Síða 1 af 1

Sælgæti hækkar í verði!

Sent: Mán 28. Sep 2015 18:37
af hakkarin
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/ ... ruflokkum/

"Sæt­indi eru að hækka í verði eft­ir að hafa lækkað í kring­um ára­mót­in vegna af­náms syk­ur­skatts­ins. Er hækk­un­in á bil­inu 1,1-2,8% hjá Bón­us, Krón­unni, Ice­land, Hag­kaup­um, Sam­kaup­um-Úrvali, 10/​11 og Kjar­val. Hækk­un­in er minni hjá Kaup­fé­lagi Skag­f­irðinga, Sam­kaup­um-Strax og Kaup­fé­lagi Vest­ur-Hún­vetn­inga eða um 0,2-0,6%. Í Nettó er lækk­un um 0,9% og hjá Víði um 1,8%."

Eins og mig grunnaði að þá virðast kaupmenn ætla að reyna sparnaðinum svo að neytandin fái hann ekki. Og á sama tíma vill Bjarni Ben afnema alla tolla til að lækka verð :pjuke

Það er eins og stjórnmálamenn eigi heima á annari plánetu þar sem að þeir upplifa hlutina allt öðruvísi heldur en allir aðrir. Hlusta aldrei á reynslurök. Hvernig væri frekar að brjóta upp þetta matardor sem að hefur orðið til? Er ekki bara Hagi með 60% markaðshlutdeild?

Re: Sælgæti hækkar í verði!

Sent: Mán 28. Sep 2015 18:55
af Klara
Er hækkunin hjá kaupmönnum, er hún hjá framleiðendum eða er hún bæði hjá framleiðendum og kaupmönnum.

Er þetta ekki bara hækkun tengd kjarasamningunum?

Re: Sælgæti hækkar í verði!

Sent: Mán 28. Sep 2015 19:14
af tdog
Er ekki bara fínt að afnema tollana? Þá fáum við að sjá hvaða kaupmenn hugsa virkilega um hagneytenda, því ríkisstjórnin er svo sannarlega að því með þessum aðgerðum.

Re: Sælgæti hækkar í verði!

Sent: Mán 28. Sep 2015 19:39
af brain
Auðvitað er þetta vegna kjarasamningana.

Skriítið að Hakkarinn hafi ekki fattað það. Kannski vildi hann ekki nefna það.

Re: Sælgæti hækkar í verði!

Sent: Mán 28. Sep 2015 20:24
af Skari
haha sorry en sá bara fyrirsögnina og hugsaði mér "þetta er pottþétt eitthvað frá hakkarin" .. og það var rétt :D

Re: Sælgæti hækkar í verði!

Sent: Mán 28. Sep 2015 20:30
af hakkarin
tdog skrifaði:Er ekki bara fínt að afnema tollana? Þá fáum við að sjá hvaða kaupmenn hugsa virkilega um hagneytenda, því ríkisstjórnin er svo sannarlega að því með þessum aðgerðum.
Þetta er ekkert í fyrsta sinn sem að kaupmenn hækka verð eða sleppa því að lækka það þótt svo að skattar eða tollar hafi verið afnumdir/lækkaðir.

Re: Sælgæti hækkar í verði!

Sent: Mán 28. Sep 2015 20:45
af worghal
þá kanski hætti ég að éta þetta!

Re: Sælgæti hækkar í verði!

Sent: Mán 28. Sep 2015 21:41
af lukkuláki
Frábært.
Þetta á að vera mjög dýrt enda er þetta heilsuspillandi viðbjóður það er bara staðreynd.

Re: Sælgæti hækkar í verði!

Sent: Þri 29. Sep 2015 07:34
af brain
hakkarin skrifaði:
tdog skrifaði:Er ekki bara fínt að afnema tollana? Þá fáum við að sjá hvaða kaupmenn hugsa virkilega um hagneytenda, því ríkisstjórnin er svo sannarlega að því með þessum aðgerðum.
Þetta er ekkert í fyrsta sinn sem að kaupmenn hækka verð eða sleppa því að lækka það þótt svo að skattar eða tollar hafi verið afnumdir/lækkaðir.

Sælgæti lækkaði, en svo komu nýju samningarnir.... Hefur ekkert að gera með tollaniðurfellinguna um áramót.

Re: Sælgæti hækkar í verði!

Sent: Þri 29. Sep 2015 07:54
af Minuz1
Sé bara ekkert að því að lúxusvara hækki í verði, þeir mega bara rukka það sem þeir vilja.
Er það ekki nákvæmlega það sem þú styður sem sjálfstæðismaður?

Re: Sælgæti hækkar í verði!

Sent: Þri 29. Sep 2015 16:21
af Skippó
Þegar tollarnir voru afnumdir núna um seinustu áramót hækkuðu vörur í búðum og sjoppum. Svo koma kjarasamningarnir inn í þetta einnig.

Sem dæmi ef að búðin hans Rúnars er í 1 milljón í + á mánuði og svo þarf hann að hækka launin hjá starfsfólki hjá sér og er þá með 600 þús í + á mánuði þá er það mjög einfalt fyrir hann að hækka bara vörurnar til að fá þessa 1 milljón í + aftur.

Re: Sælgæti hækkar í verði!

Sent: Þri 29. Sep 2015 17:06
af machinefart
hrikalega var ég lengi að lesa þetta...

í + á + f = hvaðertaðmeinamar jáááá í plúúúúúús. betra hefði verið að segja í hagnað en wells.

Re: Sælgæti hækkar í verði!

Sent: Þri 29. Sep 2015 17:39
af chaplin
Hækka sykur-, tóbaks- og áfengisskatt finnst mér bara jákvætt ef hægt er að lækka annan skatt á móti eða bæta velferðakerfið.