Síða 1 af 1

Aflgjafi í server ráðlegging

Sent: Fös 13. Nóv 2015 11:10
af hfwf
Jæja, tölvan kapútt og kominn með nýja en þarf nýjabn aflgjafa þar sem gamli er ekki nægilega kraftmikill.
Samkvæmt útreikningum þarf ég 500w aflgjafa, vil ekki vera henda einhverjum rosalegum krónum í hann.
Aflgjafinn er annars í Server sem er keyrandi 24/7 með lágmark 4 7200rpm diska (Möguleiki á 6, á borði) og lítið x700 AMD skjákort frá the yonder years.
Hvernig eru Inter-Tech Energon gjafarnir að koma út? http://www.tolvutek.is/vara/inter-tech- ... dlat-vifta þessi og http://tolvutaekni.is/product_info.php?products_id=2618 þessi.
Einhver reynsla hér á þeim? nenni ekki að vera kaupa eitthvað yfir 10þús þó budgetið leyfi það.

kv HFWF

Re: Aflgjafi í server ráðlegging

Sent: Fös 13. Nóv 2015 12:03
af mind
Fyrir server með 4-6 diska þá myndi ég nú ekki sérstalega spara í aflgjafa. Ef ert með lélegan aflgjafa sem stoppar ekki sveiflur og flökt er lítið mál að missa móðurborð og harða diska.

Veit ekki hvernig Energon eru, en Tomshardware varaði við Inter-Tech fyrir einhverju síðan.
http://www.tomshardware.com/reviews/pow ... ,2913.html

Re: Aflgjafi í server ráðlegging

Sent: Fös 13. Nóv 2015 14:25
af hfwf
Ju svosem rétt, sleppi þessum Inter-Tech psu's, á einn Allied AL-b500e gamlan, sem fær góð review, og virðist vera í lagi með han, ætla prufa hann. Annars bara fjárfesta, fjandi eru þeir dýrir!

Re: Aflgjafi í server ráðlegging

Sent: Fös 13. Nóv 2015 14:26
af Klemmi
Myndi skoða með Fortron Hexa aflgjafana, þeir eru ódýrir en góðir:

http://att.is/product/fortron-hexa-400w-aflgjafi

http://att.is/product/fortron-hexa-500w ... -he500plus

Re: Aflgjafi í server ráðlegging

Sent: Fös 13. Nóv 2015 14:31
af hfwf
Prufa þann sem ég er með :), annars lítur Fortronin út fyrir að verða fyrir valinu ef hinn er ekki að virka.

Þakka þetta :).

Re: Aflgjafi í server ráðlegging

Sent: Fös 13. Nóv 2015 18:39
af hfwf
Fór og keypti Fortran psuinn, vitiði ástæður fyrir því að tölva bootar sé í nokkrar sek og slekkur svo aftur strax á sér, búnað taka llt úr sambandi og bara minni og psu tengt, búnað prufa allla mögulegar leiðir, alltaf það sama, smá ljós á mb og viftan á psu fer í gang, allt í nokkrar sek, einhverjar hugmyndir?

Re: Aflgjafi í server ráðlegging

Sent: Fös 13. Nóv 2015 18:43
af nidur
Ég hef lent í því að 4+4 pinna tengið á móðurborðinu var ekki að virka alveg rétt og fengið svipaða bilun, það var eins og annað tengið væri ekki að senda rafmagn.

Re: Aflgjafi í server ráðlegging

Sent: Fös 13. Nóv 2015 19:13
af Klemmi
Tengja 24pin og 4/8 pin í móðurborðið.

Ef það er ekki innbyggð skjástýring í móðurborðinu/örgjörvanum, þá þarftu að sjálfsögðu einnig að setja skjákort í, og power í það ef þess þarf :)

Svo ef þetta dugir ekki til, þá að prófa að ræsa bara með einum minniskubb. Sum eldri móðurborð eru viðkvæm fyrir því í hvaða minnisrauf minnið er sett í, þ.e. þarf að vera á réttri rás til að tölvan ræsi.

En hvaðan fékkstu þetta nýja dót og af hverju vantaði aflgjafa? Ertu viss um að þetta dót sé í lagi?

Re: Aflgjafi í server ráðlegging

Sent: Fös 13. Nóv 2015 19:38
af hfwf
Þetta er púsl, gamli serverinn krassaði, á einhvern hátt, 7-8 ára gamall, skiljanlegt svo sem. Er með skjákort, allt power sett á sinn stað , auðvita :)

nýji PSU er úr TL eins og þú lagðir til, nýja tölvan er frá frænda , erum bunir að komast að því að moboið er farið, þannig þessvegna var hun ekki að fara í gang, erum nuna að prufa að mixa saman úr báðum :)

Kemur í ljós hvort þetta virki alles sammen.