Síða 1 af 1

Jamo Heimabíó - Ráðlegging

Sent: Lau 08. Ágú 2015 22:05
af Conspiracy
Sælir vaktarar

Núna er ég í miklum heimabíó pælingum.

Ég get fengið eftirfarandi heimabíó sett (notað) á 30.000kr

Jamo A407HCS5 740W 5.1
  • 2 x A402 satellite speakers // Power Handling (Watts Long/Short Term) 60 / 90
  • 2 x A407 floor standing rear speakers // Power Handling (Watts Long/Short Term) 80 / 120
  • 1 x A400CEN centre speakers // Power Handling (Watts Long/Short Term) 80 / 120
  • 1 x A400SUB subwoofer // Rated output (W) 200



Mynd

Þetta er eins og stendur fyrir ofan Jamo kerfi (5.1) nema það fylgir auka central hátalari, semsagt 6.1 og annar central hálarinn notaður sem bakhátalari.

Þá spyr ég, eru þetta ekki þokkalegir hátalarar sem geta gefið ágætis kick?

Og hvernig magnara þarf ég við þetta system?
Hvað þarf hver rás á magnararnum að gefa mörg wött?
Og get ég notað 5.1 magnara til að tengja 6.1 kerfi eða þarf ég að fara í 7.2 magnara?
Væri frábært að fá smá feedback á þetta og ráðleggingar varðandi magnara sem myndi passa við þetta.

Með fyrirfram þökk
Conspiracy!

Re: Jamo Heimabíó - Ráðlegging

Sent: Lau 08. Ágú 2015 23:16
af Predator
Myndi segja að þetta sé ágætis verð og hvaða heimabiomagnari sem er sé nóg til að keyra þetta

Re: Jamo Heimabíó - Ráðlegging

Sent: Sun 09. Ágú 2015 03:57
af svanur08
Græðir lítið á 6.1, það er eru engar myndir eða fáar í 6.1, það er alltaf bara 5.1 eða 7.1, en ágætiskerfi sýnist mér, getur fengið magnara 5.1 með þessu á sirka 45-50þ nýjann.

Re: Jamo Heimabíó - Ráðlegging

Sent: Sun 09. Ágú 2015 04:27
af DJOli
http://ormsson.is/vorur/9398/
Held að þessi sleppi.

Er bassaboxið ekki örugglega passíft? (e. passive, þá s.s. er það með sér powersnúru)

Re: Jamo Heimabíó - Ráðlegging

Sent: Sun 09. Ágú 2015 06:28
af svanur08
DJOli skrifaði:http://ormsson.is/vorur/9398/
Held að þessi sleppi.

Er bassaboxið ekki örugglega passíft? (e. passive, þá s.s. er það með sér powersnúru)
Þú meinar active.

Re: Jamo Heimabíó - Ráðlegging

Sent: Sun 09. Ágú 2015 06:47
af Conspiracy
Snilld, takk fyrir þetta.

Held að ég haldi mér þá bara við 5.1 setup og fái mér 5.1 magnara.

Líst vel á þennan sem DJOli setti inn, er ekki nauðsynlegt að vera með min. 120W á hverji rás svo maður geti nýtt hátalarana til fulls?

Þarf að finna svipaðann hérna í DK.

Og jú, bassaboxið er með sér power snúru.

Re: Jamo Heimabíó - Ráðlegging

Sent: Sun 09. Ágú 2015 18:05
af Keli Kaldi
Á sjálfur nákvæmlega svona hátalarasett frá 2009 og hef alltaf verið mjög sáttur við hljóminn í þeim. Nota þá þó í frekar litlu rými, veit ekki hvernig þeir standa sig í stórum bíósal. Annars eru Pioneer magnararnir algjör snilld líkt og þessi sem DJOli benti á enda optimizar magnarinn hátalarana sjálfkrafa m.t.t. rýmisins með því að nota míkrafóninn sem fylgir með.

Re: Jamo Heimabíó - Ráðlegging

Sent: Sun 09. Ágú 2015 20:40
af DJOli
Flestir heimabíómagnarar í dag undir 250.000 eru hálfgert drasl. þeir skila aldrei auglýstum krafti, enda flestir með allt allt of litla spennugjafa. 5x80w er raunhæf algeng meðaltala á magnara auglýstum 5x150w.

Re: Jamo Heimabíó - Ráðlegging

Sent: Lau 31. Okt 2015 00:00
af jonsig
Var sammála DJOla þangað til að hann fór að tjá sig um spennugjafana á nútíma heimabíómögnurum .

Ef þú ert lengi að framkvæma þá er pósturinn minn ekki of seinn :D

EKKI KAUPA PIONEER, merkið í svakalegri lægð undanfarið og fengið slæma dóma .

Persónulega er ég hrifnastur af Yamaha í dag, og maður fær sér ekki marantz nema það sé high end línan þeirra.
En 5.1 er nóg , einnig gætiru notað 2.1 kerfi og notað tvo hátalara sem support speakers .