Síða 1 af 1

Reykvél án stjórnborðs [HJÁLP]

Sent: Mið 18. Nóv 2015 17:03
af hauksinick
Keypti mér reykvél um daginn notaða upp á gamanið. Aðallega græjufíkn en þó..

Hún s.s. er án stjórnborðs og vantar mig að vita hvernig ég geti fengið hana til að spúa reyk.

Tengin sem eru í boði eru 6-pin din plug og 1/4 jack tengi.

Datt í hug að nota jack tengið þannig að vera með jack í xlr og þá xlr í dmx og dmx í einhverskonar switch.

Nú spyr ég ykkur hvað þið mynduð gera?

Vélin heitir Lightwave F-100 og læt ég manual-inn fylgja.

Re: Reykvél án stjórnborðs [HJÁLP]

Sent: Mið 18. Nóv 2015 19:50
af tdog
Sko þú þarft að fá þér einhvern controller til þess að senda 255 á DMX addressuna sem reykvélin er configguð á.

EÐA

að modda vélina og fara framhjá DMX apparatinu í henni og setja bara rofa á hana í staðin.

Re: Reykvél án stjórnborðs [HJÁLP]

Sent: Mið 18. Nóv 2015 20:24
af hauksinick
Málið er að það er ekki stjórnborð í henni og þar að leiðandi engin DMX adressa né DMX apparat.
tdog skrifaði:Sko þú þarft að fá þér einhvern controller til þess að senda 255 á DMX addressuna sem reykvélin er configguð á.

EÐA

að modda vélina og fara framhjá DMX apparatinu í henni og setja bara rofa á hana í staðin.

Re: Reykvél án stjórnborðs [HJÁLP]

Sent: Mið 18. Nóv 2015 21:09
af DJOli
Ég myndi ráðfæra mig við rafeindavirkja varðandi stýringuna á reykvélinni. Rafeindavirkjar eru djöfulli lúnkir þegar kemur að því að átta sig á hvernig svona stýringar virka.

Re: Reykvél án stjórnborðs [HJÁLP]

Sent: Mið 18. Nóv 2015 22:17
af axyne
Hægt er að skoða teikningar af reykvélinni og báðum stjórnborðunum hér

Skoðaðu sérstakleg Timer Remote. Getur einfaldlega smíðar þér þína eigin, getur sleppt timernum til að einfalda. (SW2, IC11, IC10,IC11 og componentum þar í kring).

Getur líka verið áhugavert Arduino project.

Re: Reykvél án stjórnborðs [HJÁLP]

Sent: Mið 18. Nóv 2015 23:28
af tdog
Það eru DIP rofar sem ákvarða addressuna

Re: Reykvél án stjórnborðs [HJÁLP]

Sent: Mið 18. Nóv 2015 23:40
af axyne
tdog skrifaði:Það eru DIP rofar sem ákvarða addressuna
Hann er með hvorug stjórnborðin og það eru eingir DIP rofar á sjálfri vélinni.

Hann þarf að mixa sinn eiginn Timer Remote, til að kveikja á hitaranum og til pústa handvirkt.

Jack tengið er síðan hægt að plugga í einhvern controller sem gefur 0-10V.