Síða 1 af 1

XPC tölva slekkur á sér eftir 5 sek

Sent: Mán 16. Nóv 2015 18:36
af tomas52
Sælir Vaktarar
Ég á Gamla XPC tölvu sem er búinn að liggja í geymslu í frekar langan tíma, Hún virkaði fínt þegar ég notaði hana seinast nema núna ætlaði ég að kveikja á henni og skella Kodi á hana nema hvað að þegar ég kveiki á henni þá fara allar viftur á fullt og svo deyr á henni eftir 2-5 sek og svo kveiki ég aftur og sama sagan og svo eftir ca 10 skipti þá er ekki hægt að kveikja svo nokkrum mínutum eftir þá kveiknar í 10 sek og næ startup mynd á skjáinn en svo deyr hún og sama sagan aftur og aftur

hvað gæti verið vandamálið gæti ryk verið örsökin á þessu eða hvað ?

Re: XPC tölva slekkur á sér eftir 5 sek

Sent: Mán 16. Nóv 2015 19:09
af Axel Jóhann
Spurning með batterýið í móðurborðinu, byrja á því að rykhreinsa og skipta því út

Re: XPC tölva slekkur á sér eftir 5 sek

Sent: Mán 16. Nóv 2015 19:59
af tomas52
Búinn að rykhreinsa og skipta um batterýið en ennþá sama vesen jú komst aðeins lengra en samt dó hún..

Re: XPC tölva slekkur á sér eftir 5 sek

Sent: Sun 22. Nóv 2015 00:12
af tomas52
eitthver með hugmyndir ?

Re: XPC tölva slekkur á sér eftir 5 sek

Sent: Sun 22. Nóv 2015 00:56
af DJOli
Það er möguleiki að aflgjafinn sé að gefa sig vegna elli, eða að móðurborðið hafi gefið sig í geymslunni. Er nokkuð mikill raki þar?

Gætir líka tekið þig til og skoðað þéttana á móðurborðinu og gáð hvort þeir séu nokkuð farnir að bólgna
Mynd

Re: XPC tölva slekkur á sér eftir 5 sek

Sent: Sun 22. Nóv 2015 01:11
af Klara
Svona til að vera að gagni áður en ég segi að tölvan sé bara ónýt.

Fyrst þú nærð að kveikja á tölvunni en hún drepur á sér eftir ákveðinn tíma og verður síðan óræsanleg í ákveðinn tíma bendir mögulega til þess að einhversstaðar í kerfinu sé mögulega að safnast upp orka og tölvan slökkvi á sér sem neyðarráðstöfun.

1. Þessi orka er í formi rafmagns og það DJOLI sagði gildir.

2. Þessi orka er í formi hita. Örgjörvinn kólnar ekki og því slekkur tölvan á sér. Þornað kælikrem kannski?

Eitt sem þú gætir gert og kostar þig ekki neitt er að taka allt úr sambandi á móðurborðinu og setja það aftur á sinn stað. Ég er ekki að segja að þetta bjargi þér en þetta kostar þig ekkert nema þann litla tíma sem fer í þetta.

En að vondu fréttunum, draslið er ónýtt!

Góðu fréttirnar eru þær að það er stutt í jólin!

Re: XPC tölva slekkur á sér eftir 5 sek

Sent: Sun 22. Nóv 2015 08:47
af Moldvarpan
Þetta er annaðhvort aflgjafinn eða móðurborðið.

Ef þú átt annan aflgjafa, þá er það fljótlegasta leiðin til að útiloka hvort þetta sé aflgjafinn eða móðurborðið.
Tekur aðeins meiri tíma að skipta út móðurborðinu og sennilega ólíklegt að þú eigir annað liggjandi í kompunni.

Re: XPC tölva slekkur á sér eftir 5 sek

Sent: Mán 23. Nóv 2015 15:30
af tomas52
Þetta var Dauður aflgjafi en þá er spurning er eitthver á íslandi að selja XPC varahluti eða tölvur eða hvort eitthver eigi svonna stykki í geymslunni þetta er alveg eins og þessi http://www.amazon.com/Shuttle-PC35I2402 ... B0031KQ1UE