Síða 1 af 1
Ísraelskar vörur sniðgengnar
Sent: Fös 18. Sep 2015 18:56
af nidur
Re: Ísraelskar vörur sniðgengnar
Sent: Fös 18. Sep 2015 19:45
af rapport
Þetta er rasismi, að mismuna út frá þjóðerni og fyrir vikið þá var þetta arfaslök vinnubrögð sem í raun mætti draga þetta fólk til ábyrgðar fyrir.
Þau geta ekki bjargað sér frá þessu nema kalla til neyðarfund, drag ákvörðuina til baka og biðjast afsökunar.
Ef þau gera það ekki þá finnst mér að þau ættu öll að segja af sér, þau sem greiddu þessari tillögu atkvæði sitt.
Re: Ísraelskar vörur sniðgengnar
Sent: Fös 18. Sep 2015 19:58
af HalistaX
Ekkert sódastream handa þeim..... *drekkur sódastream*
Re: Ísraelskar vörur sniðgengnar
Sent: Fös 18. Sep 2015 20:04
af Hannesinn
rapport skrifaði:Þetta er rasismi, að mismuna út frá þjóðerni og fyrir vikið þá var þetta arfaslök vinnubrögð sem í raun mætti draga þetta fólk til ábyrgðar fyrir.
Þau geta ekki bjargað sér frá þessu nema kalla til neyðarfund, drag ákvörðuina til baka og biðjast afsökunar.
Ef þau gera það ekki þá finnst mér að þau ættu öll að segja af sér, þau sem greiddu þessari tillögu atkvæði sitt.
Ha?
Re: Ísraelskar vörur sniðgengnar
Sent: Fös 18. Sep 2015 20:25
af Halli13
rapport skrifaði:Þetta er rasismi, að mismuna út frá þjóðerni og fyrir vikið þá var þetta arfaslök vinnubrögð sem í raun mætti draga þetta fólk til ábyrgðar fyrir.
Þau geta ekki bjargað sér frá þessu nema kalla til neyðarfund, drag ákvörðuina til baka og biðjast afsökunar.
Ef þau gera það ekki þá finnst mér að þau ættu öll að segja af sér, þau sem greiddu þessari tillögu atkvæði sitt.
Ég ætla ekki að fara úti réttmæti þessara viðskiptaþvingana en að kalla viðskiptaþvinganir rasisma er einfaldlega rangt.
Tóku þau þessa ákvörðun byggða á því að Ísrealar eru að miklum meirihluta gyðingar, vegna húðlits þeirra eða annara líkra þátta?
Hlýtur að meina það þegar þú segir þjóðerni.
Ef þú lest fréttina stendur greinilega að þetta er gert til mótmæla gagnvart hernámi Ísraela á Palestínu.
Að vernda þann sem minna má sín er eins langt frá skilgreiningu rasisma og þú kemst.
Mbl.is skrifaði:Meðan hernám Ísraelsríkis á landsvæði Palestínumanna varir.
Re: Ísraelskar vörur sniðgengnar
Sent: Fös 18. Sep 2015 20:28
af Moldvarpan
Það er allt rasisti í dag.
Rapport, ég held að þú ættir að bjóða þig fram sem sjálfboðaliða fyrir bágstadda í mið Austurlöndum.
Því þú ert svo sannarlega ekki talsmaður neins nema eigin skoðanna sem eru að verða sýrðri með hverjum deginum.
Ég hef orðið áhyggjur af þér.
Re: Ísraelskar vörur sniðgengnar
Sent: Fös 18. Sep 2015 20:29
af Moldvarpan
Helvítis auto correction, afsakið villurnar
Re: Ísraelskar vörur sniðgengnar
Sent: Fös 18. Sep 2015 20:50
af rapport
Að mismuna eftir þjóðerni er rasismi.
Þriðja málsgrein á skilgreiningunni á Wikipedia...
https://en.wikipedia.org/wiki/Racism#Ethnic_nationalism
In sociology and psychology, some definitions include only consciously malignant forms of discrimination.[6][7] Some definitions of racism also include discriminatory behaviors and beliefs based on cultural, national, ethnic, caste, or religious stereotypes.[4][8] One view holds that racism is best understood as 'prejudice plus power' because without the support of political or economic power, prejudice would not be able to manifest as a pervasive cultural, institutional or social phenomenon.
Auk þess þá er þetta líka skemmandi fyrir ísraelsk fyrirtæki sem eru að reyna hjálpa Palestínu, að mestu hefur þetta gengið út á IT og ólífuolíu en þessi ísraelsku fyrirtæki sem hafa hjálpað og stutt við uppbyggingu Palestínu verða þá fyrir barðinu á þessum þvingunum líka.
https://en.wikipedia.org/wiki/Economy_o ... _relations
Hversu mikil hræsni er það að vera með stefnu sem á að banna öll innkaup frá löndum sem brjóta gegn mannréttindum en taka svo bara Ísrael útfyrir sviga.
Það má lesa á milli línanna að Reykjavíkurborg trúi að Ísrael sé versti mannréttindabrjóturinn og því sé það land fyrst á lista og ekkert farið að pæla í hver fer á bannlistann næst.
Þetta hefði strax verið betra ef stuðst hefði verið við eitthva annað en bara álit borgarstjórnar á viðkomandi landi og að fleiri lönd hefðu þá verið tekin fyrir um leið.
Það virðist vera vilji til að pinpointa á Ísrael en ekki aðra mannréttindabrjóta og fyrir vikið styður það við þessa rasisma fullyrðingu.
Af hverju hafa þau þá ekki drifið sig í að fjölga löndum á bannlistanum bara til að sýna að það eigi að standa við þetta, a.m.k. þá verður það trúlegt að þetta eigi að vera málefnalegt, heiðvirt og hlutlaust.
Re: Ísraelskar vörur sniðgengnar
Sent: Fös 18. Sep 2015 20:55
af svanur08
Hvað ætli þessi þráður gangi langt
Re: Ísraelskar vörur sniðgengnar
Sent: Fös 18. Sep 2015 21:08
af Moldvarpan
Ein spurning rapport, ættu Rússar þá að fara kalla alla Evrópu og víðar rasista fyrir að mismuna þeim?
Hehehe
Re: Ísraelskar vörur sniðgengnar
Sent: Fös 18. Sep 2015 21:11
af Moldvarpan
En það er arfa vonlaust að reyna ræða við ef þú sérð ekki muninn á rasisma og viðskiptar þvinganna.
Re: Ísraelskar vörur sniðgengnar
Sent: Fös 18. Sep 2015 21:25
af rapport
Moldvarpan skrifaði:En það er arfa vonlaust að reyna ræða við ef þú sérð ekki muninn á rasisma og viðskiptar þvinganna.
Þetta skilti er lýsandi fyrir rasisma.
Að Ísland beyti Rússa viðskiptaþvingunum í samfloti við ESB vegna Krímskaga er ekki rasískt.
Innkaupastefna borgarinnar er ekki rasísk, hún bannar innkaup frá löndum og fyrirtækjum sem brjóta mannréttindi = viðskiptaþvinganir.
En að borgin sé með þessa stefnu til að fara eftir en ákveður svo að tiltaka bara eitt land sem mannréttindabrjót og hundsa alla hina er ómálefnalegt og hreinlega svolítið ljótt.
Mér finnst að ríkið egi alls ekki að versla við þessi lönd en mér finnst ekki rétt að banna bara viðskipti við eitt land á þessari forsendu.
Re: Ísraelskar vörur sniðgengnar
Sent: Fös 18. Sep 2015 22:00
af hakkarin
Efa að þetta gerist. Reykjavík getur ekki mótað utanríkisstefnu Íslands. Eða það væri allavega mjög spes ef að hún gæti það.
Re: Ísraelskar vörur sniðgengnar
Sent: Fös 18. Sep 2015 22:03
af Alfa
Ég verð að segja að sumu leiti er ég sammála Rapport, það er hræsni að taka Ísrael út sérstaklega, það væri t.d þá alveg hægt að loka á Kína, USA, Saudi Arabíu, Quatar ofl. Segjandi það ég er engan vegin sammála að þetta sé kynþáttafordómar. Persónulega finnst mér þetta bara vera dæmigerð vinstri populisma pólitík sem mun ekki gera neitt annað en að springa í andlitið á þeim.
Rapport er greinilega þetta mikið hjartans mál og eina fólkið sem tekur svona upp hanskann fyrir Ísrael í Palenstínu deilunni eru þeir sem eru í einhverjum af hinum "kristilegu söfnuðum", er það kannski málið Rapport?
Re: Ísraelskar vörur sniðgengnar
Sent: Fös 18. Sep 2015 22:14
af Sucre
Re: Ísraelskar vörur sniðgengnar
Sent: Fös 18. Sep 2015 22:36
af appel
Hipstera borgarfulltrúar halda að þeir geti breytt heiminum. Vandinn er sá að þeir skilja ekki heiminn og hvernig hann virkar. Hvernig væri að Reykjavík myndi einbeita sér að Reykjavík?
Re: Ísraelskar vörur sniðgengnar
Sent: Fös 18. Sep 2015 23:47
af Hannesinn
Allar umræður um Ísrael eru nokkurn veginn svona:
Frummælandi: Mér finnst Ísrae...
Hjörðin: Rasisti!
Ekki fóðra tröllin.
Andsk... ég var að því.
Re: Ísraelskar vörur sniðgengnar
Sent: Fös 18. Sep 2015 23:56
af rapport
Alfa skrifaði:Ég verð að segja að sumu leiti er ég sammála Rapport, það er hræsni að taka Ísrael út sérstaklega, það væri t.d þá alveg hægt að loka á Kína, USA, Saudi Arabíu, Quatar ofl. Segjandi það ég er engan vegin sammála að þetta sé kynþáttafordómar. Persónulega finnst mér þetta bara vera dæmigerð vinstri populisma pólitík sem mun ekki gera neitt annað en að springa í andlitið á þeim.
Rapport er greinilega þetta mikið hjartans mál og eina fólkið sem tekur svona upp hanskann fyrir Ísrael í Palenstínu deilunni eru þeir sem eru í einhverjum af hinum "kristilegu söfnuðum", er það kannski málið Rapport?
Nú ertu að grínast?
Ég er ekki að taka upp hanskann fyrir Ísrael, ég vil ekki að við verslum við Ísrael.
Þar sem ég vinn við opinber innkaup, útboð og skrifa samninga, vakta efndir þeirra o.þ.h. þá finnst mér þessi framkoma borgarinnar absurd á "faglegum" nótum.
Ef við stillum þessu upp sem "staðli" eða "vottun" eða "yfirlýsingu" eða "fullyrðingu" frá framleiðanda eða endursöluaðila, þá má opinber aðili aldrei gera kröfu um eitthvað sem ekki er hægt að mæla með prófunum, staðfest af faggildum vottunaraðila eða málefnalegar kröfur til eiginleika þess sem verið er að kaupa.
Reglan er að nánast allt sem ekki er vottað af þriðja aðila er verðlaust crap.
Fyrir vikið þarf alltaf að fá vottanir.
Ég vil því að borgin styðjist við lista einhverrar alþjóðastofnunar um hverjir eru að brjóta mannréttindi og hverjir ekki, mér finnst ekki rétt að borgarfulltrúar leggi mat á það sjálfir.
Og svo annað, það eru ótal lönd sem eru að brjóta mannréttindi eigin borgara og nágrannalanda sinna sem rötuðu ekki á þennan lista borgarinnar.
Norður Kórea, Rússland, Kína...
Ég spyr mig, af hverju?
Var það því að sá sem skrifaði tillöguna var haldinn fordómum gagnvart Ísrael og gat bara hugsað um að koma þeim á listann en hundsaði öll önnur lönd sem eru ekkert skárri?
Spilaði borgarstjórn svo bara með án þess að hugsa um hvað var að gerast?
Ég skil ekki, "af hverju bara Ísrael"...
Það hefði verið svo augljóst og svo rétt að setja Rússland líka, við erum hvort sem er með þá í viðskiptabanni, eða Norður Kóreu, eða Kína (það hefði verið svolítið svalt, en það hefði örugglega hrætt mig smá...)
Re: Ísraelskar vörur sniðgengnar
Sent: Lau 19. Sep 2015 01:12
af Alfa
Hehe já var bara æsa þig aðeins upp, en ef þú vilt mitt álit á opinberum innkaupum þá eru þau nánast engin, ég var að vinna lengi sem vörustjóri í einu stæðsta tölvu innflutningsbattarí hérna á landi og það sem ríkið vildi kaupa var alltaf sérsniðið að einum söluaðila, sem augljósalega eitt fyrirtæki sem ríkið vildi eiga viðskipti við gat afgreitt.
Vonandi hefur það breyst á síðustu 5 árum.
Álit mitt á borgarstjórn er í sama pakkanum reyndar, ég skil ekki hvaða hagsmunum þetta á að hjálpa, nema eins og ég segi populisma pólitík.
Re: Ísraelskar vörur sniðgengnar
Sent: Lau 19. Sep 2015 02:00
af Halli13
Ætli hann sé ekki bara byrjaður að trolla okkur?
Re: Ísraelskar vörur sniðgengnar
Sent: Lau 19. Sep 2015 02:14
af rapport
Alfa skrifaði:Hehe já var bara æsa þig aðeins upp, en ef þú vilt mitt álit á opinberum innkaupum þá eru þau nánast engin, ég var að vinna lengi sem vörustjóri í einu stæðsta tölvu innflutningsbattarí hérna á landi og það sem ríkið vildi kaupa var alltaf sérsniðið að einum söluaðila, sem augljósalega eitt fyrirtæki sem ríkið vildi eiga viðskipti við gat afgreitt.
Vonandi hefur það breyst á síðustu 5 árum.
Álit mitt á borgarstjórn er í sama pakkanum reyndar, ég skil ekki hvaða hagsmunum þetta á að hjálpa, nema eins og ég segi populisma pólitík.
Ég er alls ekki sammála þér í þessu...
Rammasamningurinn var ekki með neinar almennilegar kröfur fyrir fimm árum til tækjanna eða fyrir tíu árum, í dag er a.m.k. gerðar kröfur sbr. vinn.is
Í örútboðum hjá stærri stofnunum og bæjarfélögum þá hafa kröfurnar ekki verið eins og þú lýsir "útilokandi" a.m.k ekki hjá þessum tveim sem eru lang stærst (að því er ég best veit) s.s. Reykjavíkurborg og LSH.
Reykjavíkurborg gerði skrítnar kröfur, ég hreinlega átta mig ekki fyllilega á hvað þeir voru að gera og við á LSH vorum með matslíkan sem gaf stig fyrir ýmislegt umfram lágmarkskröfur.
En svo eru "skal" kröfur og ef tilboð standast þær ekki þá eru þau ógild.
Kröfur sem hafa reynst fyrirtækjum erfiðar eru akkúrat "vottanir faggildra aðila", það er eins og fólk átti sig ekki á hvað fellst í þessum orðum.
Þetta er einfaldlega að einhver faggildur aðili sbr. TUV, Intertek ofl. staðfesti að viðkomandi vara hafi staðist þau viðmið sem t.d. CE merking gerir, eða GS (sem er nokkuð vítæk staðfesting), gæti einnig verið Blue Angel eða bara eitthvað Type I umhverfismerki.
p.s. CE merking er "yfirlýsing framleiðanda og er því verðlaus nema að þriðji aðili staðfesti að kröfum sé mætt"
En ef þú varst að selja eða reyna að selja LSH þá höfum við örugglega hist einhverntíman.
Re: Ísraelskar vörur sniðgengnar
Sent: Lau 19. Sep 2015 02:17
af rapport
Moldvarpan skrifaði:Ein spurning rapport, ættu Rússar þá að fara kalla alla Evrópu og víðar rasista fyrir að mismuna þeim?
Hehehe
Nei, ástæða viðskiptabannsins var útskýrð miklu betur en með einu A4 hjá borgarstjórn auk þess sem að ESB hefur örugtglega rætt við þá og gefið þeim frest tilað bregðast við áður en bannið var sett á.
Viðskiptabann RVK var sett á einhliða og algjörlega án þess að gera minnstu tilraun til að ræða við Ísrael eða láta þá vita hvað við værum að gera.
Re: Ísraelskar vörur sniðgengnar
Sent: Lau 19. Sep 2015 13:25
af Hjaltiatla
Vorum við ekki á einhverjum hryðjuverkalista á tímabili vegna skoðanna ákveðinna stjórmálamanna í Bretlandi , við höfum einnig verið hinum meginn við borðið og það var ekki réttlátt að alhæfa að allir Íslendingar væru orðnir einhverjir hryðjuverkamenn útaf aðgerðum þáverandi ríkisstjórnar og viðskiptasiðferðis ákveðinna bankamanna á Íslandi. Ég vill persónulega ekki láta big brother ákveða þetta fyrir mig að alhæfa að allt frá Ísrael er slæmt.Það væri farsælla fyrir aðila á þeirri skoðun að fræða fólk um málefni Palestínu/Ísrael og fólk getur ákveðið það persónulega hvort það kaupi vörur frá Ísrael. Fyrir mér er þetta algjör sýndarmennska að taka Ísrael sérstaklega fyrir.