Síða 1 af 1

Púslið saman mulningsvél

Sent: Fös 25. Sep 2015 01:48
af tdog
Sælir,

stofnun sem ég starfa hjá er að nota frekar gamla (7 ára) vél til þess að keyra AD, Terminal Server og skjalageymslu á. Vinnslan á vélinni er aðallega fólgin í iðntölvuforritun í RSLogix/Studio 5000 og skjámyndagerð í FTView Studio.

Ég þarf að púsla saman vél sem gerir allt að 18 manns að vinna í einu á vélinni á fullum afköstum. 32-64GB af minni, 2x2 örgjörvar eða fleiri og tvö gbit netkort ættu að duga mér.

Get ég fengið hjálp hérna til að finna íhluti sem passa saman í þetta :) ?