Síða 1 af 2

The Keyboard Wars...

Sent: Lau 19. Sep 2015 01:53
af appel
Hvað er besta lyklaborðið?

Re: The Keyboard Wars...

Sent: Lau 19. Sep 2015 05:35
af Frost
Rosalega erfitt að velja. Á þessari stundu þá er ég með Cherry MX Clear, MX Red og Topre lyklaborð. Ég myndi velja Corsair Strafe með MX silent eða Razer Blackwidow með Razer Green sem er nánast eins og MX Blue (þ.e.a.s. til að fá mjög góðan fílíng fyrir mekanískum lyklaborðum)

Rosalega erfitt að velja eitt sem er best en að mínu mati þá er Coolermaster Novatouch besta lyklaborð sem hefur verið gert! Lýtur sérstaklega vel út með PBT Miami takka frá Tai-Hao!

Re: The Keyboard Wars...

Sent: Lau 19. Sep 2015 09:07
af kiddi
Þó ég sé sjálfur að pikka þetta á hávært Corsair K95 RGB mekkanískt lyklaborð (cherry red takkar) þá verð ég eiginlega að segja að besta lyklaborðið, er "hands down", Apple Keyboard - stærri týpan, ekki litla bluetooth kvikindið. Ég er sjálfur algjör nasisti á lyklaborð og mýs og þar sem ég vinn við tölvur nánast allan sólarhringinn þá vil ég hafa þessi tæki í lagi, þá vil ég meina að Apple Keyboard er nánast alveg hljóðlátt, en samt "tactile". Hægt að pikka á það allan daginn án þess að þreytast eða pirra aðra með pikkhljóðum. Ég verð ansi þreyttur á Corsair K95 RGB lyklaborðinu mínu eftir mikla notkun, bæði vegna þyngd takkanna og líka hávaðans.

Ef þú vilt nota Apple Keyboard á Windows þá er ekkert mál að víxla tökkunum á því þannig að það hagi sér eins og PC lyklaborð, til þess nota ég þetta frábæra tól hér: https://sharpkeys.codeplex.com/

Mynd

Re: The Keyboard Wars...

Sent: Lau 19. Sep 2015 12:45
af worghal
að mínu mati þá er Logitech G710+ besta lyklaborð sem ég hef notað!
Mynd

Re: The Keyboard Wars...

Sent: Lau 19. Sep 2015 14:35
af urban
Chicony KU0420

Besta lyklaborð sem að ég hef notað :)
besta er að það kostaði þegar að ég keypti það ~2500 kall

Mynd

Re: The Keyboard Wars...

Sent: Lau 19. Sep 2015 17:23
af pegasus
Ég er mjög hrifinn af ThinkPad og keypti mér svona í vor (bæði USB-tengt og þráðlaust):

Mynd

Þetta eru mjög tactile lyklaborð og taka ekki óþarfa pláss á skrifborðinum. Þetta þráðlausa er samt samt bara með Bluetooth 3.0 og dettur stundum út í nokkrar sekúndur (get ekki beðið eftir að næsta útgáfa kemur).

http://www.netverslun.is/verslun/produc ... 7,643.aspx
http://www.netverslun.is/verslun/produc ... 5,643.aspx

Re: The Keyboard Wars...

Sent: Lau 19. Sep 2015 17:42
af Minuz1
Er með microsoft ergonomic keyboard, bæ bæ sinaskeiðabólga!
Eina sem pirrar mig er skorturinn á (minna en) og (stærra en) takinn er hvergi...
Mynd

Re: The Keyboard Wars...

Sent: Lau 19. Sep 2015 20:40
af rapport
Mynd

http://kisildalur.is/?p=2&id=1720


Mér hefur reyndar verið strítt yfir hvað sumum finnst lyklaborðið ljótt en það er eitthvað við það sem ég fíla, er t.d. lost í leikjaspilun á öðrum lyklaborðum þegar gúmmíð vantar á "wasd" takkana, er bara orðinn of vanur þessu.

Ekki að ég noti eitthvað af þessum macro hnöppum en þeir eru þarna ef ég vil gera eitthvað...

Re: The Keyboard Wars...

Sent: Lau 19. Sep 2015 22:53
af Kristján
Minuz1 skrifaði:Er með microsoft ergonomic keyboard, bæ bæ sinaskeiðabólga!
Eina sem pirrar mig er skorturinn á (minna en) og (stærra en) takinn er hvergi...
Mynd
Bahh mig langar í svona með Cherry MX red!! það væri heaven

Re: The Keyboard Wars...

Sent: Lau 19. Sep 2015 22:56
af GuðjónR
Ég er ekki ennþá búinn að finna upp besta lyklaborðið.

Re: The Keyboard Wars...

Sent: Lau 19. Sep 2015 23:02
af HalistaX
Hef bara átt eitt og það kom sem svona lyklaborð/ mús kombó og kallast MK700/MK710. Efast samt um að það sé það besta því, eins og einn hérna að ofan sagði þá vantar <>| takkann á það..... It's made my love letters difficult <3

Re: The Keyboard Wars...

Sent: Lau 19. Sep 2015 23:10
af Yawnk
rapport skrifaði:Mynd

http://kisildalur.is/?p=2&id=1720


Mér hefur reyndar verið strítt yfir hvað sumum finnst lyklaborðið ljótt en það er eitthvað við það sem ég fíla, er t.d. lost í leikjaspilun á öðrum lyklaborðum þegar gúmmíð vantar á "wasd" takkana, er bara orðinn of vanur þessu.

Ekki að ég noti eitthvað af þessum macro hnöppum en þeir eru þarna ef ég vil gera eitthvað...
þettaþettaþettaþetta!
Notaði þetta í örugglega 4 ár þar til ég skipti því út fyrir Logitech G110 og sá mikið eftir þeirri ákvörðun :catgotmyballs

Re: The Keyboard Wars...

Sent: Sun 20. Sep 2015 09:11
af Black
Ég elska k70 rgb lyklaborðið mitt,maður venst takkhljóðinu fljótt

Re: The Keyboard Wars...

Sent: Sun 20. Sep 2015 11:45
af nidur
k70 rgb með brown tökkum.

Re: The Keyboard Wars...

Sent: Sun 20. Sep 2015 13:07
af machinefart
Das ultimate model s. Cherry mx brown.

Ég hef ennþá ekki prufað neitt sem slær þessu við.

Re: The Keyboard Wars...

Sent: Sun 20. Sep 2015 16:15
af CendenZ
Minuz1 skrifaði:Er með microsoft ergonomic keyboard, bæ bæ sinaskeiðabólga!
Eina sem pirrar mig er skorturinn á (minna en) og (stærra en) takinn er hvergi...
Mynd

Ertu að tala um opin og lokaðan gogg ? eins og hliðiná M-inu á lyklaborðinu þínu ?

Re: The Keyboard Wars...

Sent: Sun 20. Sep 2015 16:31
af DJOli
er nokkuð viss um að hann eigi við ~ sem fæst með hægri alt + ? takkanum á Íslensku lyklaborði.

Re: The Keyboard Wars...

Sent: Sun 20. Sep 2015 17:34
af appel
Niðurstaðan er eiginlega sú að það lyklaborð sem menn eru að nota er það sem þeim finnst best. Það er erfitt að bera saman lyklaborð, enda snýst þetta meira um vana.

Re: The Keyboard Wars...

Sent: Sun 20. Sep 2015 18:01
af KermitTheFrog
Ef við tökum smá hliðarskref: Hvaða þráðlausu lyklaborð eru málið í dag?

Re: The Keyboard Wars...

Sent: Sun 20. Sep 2015 18:04
af GuðjónR
appel skrifaði:Niðurstaðan er eiginlega sú að það lyklaborð sem menn eru að nota er það sem þeim finnst best. Það er erfitt að bera saman lyklaborð, enda snýst þetta meira um vana.
Spot on!

Re: The Keyboard Wars...

Sent: Sun 20. Sep 2015 18:14
af Hjaltiatla
Logitech Wireless Touch Keyboard K400

Nota þetta lyklaborð heima mjög mikið. Ég er með tvo skjái og borðtölvu tengda við skjánna með Dvi snúrum annars vegar , einnig er ég með dokku fyrir fartölvu sem ég tengi við skjánna með Vga snúrum (Vinnutölvan). Þetta lyklaborð hentar mér mjög vel þar sem ég spila nánast aldrei leiki.

Þarf bara að færa usb dongle fyrir lyklaborðið frá borðtölvu yfir í dokku þegar ég svissa á milli. Þar sem ég sit oft lengi við tölvuna þá vill ég geta hallað mér aftur í stólnum með lyklaborðið í fanginu.

Re: The Keyboard Wars...

Sent: Mán 21. Sep 2015 09:34
af Jón Ragnar
Mynd



kv, frelsaður

Re: The Keyboard Wars...

Sent: Mán 21. Sep 2015 14:38
af Prags9
Er sjálfur bara með Cherry lyklaborð, en hef heyrt að Ducky lyklaborð séu svona það besta sem þú getur fengið i dag.

http://www.duckychannel.com.tw/en/keyboard.html

Re: The Keyboard Wars...

Sent: Mán 21. Sep 2015 16:47
af pegasus
KermitTheFrog skrifaði:Ef við tökum smá hliðarskref: Hvaða þráðlausu lyklaborð eru málið í dag?
Ég nota ThinkPad fyrir vinnutölvuna og Microsoft AIO Media fyrir sjónvarpstölvuna (RPi2).

Re: The Keyboard Wars...

Sent: Mán 21. Sep 2015 19:48
af worghal
vá hvað mér líður eins og ég sé sá eini á þessu skeri sem er með G710+ :P