Síða 1 af 1
Hljóðlátur aflgjafi/kassi—meðmæli?
Sent: Fim 03. Sep 2015 17:50
af globalpasta
meika ekki hávaða. vantar (meðmæli fyrir) hljóðlátan aflgjafa—sennilega þannig sem getur tekið öflug skjákort (ef ég skyldi ehvt. uppfæra).
ef það er hagstæðara að kaupa kassa með aflgjafa þá endilega bendið á þannig.
Re: Hljóðlátur aflgjafi/kassi—meðmæli?
Sent: Fim 03. Sep 2015 18:09
af vesley
Flott er að segja frá hvað þú ert reiðubúinn í að eyða miklu í aflgjafa og kassa til að menn geta sé hvaða aflgjafi/kassi passar best inn í þitt "budget"
Re: Hljóðlátur aflgjafi/kassi—meðmæli?
Sent: Fim 03. Sep 2015 18:16
af globalpasta
ég veit ekki nógu mikið um aflgjafa til að segja það—held að default hugmynd með svona fyrirspurn sé aflgjafi sem væri af þeim sem þekkja til talinn mjög hljóðlátur en kostar ekki meira en þarf. segjum að mjög hljóðlátur aflgjafi sem höndlar gott skjákort sé category X, þá er ég að óska eftir öllum sem ná þeim flokki FRÁ lægsta verði í þeim flokki.
ég þarf ekki að geta tengt marga harðadiska t.d.; ég get t.d. haft aðra vél í öðru herbergi fyrir það.
Re: Hljóðlátur aflgjafi/kassi—meðmæli?
Sent: Fim 03. Sep 2015 18:21
af globalpasta
http://www.custompcguide.net/10-most-qu ... will-love/
listar Silencer MK Series sem besta, en ég get ekki séð að þeir fáist heima. er svo sem opinn fyrir því að panta á netinu þó að kaupa heima sé ákjósanlegra fyrir mig.