Síða 1 af 1
Nýliði - Vantar ráð
Sent: Sun 19. Júl 2015 23:31
af Sykurpabbi
Sælir vaktarar.
Ég hef verið mikið í console spilun en hef ekki upgrade-að mig síðan nex gen kom út. Finnst svona núna orðið tímabært að koma mér aftur meira inní PC spilun.
Ég hef áhuga á að spila góða breidd af leikjum, First person shooters, GTAV, Leiki svipaða til Skyrim og síðan bara alla flóruna.
Ég er á budget svo að mér var bent á að skoða þessa síðu og reyna að snabba mér einni notaðari tölvu frá ykkur.
Það eina sem er að hamla mér þegar að ég skoða í gegnum þessa síðu er að ég er ekki alveg klár á því hverju ég á að vera að leita af.
Ég er ekki að búast við allsherjar kennslu á því hvernig öll tæknin á bakvið tölvurnar virka heldur fremur ábendingar hvað ég ætti að vera að líta á og hvað ég ætti að vera að kynna mér varðandi mínar óskir. Síðan væri líka í lagi að benda á einhverjar tölvur í framhaldinu af því ef að menn eru í skapi fyrir.
Það væri því vel þegið ef að einhver ykkar gæti hent á mig hérna smá gagnlegum upplýsingum á svona c.a. 5ára máli

Re: Nýliði - Vantar ráð
Sent: Sun 19. Júl 2015 23:43
af pepsico
Sem viðmið ertu að leita að vél með skjákorti með 5000 eða fleiri stig á þessum lista
slóð og örgjörva með 7000 eða fleiri stig á þessum lista
slóð.
8GB af vinnsluminni væri lágmarkið þegar kemur að því. Munt líklega ekki finna vél með minna af vinnsluminni hvort eð er.
Restin af búnaðinum mun ekki skipta neinu máli þ.e. annað en:
Hversu háværar/áhrifaríkar kælingarnar á örgjörvanum og skjákortinu eru.
Hversu gott loftflæði er í turnkassanum og hversu vel hann hljóðeinangrar.
Hversu hratt leikir og forrit munu kveikja á sér veltir á disk(unum) (Góðir SSD > Lélegir SSD > Góðir HDD > Lélegir HDD).
Hversu gamlir hlutirnir eru og hvort þeir eru í ábyrgð.
Re: Nýliði - Vantar ráð
Sent: Sun 19. Júl 2015 23:59
af Sykurpabbi
pepsico skrifaði:Sem viðmið ertu að leita að vél með skjákorti með 5000 eða fleiri stig á þessum lista
slóð og örgjörva með 7000 eða fleiri stig á þessum lista
slóð.
8GB af vinnsluminni væri lágmarkið þegar kemur að því. Munt líklega ekki finna vél með minna af vinnsluminni hvort eð er.
Restin af búnaðinum mun ekki skipta neinu máli þ.e. annað en:
Hversu háværar/áhrifaríkar kælingarnar á örgjörvanum og skjákortinu eru.
Hversu gott loftflæði er í turnkassanum og hversu vel hann hljóðeinangrar.
Hversu hratt leikir og forrit munu kveikja á sér veltir á disk(unum) (Góðir SSD > Lélegir SSD > Góðir HDD > Lélegir HDD).
Hversu gamlir hlutirnir eru og hvort þeir eru í ábyrgð.
Takk fyrir skjót og góð svör!

Re: Nýliði - Vantar ráð
Sent: Mán 20. Júl 2015 00:20
af urban
Hvað er budgetið hjá þér ?
það er eiginlega það sem að við þurfum oftar en ekki að vita fyrst

þá er hægt að benda þér á alls kyns íhluti, raða saman nýjum vélum, skoða vélar sem að eru til sölu og jafnvel bjóða einhverjir þér vélar.
Re: Nýliði - Vantar ráð
Sent: Mán 20. Júl 2015 16:13
af Sykurpabbi
urban skrifaði:Hvað er budgetið hjá þér ?
það er eiginlega það sem að við þurfum oftar en ekki að vita fyrst

þá er hægt að benda þér á alls kyns íhluti, raða saman nýjum vélum, skoða vélar sem að eru til sölu og jafnvel bjóða einhverjir þér vélar.
Ég er svona að stefna á max 100 þús. og þá helst eitthvað þar undir. Þá alveg í lagi að finna ágætis grip sem væri með framtíðar möguleika á uppfærslu þegar að ég ætti efni á ef að þetta budget er að vinna mér inn lítið.
Það skiptir mig ekki miklu máli að spila allt í hæðstu stillingum, bara það að ég geti spilað sem flest, í miðlungs stillingum og kannski ofar, áreynslulaust.
Re: Nýliði - Vantar ráð
Sent: Mán 20. Júl 2015 22:34
af Moldvarpan
Nýlegan CPU
Öflugt GPU (Ekki minna en 3-4gb fyrir gta)
eh sæmilegt mobo
8-16gb ram
250Gb SSD
5-600w psu
Ættir að geta púslað þessu saman í kringum 100k, með því að kaupa megnið notað, en oft jafnvel í ábyrgð enn.
Gefðu þér 2-3 vikur að fylgjast með því sem dettur hingað inn og þú ættir að finna flotta díla
Velkominn og gangi þér vel

Re: Nýliði - Vantar ráð
Sent: Þri 21. Júl 2015 16:27
af Sykurpabbi
Moldvarpan skrifaði:Nýlegan CPU
Öflugt GPU (Ekki minna en 3-4gb fyrir gta)
eh sæmilegt mobo
8-16gb ram
250Gb SSD
5-600w psu
Ættir að geta púslað þessu saman í kringum 100k, með því að kaupa megnið notað, en oft jafnvel í ábyrgð enn.
Gefðu þér 2-3 vikur að fylgjast með því sem dettur hingað inn og þú ættir að finna flotta díla
Velkominn og gangi þér vel

Æðislegt, takk fyrir!