Síða 1 af 1

Macbook Pro

Sent: Fim 13. Ágú 2015 11:45
af Cvureti
Sælir,

Lenti í því núna á þriðjudag, að þegar ég ræsi macbook tölvuna mína þá sínir hann mynd af Folder sem bara blikkar og blikkar.

ég fer að spurja um þetta og þá er mér sagt að harðidiskurinn sé ónýtur og ég þurfi nýjan.

Tölvan er 2010 late year.

hvað væri sniðugt að gera? hún er aðallega notuð í að horfa á myndir á netinu..

er búinn að vera hugsa um að setja kannski SSD disk í tölvuna en hef lítið vit á þessu.

Orðinn pínu hæg, hvort ég ætti að kaupa 1 nýtt vinnsluminni líka + harðan disk eða bara SDD?

getur einhver hjálpað mér? :baby :baby

Re: Macbook Pro

Sent: Fim 13. Ágú 2015 11:52
af GuðjónR
Besta leiðin til að auka hraðann er að vera með nýjasta stýrikerfið, SSD disk og 8GB ram að lágmarki.


Re: Macbook Pro

Sent: Fim 13. Ágú 2015 12:32
af Cvureti
GuðjónR skrifaði:Besta leiðin til að auka hraðann er að vera með nýjasta stýrikerfið, SSD disk og 8GB ram að lágmarki.
er með 8 gb eða það er ég nokkuð viss um.

verð að skoða tölvuna betur og horfa á þetta video. :D

Re: Macbook Pro

Sent: Fim 13. Ágú 2015 12:43
af krat
Þetta er líklegast HDD kappalinn sem tengir HDD og móðurborð saman eða HDD'inn sjálfur.

HDD kapalinn kostar 7990kr ef mig minnir rétt, hefur borið soldið mikið af þessu vandamáli.

Re: Macbook Pro

Sent: Fim 13. Ágú 2015 13:02
af Cvureti
krat skrifaði:Þetta er líklegast HDD kappalinn sem tengir HDD og móðurborð saman eða HDD'inn sjálfur.

HDD kapalinn kostar 7990kr ef mig minnir rétt, hefur borið soldið mikið af þessu vandamáli.
þannig bara rífa hana í sundur sjálfur og skoða þetta?

ekkert mál að laga þetta?

Re: Macbook Pro

Sent: Fim 13. Ágú 2015 13:04
af krat
best að nota útilokunar aðferðina, taka diskinn úr vélinni og ef hann kemur fram í annari vél eða hýsingu er ætti hann að vera í lagi, þá er þetta kapalinn, þarft þá að fara með hann á verkstæði eða kaupa sjálfur kapal og skipta um.

Re: Macbook Pro

Sent: Fim 13. Ágú 2015 13:24
af Cvureti
krat skrifaði:best að nota útilokunar aðferðina, taka diskinn úr vélinni og ef hann kemur fram í annari vél eða hýsingu er ætti hann að vera í lagi, þá er þetta kapalinn, þarft þá að fara með hann á verkstæði eða kaupa sjálfur kapal og skipta um.

Frábært, þarf ég að tengja hann við aðra Macbook vél eða er Pc tölvan nó til að prufa hann?

Re: Macbook Pro

Sent: Fim 13. Ágú 2015 14:48
af methylman
Þú þarft annan Makka ! nema að diskurinn hafi verið formattaður í FAT sem ég efast stórlega um.

Ég held að ég sé að gefa þér gott ráð þegar ég ráðlegg þér að setja EKKI SSD í vél sem þú notar í gláp, þá eru þessir diskar betri HYBRID 2,5" http://tecshop.is/collections/internal- ... 5187235075

Re: Macbook Pro

Sent: Fim 13. Ágú 2015 15:05
af krat
Getur tengt við PC en hann mun ekki koma fram með eðlilegum hætti þar nema notast við forrit eða skoða hann í bios bara :)