Síða 1 af 1
asus vs lenovo
Sent: Mið 19. Ágú 2015 21:12
af barasteindors
Hæhæ, mig langar aðeins að fá smá aðstoð..
Ég er að hugsa um að kaupa mér fartölvu, ég geri ekkert í tölvunni nema bara kíkja á netið, facebook vísi.is og svoleiðis.
Downloada rosalega sjaldan þáttum og bíómyndum, ég tími ekki að eyða miklu í tölvu en er búin að finna tvær sem mér lýst ágætlega á, annarsvegar er það lenovo B50-30 á 49.000 og hinsvegar er það Asus F551MAV-BING-SX426B á 54.995.
Nú spyr ég ykkur fróða fólk, hvor tölvan er betri kaup

?
Með von um góð svör, Bára

Re: asus vs lenovo
Sent: Mið 19. Ágú 2015 21:19
af jojoharalds
fyrir þennan pening ertu að fá voða svipað hjá flestum framleiðendum,
eina sem ég get sagt þér að þú fær auka hjá Lenovo //nyherji er með góða þjónustu og þú fær framlengdri ábyrgð.
Re: asus vs lenovo
Sent: Mið 19. Ágú 2015 21:38
af mind
Eins og sá á undan segir þá er þetta nokk það sama tæknilega séð. Sennilega einfaldast bara kíkja á þær og velja svo þá sem þér líst betur á.
Re: asus vs lenovo
Sent: Mið 19. Ágú 2015 22:38
af barasteindors
ókei þetta er þá voða svipað bara, eini munurinn sem ég sé á þessum tölvum er ::
asus :: Harðdiskur - 500GB SATA hljóðlátur harðdiskur 5400RPM -
lenovo :: 320GB SATA3 5400RPM diskur-
er ekki betra að vera með stóran harða disk ? spyr sú sem veit ekkert hehe

Re: asus vs lenovo
Sent: Mið 19. Ágú 2015 22:43
af HalistaX
barasteindors skrifaði:ókei þetta er þá voða svipað bara, eini munurinn sem ég sé á þessum tölvum er ::
asus :: Harðdiskur - 500GB SATA hljóðlátur harðdiskur 5400RPM -
lenovo :: 320GB SATA3 5400RPM diskur-
er ekki betra að vera með stóran harða disk ? spyr sú sem veit ekkert hehe

Er í sömu hugleiðingum og persónulega myndi ég svo kaupa 120gb SSD og skipta um disk í vélinni.
Þá verður hún sneggri að ræsa sig og öll forrit og leiki(Ef hún ræður við eitthvað svoleiðis).
Re: asus vs lenovo
Sent: Mið 19. Ágú 2015 23:51
af mind
barasteindors skrifaði:ókei þetta er þá voða svipað bara, eini munurinn sem ég sé á þessum tölvum er ::
asus :: Harðdiskur - 500GB SATA hljóðlátur harðdiskur 5400RPM -
lenovo :: 320GB SATA3 5400RPM diskur-
er ekki betra að vera með stóran harða disk ? spyr sú sem veit ekkert hehe

Sakar ekkert að hafa stærri en með hefðbundinni notkun þá eru fáar leiðir til að fylla diskinn.
1) Þú ætlar að safna þér nokkur hundruð bíómyndum
2) Láta inn ljósmyndir í RAW formatti í þúsundavís
2) Sofna með andlitið á lyklaborðinu í word og sofa í 2 ár eða svo