Síða 1 af 1

USB 3 og Windows 10

Sent: Mið 23. Sep 2015 13:37
af ZiRiuS
Hæhó.

Ég lenti allt í einu í því í gær að USB 3 fríkaði út hjá mér og sendi út endalaus "device unrecognizable" skilaboð. Ég geri fastlega ráð fyrir því að þetta sé móðurborðið mitt að fríka út því það skipti engu máli hvað ég tengdi í USB 3 port að þessi skilaboð ásamt windows pípum og læti fylgdu í kjölfarið og stoppaði ekki fyrr en ég tók allt USB 3 úr sambandi.

Ég tjékkaði á nýjum driverum hjá móðurborðsframleiðendanum en þeir virðast ekkert hafa gefið út síðan Windows 8.1 fyrir USB 3.

Hefur einhver lent í einhverju svipuðu og er með lausn?

Re: USB 3 og Windows 10

Sent: Mið 23. Sep 2015 13:43
af stefhauk
tölvan hjá konunni fór að láta eins vildi ekki opna usb í usb3 portinu en virkar fínt í usb2. Hef ekki enn nennt að kíkja á þetta en ef þú finnur útúr þessu máttu alveg pósta því hingað.

Re: USB 3 og Windows 10

Sent: Mið 23. Sep 2015 13:48
af ZiRiuS
USB2 virkar einmitt fínt hjá mér líka. Læt vita ef ég finn eitthvað út úr þessu.

Re: USB 3 og Windows 10

Sent: Mið 23. Sep 2015 15:11
af ZiRiuS
Jæja ég virðist hafa leyst þetta en er ekki alveg 100% hvernig því ég gerði nokkra hluti í einu.

Ég byrjaði á að taka allt USB3 úr sambandi.

Ég tók svo eftir þessari villu á Windows Updates:
Security Update for Internet Explorer Flash Player for Windows 10 for x64-based Systems (KB3087040) - Error 0x80004005
Svo ég fór á þessa síðu,dl updateinu manually:
http://answers.microsoft.com/en-us/wind ... 48d?auth=1

Í leiðinni náði ég svo í USB3 drivera fyrir móðurborðið (Win8 driverar þar sem Win10 var ekki til) og installaði þeim.

Svo restartaði ég tölvunni og prófaði að tengja allt aftur og þessi villa hefur allavega ekki ennþá komið í um klukkutíma.

Fingers crossed.

Re: USB 3 og Windows 10

Sent: Fös 25. Sep 2015 14:01
af ZiRiuS
Ég virðist ekki vera búinn að laga þetta. Trúi því varla að þetta sé hardware vandamál?