Síða 1 af 1

Ekkert hljóð úr 'nýju' tölvuni.

Sent: Mið 23. Sep 2015 20:51
af HalistaX
Var að sækja tölvuna mína sem var búin að vera hjá lýtalækninum í viku. Helvíti fínt, þeir seldu mér þarna örgjörva kælingu og kassa sem þið getið séð í undirskrift. Ég vil nýta þráðinn og segja að þjónustan hjá Tölvuvirkni er alveg toppurinn.

Anywho, Nú plöggaði ég ódýra hátalara settinu bara í tölvuna og fór í Mad Max leikinn og voila!!!! .....ekkert hljóð...

Er búinn að tjékka á öllu sem mér dettur í hug, en þar sem ég er enginn tölvu snillingur þá getur vel verið að ég eigi eftir að gera eitthvað. Hvað get ég gert? Er séns á að jack tengin á turninum hafi ekki verið tengd rétt eða eitthvað? Hvað getur verið að? Langar að getað lagað þetta í kvöld, annars fer ég með hana aftur á morgun í Tölvuvirkni.

Re: Ekkert hljóð úr 'nýju' tölvuni.

Sent: Mið 23. Sep 2015 20:53
af hagur
Ertu ekki jack tengi líka aftan á móðurborðinu? Prófaðu þau ... ef þau virka en ekki tengin á turninum þá eru þau mögulega ekki tengd.

Re: Ekkert hljóð úr 'nýju' tölvuni.

Sent: Mið 23. Sep 2015 20:56
af HalistaX
Búinn að prufa öll grænu jack tengin, framan og aftan og þetta bláa, hvað sem það gerir nú. Er með hátalarana tengda núna við fartölvuna og þeir blasta Bieber eins og enginn sé morgundagurinn. https://www.youtube.com/watch?v=nntGTK2Fhb0

Re: Ekkert hljóð úr 'nýju' tölvuni.

Sent: Mið 23. Sep 2015 20:57
af Kristján
Allt rétt tengt?
er nokkuð mute á?
ef þú ferð i device manager er nokkuð upphrópunarmerki á einhver í sound?
er nokkuð bara lækkað alveg niður í tölvuni eða hátölurunum?
geturu spilað eitthvað annað hljóð? úr youtube eða vlc?

Re: Ekkert hljóð úr 'nýju' tölvuni.

Sent: Mið 23. Sep 2015 21:04
af HalistaX
Ég get ekki betur séð en að ég hafi tengt þetta rétt, grænt í grænt amæræt?
Ekkert Mute
Sé engin upphrópunarmerki í Device Manager
Allt stillt í hæsta
Hvorki VLC né Youtube.

Re: Ekkert hljóð úr 'nýju' tölvuni.

Sent: Mið 23. Sep 2015 21:10
af Freysism
Prófaðu að fara í Volume control options og sjá hvort þú getur skipt um "hljóðkort" þar.

Re: Ekkert hljóð úr 'nýju' tölvuni.

Sent: Mið 23. Sep 2015 21:14
af HalistaX
Það kemur reyndar svona Realtek gluggi þegar ég plögga í jackinn sama hvort það sé að aftan eða framan.


EDIT: HAHAHAHA þetta er komið þurfti að fara í Playback Devices finna hátalarana disable'a þá og enable'a aftur. The Sweet sound of Frankieonpcin1080p :D

Takk fyrir hjálpina allir :)

Re: Ekkert hljóð úr 'nýju' tölvuni.

Sent: Mið 23. Sep 2015 21:17
af Kristján
Solid :D Njóttu