Síða 1 af 1

Vantar ráðleggingar með myndvinnslutölvu

Sent: Mán 13. Júl 2015 19:26
af Palm
Langar að setja saman öfluga myndvinnslutölvu (sem er góð fyrir ljósmyndavinnslu og vonandi videovinnslu líka).
Er m.a. að nota photoshop og lightroom.
Er ekkert í tölvuleikjum.

Við hverja á maður að versla - vil trausta aðila sem ráðleggja manni vel og eru sanngjarnir í verði.

Vil hafa pláss fyrir marga diska.
Vil svo helst vera með diska sem ég get tekið úr vélinni (ekki samt nauðsynlegt) og skipt um því ég er með backup af ljósmyndum.
Hljóðlát er ekki aðalatriðið - kassinn má alveg vera stór - er að tala um desktop vél ekki ferðavél.

Hafið þið prófað Win 10 - sáttir við það?

Við hverja á maður að versla - vil trausta aðila sem ráðleggja manni vel og eru sanngjarnir í verði.

Fullt af spurningum - vona að þið getið leiðbeint mér - með fyrirfram þökk

Re: Vantar ráðleggingar með myndvinnslutölvu

Sent: Þri 14. Júl 2015 12:40
af Baldurmar
Minni er númer eitt tvö og þrjú fyrir það sem að þú ert að tala um. 16-32GB gera þér lífið létt í photoshop og vídjó vinnslu.

Mæli svo með góðum SSD disk sem stýrikerfis disk. Ekki hafa photoshop á þeim disk, mundu hinsvegar að setja page file í photoshop á SSD diskinn.

Flest sæmileg móðurborð styðja svona 6 diska, ekki vitlaust hjá þér að stíla inn á að hafa e-sata tengi á móðurborðinu fyrir flakkara.

Það skiptir í raun ekki máli hvort að þú ert með AMD eða Nvidia skjákort, bæði ganga með photoshop veit ég.

Svo ætti i5 örgjörvi alveg að duga þér, en getur auðvitað sett i7 til að hafa það besta.
Skoðaðu þetta : http://www.tomshardware.com/reviews/int ... 169-8.html

Held að i5-4690K sé mesta "bang for the buck" í þessu.

Re: Vantar ráðleggingar með myndvinnslutölvu

Sent: Mið 15. Júl 2015 16:33
af Zorglub
Undirskriftin mín ;)
Sett saman í sumar einmitt fyrir myndvinnslu.
Antec P100 kassi og gamli Tagan aflgjafinn minn sem var Rolls síns tíma.
WD Black 2 GB sem vinnudiskur, WD Green 4 GB sem geymsla, gamall 120 GB ssd fyrir scratch og temp
Win 8.1

Auðvitað er hægt að fara ódýrar í þetta en þetta var það sem mér leist best á, verslað í Tölvutækni og setti saman sjálfur.

ps: Þarft svo helst góðan IPS skjá líka.