Síða 1 af 1

2 móðurborð kveikja ekki á sér

Sent: Mán 09. Nóv 2015 01:06
af Hrotti
Ég er búinn að vera að uppfæra og breyta hjá mér. Ég tók móðurborð, örgjörva og minni úr einum kassa og setti í annann (1150-i5 16gb ram). Þegar að ég reyni að starta vélinni gerist ekkert, ekkert ljós á móðurborð, viftur fara ekki í gang osfr. Ég er búinn að margathuga að 24pinna rafmagns tengið er í sambandi og 4 pinna líka. Ég er búinn að prufa bréfaklemmutrixið á psu og þá fara viftur í gang, þannig að líklega er psu ok. Ég prufaði líka annað psu sem er í lagi og það breytti engu. Mér datt í hug að eitthvað hefði komið fyrir móðurborðið í ísetningunni og setti þess vegna gamla settið ( móðurborð, örgjörva og minni)aftur í en nú virkar það ekki heldur. ](*,)

Mér finnst full ótrúlegt að ég hafi skemmt 2 sett í dag þannig að hvorugt þeirra kveiki einusinni á viftum.
Bæði settin eru búin að vera í gangi þar til í dag svo að þetta er ekki compatability mál.
psu er í lagi.
Skrúfurnar undir móðurborðinu eru í lagi og ekkert að rekast upp í það.
Power switch er rétt tengdur (þó að viftur ættu að taka snúning jafnvel þó að hann væri vitlaust tengdur)


Ég er enginn sérfræðingur í þessu en er samt búinn að setja saman tugi eða hundruði véla í gegnum tíðina þannig að ég er enginn byrjandi heldur. Hvað gæti mér verið að yfirsjást? Er eitthvað hrikalega bjánalegt sem ég er að klúðra?

Re: 2 móðurborð kveikja ekki á sér

Sent: Mán 09. Nóv 2015 01:13
af DJOli
Passaðu botnskrúfurnar. Ef það leiðir á milli þá getur verið að móðurborðið leyfi ekki ræsingu (til að koma í veg fyrir skammhlaup).

Re: 2 móðurborð kveikja ekki á sér

Sent: Mán 09. Nóv 2015 08:12
af hagur
Sammála DJOli hér að ofan. Prófaðu jafnvel að tengja móðurborðin en hafa þau fyrir utan kassann, gæti t.d látið það liggja á bubblewrap-inu ef þú átt það enn. Bara til að útiloka útleiðslu alveg 100%.

Re: 2 móðurborð kveikja ekki á sér

Sent: Mán 09. Nóv 2015 09:23
af Hrotti
Ég gerði það í gær en ætla að prufa það aftur eftir vinnu. Er séns að skynjarinn sem stoppar allt í þannig tilfelli gæti þurft einhvers konar reset?

Re: 2 móðurborð kveikja ekki á sér

Sent: Mán 09. Nóv 2015 18:12
af Bioeight
Prófaðu að kveikja á tölvunni með jumper eða power takka á móðurborðinu, ef power takkinn skyldi vera vandamálið.

Re: 2 móðurborð kveikja ekki á sér

Sent: Mán 09. Nóv 2015 18:47
af Moldvarpan
Sammála, ganga úr skugga um að power takkinn virki.

Re: 2 móðurborð kveikja ekki á sér

Sent: Mán 09. Nóv 2015 18:55
af nidur
Er hátalari á móðurborðinu ef það er að pípa?

Re: 2 móðurborð kveikja ekki á sér

Sent: Þri 10. Nóv 2015 08:01
af kunglao
prófaðu að ræsa vélina með einum minniskubb og svo koll af kolli. Oft er það bilað Ram slot sem getur einnig valdið þessu

Re: 2 móðurborð kveikja ekki á sér

Sent: Þri 10. Nóv 2015 22:00
af Hrotti
Er í brjálaðri vinnutörn og næ ekkert að kíkja á þetta fyrr en á morgun. :(

Re: 2 móðurborð kveikja ekki á sér

Sent: Sun 15. Nóv 2015 14:14
af Hrotti
þótt ótrúlegt megi virðast þá eru líklega bæði móðurborðin ónýt, hvernig sem að það nú gerðist. Ég færði örgjörva og minni yfir annað 1155 borð og þá rauk allt í gang án vandræða. Ég á ekki auka 1150 borð til að prufa en er nánast viss um að það er sama í gangi þar. :crying

Þá er líklega bara næsta mál að kaupa nýtt 1150 borð og selja einn 1155 örgjörva :-k

Re: 2 móðurborð kveikja ekki á sér

Sent: Fim 26. Nóv 2015 17:56
af rangarram
hvað viltu fyrir 1155 örrann?

Re: 2 móðurborð kveikja ekki á sér

Sent: Fim 26. Nóv 2015 18:51
af Squinchy
Búinn að prófa að flassa bios, hef lent í því að færa borð yfir í annan kassa og var að lenda í sama og þú, setti jumper á plug sem endursetur biosinn og vélin rauk í gang

Einnig aftengja power snúru úr PSU og halda power takka kassanns inni í 10 sec

Re: 2 móðurborð kveikja ekki á sér

Sent: Fim 26. Nóv 2015 19:22
af Hrotti
Squinchy skrifaði:Búinn að prófa að flassa bios, hef lent í því að færa borð yfir í annan kassa og var að lenda í sama og þú, setti jumper á plug sem endursetur biosinn og vélin rauk í gang

Einnig aftengja power snúru úr PSU og halda power takka kassanns inni í 10 sec

Ég prufaði ekki að aftengja power snúru úr PSU og halda power takka kassanns inni í 10 sec en ég resettaði biosinn og ekkert gerðist.

Re: 2 móðurborð kveikja ekki á sér

Sent: Fös 27. Nóv 2015 00:33
af Hnykill
Prófaðu annan aflgjafa.. þú virðist vera búinn að skipta öllu inn og út nema honum.. svo testaðu það næst.