kælispíralana?

Re: Vantar tillögu að góðri örgjörvaviftu

Sent: Fös 20. Nóv 2015 12:36
af Tbot
Hannesinn skrifaði:http://att.is/product/cooler-master-hyp ... r-orgjorva = 6500 kr.

Ég mæli eindregið með þessari viftu. Fín vifta á fínu verði. Þetta er engin Noctua NH-D15, en hún kostar 1/3 af slíkri og verðmunurinn endurspeglast engan veginn í gæðamuninum.

Fyrst myndi ég samt ganga úr skugga um hvort gamla viftan sé raunverulega vandamálið.
Hefur þú prófað NH-D15?
Yfirleitt kostar það sem er við toppinn meira.

Er með forverann og þeim peningum var vel varið.
Heyrist mjög lágt í henni og er aldrei með nein hitavandræði sama hvað ég er að gera.

Re: Vantar tillögu að góðri örgjörvaviftu

Sent: Fös 20. Nóv 2015 18:06
af capteinninn
Ég hálf skammast mín, opnaði tölvuna og kíkti á viftuna og hún var laflaus.

Ýtti henni aðeins betur í og kveikti á tölvunni og það er miklu minna hitastig og minni hraði á viftunni.
Er núna með Fallout 4 í gangi og er í um 40°c og í kringum 1000-1200 rpm á viftunni

Ég er samt ekki alveg að skilja hvernig maður festir hana almennilega við, það eru klemmur sem fara í móðurborðið en það smellur ekki í móðurborðið og mér finnst eins og ég eigi eftir að gera eitthvað meira til að festa það.

Set með 2 myndir af viftunni og hvernig hún smellur í ef það hjálpar ykkur eitthvað að sjá hvernig þetta lítur út.

Mynd
Mynd

Það er ör á pinnanum og eins og ég eigi að snúa þeim til að læsa viftuna fasta en ég get í rauninni ekkert snúið þeim.

Re: Vantar tillögu að góðri örgjörvaviftu

Sent: Fös 20. Nóv 2015 18:45
af Zpand3x
Hentu thermaltake viftunni. Mældu hæð frá móðurborði að kassahlið. Ef það nær 16-17 cm þá eru besta kælingin fyrir peninginn á þessu verðbili coolermaster 212 evo á 6500kr. Ekki sniðugt að keyra cpu á háum hita í langan tíma.

Re: Vantar tillögu að góðri örgjörvaviftu

Sent: Fös 20. Nóv 2015 20:33
af Nitruz
:) Kælinginn er skökk á er það ekki? Ertu viss um að kælinginn liggi ekki bara á örranum? Og þessir krókar eiga þeir ekki að hookast með þessum smellum?

Re: Vantar tillögu að góðri örgjörvaviftu

Sent: Fös 20. Nóv 2015 20:42
af Minuz1
keyptu nýtt kítti og eitthvað hreinsi spritt (isopropanol eða eitthvað álíka)
taktu þetta í sundur hreinsa, setja nýtt kítti á og smelltu aftur í.
Þetta lítur út fyrir að vera skakkt á.

Re: Vantar tillögu að góðri örgjörvaviftu

Sent: Fös 20. Nóv 2015 22:32
af Squinchy
Ef horft er á mount pinnana sem fara í móðurborðið þá sérst að kælinginn er á réttum stað, viftan er að plata ykkur ;)

Ef hitinn er flottur eins og þú segir í póst #3 þá er enginn ástæða að fara rífa eitthvað í sundur :)