Síða 1 af 1
70mm sýningavél í bíóhúsum
Sent: Þri 13. Okt 2015 14:56
af Hvati
Í tilefni þess að The Hateful Eight eftir Quentin Tarantino er tekin upp á 70mm filmu og að sú útgáfa sé 6 mínútum lengri en digital útgáfan þá langar mig til að athuga eitt. Er eitthvað bíóhús hérlendis með 70mm sýningavélar? Ég veit til þess að Interstellar var líka tekin upp á sama hátt en sá ekkert talað um það hérlendis.
Re: 70mm sýningavél í bíóhúsum
Sent: Þri 13. Okt 2015 18:13
af Póstkassi
Ég held, án þess að vera 100% viss, að það séu engar sýningavélar með filmu, bara digital vélar.
Re: 70mm sýningavél í bíóhúsum
Sent: Þri 13. Okt 2015 22:25
af Stuffz
er ekki mest IMAX o.s.f. visual stunning stuff tekið og sýnt á 70mm
engin IMAX bíóhús hérna.
sjálfur hef eiginlega ekki áhuga á actionmyndum í bíó nema þær séu í 4k með 48fps eða meir hehe