Síða 1 af 1

Dauður örgjörvi?

Sent: Fös 13. Nóv 2015 21:43
af DJOli
Sæl öll.
Ég er að vesenast í þessu venjulega grúski.
Ég er með AsRock 770DE+ móðurborð sem virkar, Amd Athlon x2 5200+ örgjörva sem virkar, en mig langar að skipta um örgjörvann.
Ég er með frá frænda mínum, Amd Phenom 2 1090 örgjörva, og hann á að passa á móðurborðið, og skv, basic compatibility þá eiga örgjörvinn og móðurborðið að virka saman.
EN, örgjörvann fékk ég gefins vegna þess að móðurborðið sem hann var í framdi sjálfsmorð. Það s.s. shortaði eitthvað í venjulegri notkun, skaut á milli díóða eða eitthvað þannig. Frændi minn sagðist hafa séð blossann í gegnum vifturnar framan á tölvunni.

Gæti það verið, fyrst móðurborðið postar ekki með þennan örgjörva, að hann sé bara alveg steindauður, eða gæti verið að ég ætti að prufa að uppfæra biosinn fyrst með gamla örgjörvanum?

Ef hann er dauður, eru til einhverjar pottþéttar leiðir til að komast að því?

Re: Dauður örgjörvi?

Sent: Fös 13. Nóv 2015 21:46
af Dúlli
Hvaða BIOS ertu með ? Þetta á að virka ef þú ert með Version P1.5
CPU Support List skrifaði: AM3 Phenom II X6
HDT90ZFBK6DGR
125W
Thuban
3200MHz
2000MHz
512KBx6
6MB
E0
P1.50
Linkur http://www.asrock.com/mb/AMD/A770DE+/?cat=CPU

Re: Dauður örgjörvi?

Sent: Fös 13. Nóv 2015 22:04
af DJOli
Mér sýndist biosinn vera version 1.5
Ég mismælti mig aðeins, þetta er 1055T örgjörvi, en ekki 1090.

Re: Dauður örgjörvi?

Sent: Fös 13. Nóv 2015 22:07
af Dúlli
Sama á við um 1055T, þarft 1.5Bios, gæti vel verið að þessi örgjörvi sé kapút.

Re: Dauður örgjörvi?

Sent: Fös 13. Nóv 2015 22:09
af DJOli
fuuck :/

Re: Dauður örgjörvi?

Sent: Fös 13. Nóv 2015 22:12
af Dúlli
En það kemur ekki á óvart ef þetta var svona ljósa sýning eins og þú sagðir, það er kannski búið að skammhleypa örgjörvan.

Re: Dauður örgjörvi?

Sent: Fös 13. Nóv 2015 23:40
af DJOli
Nei það kemur mér allavega nákvæmlega núll á óvart.
Ég er bara hissa. Ég hefði haldið að tölvan ætti að pípa eitthvað ef örgjörvinn væri bilaður/ónýtur, tölvan postar ekki einusinni. ekkert píp.

Re: Dauður örgjörvi?

Sent: Lau 14. Nóv 2015 00:14
af Dúlli
Það er rosalega misjaft hvernig þetta bregst við. Hef lent í því að tölvan starti ekki einu sinni og út frá dauðaleit var örgjörvinn bilaður en það var eithver 775 dual core örgjörvi.

Re: Dauður örgjörvi?

Sent: Lau 14. Nóv 2015 00:55
af Klara
Ef móðurborðið þitt er hannað til þess að pípa villukóða þá ætti það að pípa villukóða ef örgjörvinn er bilaður reikna ég með, og eins með aðra íhluti.

Kíktu á leiðarvísinn fyrir móðurborðið og sjáðu hvað hann segir. Það er ekki endilega universal að móðurborðið pípi en ég held að flest séu hönnuð þannig.

Re: Dauður örgjörvi?

Sent: Lau 14. Nóv 2015 00:59
af Dúlli
Þetta móðurborð pípir en það gæti verið að hann sé ekki með tengdan hátalara.

Ertu með tengdan hátalara við móðurborðið ?

Mynd

Re: Dauður örgjörvi?

Sent: Lau 14. Nóv 2015 01:51
af DJOli
Dúlli skrifaði:Þetta móðurborð pípir en það gæti verið að hann sé ekki með tengdan hátalara.

Ertu með tengdan hátalara við móðurborðið ?

Mynd
Auðvitað.

Re: Dauður örgjörvi?

Sent: Lau 14. Nóv 2015 02:01
af Dúlli
Bara checka. Hljómar eins og slæmur örgjörvi fyrst þetta allt virkaði með hinum.