Síða 1 af 1
Vigrun hjá Hringdu
Sent: Fim 04. Jún 2015 16:11
af GunniH
Sælir!
Við hjá Hringdu erum að stíga fyrstu skrefin í að bjóða vigrun (e. vectoring) sem að styður 100mbit niður og 25mbit upp yfir ljósnet. Með þessum nýja búnaði hjá Mílu þá bætist einnig úrvinnsla á villum á línunni talsvert, sem kemur þá út í mun lægra latency (úr c.a. 20 ms niður í 3 til 5 ms).
Það er ekki alveg ákveðið hvenær við förum með þetta í almenna sölu en þangað til langar okkur að bjóða þeim vökturum sem eru á VDSLi í viðskiptum að prófa þetta, GuðjónR er núþegar byrjaður að nota þetta og virtist vera mega sáttur. Við höfum verið að prófa þetta sjálfir og hefur það gengið mjög vel en það gætu auðvitað komið upp vandamál sem við vitum ekki af. Þess vegna kom upp sú hugmynd að bjóða fólki sem er með þokkalega tæknikunnáttu að vera partur af þessu "beta" testi.
Ef þið hafið áhuga á að prófa þetta með okkur endilega hafiði samband við mig á gunnar hjá hringdu punktur is eða hann Egil, egillm hjá hringdu punktur is
Athugið að þetta er einungis í boði fyrir Kasda routerana þar sem við erum því miður ekki með firmware sem styður vigrun á Technicolor, en ef þið eruð með Technicolor þá megiði að sjálfsögðu koma og fá Kasda frá okkur.
Kveðja,
Hringdu
Re: Vigrun hjá Hringdu
Sent: Fim 04. Jún 2015 16:26
af olihar
Verið með þetta í töluverðan tíma hjá Hringiðunni, þrælvirkar Ljósnetið varð nothæft.
Re: Vigrun hjá Hringdu
Sent: Fim 04. Jún 2015 16:30
af Xovius
Bjóðið þið uppá þetta ef ég skipti yfir til ykkar núna?
Kominn með alveg nóg af þjónustuleysinu hjá Tal/365
Re: Vigrun hjá Hringdu
Sent: Fim 04. Jún 2015 16:40
af GuðjónR
Ég er svo heppin að hafa fengið forskot á að prófa þessa tækni og get ekki annað en sagt að þetta virkar vonum framar.
Hraðinn á niðurhalinu tvöfaldaðist og allt gerist mun hraðar, ping sem ég var að mæla í kringum 35ms datt niður í 4-5ms.
Ég er að ná allt að 12MB/sec með þessu VDSL sem er mjög impressive. Fyrir þá sem eru ekki í aðstöðu til að taka inn ljósleiðara þá er þetta klárlega málið.
Re: Vigrun hjá Hringdu
Sent: Fim 04. Jún 2015 16:44
af HringduEgill
Xovius skrifaði:Bjóðið þið uppá þetta ef ég skipti yfir til ykkar núna?
Kominn með alveg nóg af þjónustuleysinu hjá Tal/365
Jebb - gefið að þú sért á þjónustusvæðinu!
Re: Vigrun hjá Hringdu
Sent: Fim 04. Jún 2015 17:11
af mercury
HringduEgill skrifaði:Xovius skrifaði:Bjóðið þið uppá þetta ef ég skipti yfir til ykkar núna?
Kominn með alveg nóg af þjónustuleysinu hjá Tal/365
Jebb - gefið að þú sért á þjónustusvæðinu!
er einhvað búið að gefa út hvaða kverfi eru búin að fá þessa uppfærslu og sömuleiðis hvenær hin verða tengd ?
Re: Vigrun hjá Hringdu
Sent: Fim 04. Jún 2015 17:19
af GunniH
mercury skrifaði:HringduEgill skrifaði:Xovius skrifaði:Bjóðið þið uppá þetta ef ég skipti yfir til ykkar núna?
Kominn með alveg nóg af þjónustuleysinu hjá Tal/365
Jebb - gefið að þú sért á þjónustusvæðinu!
er einhvað búið að gefa út hvaða kverfi eru búin að fá þessa uppfærslu og sömuleiðis hvenær hin verða tengd ?
Míla skrifaði:Þetta á við um allt höfuðborgarsvæðið, Akranes, Hveragerði og Þorlákshöfn. Á þessum svæðum er því hægt að bjóða notendum upp á Ljósveitu með 100Mb/s en upphraði tenginga verður áfram óbreyttur, þ.e. 25 Mb/s.
Ég veit ekki til þess að það sé komið neitt tímaplan fyrir önnur landssvæði.
Re: Vigrun hjá Hringdu
Sent: Fim 04. Jún 2015 18:51
af mercury
"Míla hefur nú lokið við að uppfæra Ljósveitubúnað sinn í götuskápum á Höfuðborgarsvæðinu, Akranesi, Hveragerði og Þorklákshöfn. Þar með hafa um 89 þúsund heimili nú möguleika á 100 Mb/s tengingu með Ljósveitu."
Þetta velltur þá sennilega allt á símanum í mínu tilfelli. Props á ykkur Hringdu.
Re: Vigrun hjá Hringdu
Sent: Fim 04. Jún 2015 19:31
af Desria
Hvad er tjonustusvaedid fyrir tetta eins og er.
Re: Vigrun hjá Hringdu
Sent: Fös 05. Jún 2015 20:27
af Benz
Desria skrifaði:Hvad er tjonustusvaedid fyrir tetta eins og er.
Sjá á nýjum vef Mílu frétt frá 10. apríl:
http://www.mila.is/framkvaemdir/vinna-i ... arsvaedinu
Re: Vigrun hjá Hringdu
Sent: Fös 05. Jún 2015 21:12
af dodzy
GunniH skrifaði:Athugið að þetta er einungis í boði fyrir Kasda routerana þar sem við erum því miður ekki með firmware sem styður vigrun á Technicolor
Ertu að segja að hardwareið í technicolor sé hæft um að styðja vigrun, en engin firmware uppfærsla til?
Re: Vigrun hjá Hringdu
Sent: Fös 05. Jún 2015 22:41
af GunniH
dodzy skrifaði:GunniH skrifaði:Athugið að þetta er einungis í boði fyrir Kasda routerana þar sem við erum því miður ekki með firmware sem styður vigrun á Technicolor
Ertu að segja að hardwareið í technicolor sé hæft um að styðja vigrun, en engin firmware uppfærsla til?
Ekki einu sinni það, hardwareið styður vigrun og það er til firmware. Við höfum bara einfaldlega ekki fengið aðgang að því hingað til - það mun vonandi breytast fljótlega.
Re: Vigrun hjá Hringdu
Sent: Lau 27. Jún 2015 15:05
af dodzy
GunniH skrifaði:Ekki einu sinni það, hardwareið styður vigrun og það er til firmware. Við höfum bara einfaldlega ekki fengið aðgang að því hingað til - það mun vonandi breytast fljótlega.
Núna á ég svona router sjálfur, ef þið fenguð aðgang að þessu firmware gæti ég þá fengið það á routerinn minn ef ég skipti yfir til ykkar?
Re: Vigrun hjá Hringdu
Sent: Lau 27. Jún 2015 20:06
af ZiRiuS
Er latency eitthvað að minnka í tölvuleikjum við þetta?
Re: Vigrun hjá Hringdu
Sent: Sun 28. Jún 2015 00:07
af Minuz1
ZiRiuS skrifaði:Er latency eitthvað að minnka í tölvuleikjum við þetta?
GunniH skrifaði:
Með þessum nýja búnaði hjá Mílu þá bætist einnig úrvinnsla á villum á línunni talsvert, sem kemur þá út í mun lægra latency (úr c.a. 20 ms niður í 3 til 5 ms).
Re: Vigrun hjá Hringdu
Sent: Sun 28. Jún 2015 00:59
af hilmar
ef þú ert að fá sirka 80 ping til útlanda fyrir breitinguna, hvað er maður að horfa á sirka mikkla minkunn í ping?
Re: Vigrun hjá Hringdu
Sent: Sun 28. Jún 2015 01:16
af Minuz1
hilmar skrifaði:ef þú ert að fá sirka 80 ping til útlanda fyrir breitinguna, hvað er maður að horfa á sirka mikkla minkunn í ping?
GunniH skrifaði:
Með þessum nýja búnaði hjá Mílu þá bætist einnig úrvinnsla á villum á línunni talsvert, sem kemur þá út í mun lægra latency (úr c.a. 20 ms niður í 3 til 5 ms).
80 - 16 = 64
Re: Vigrun hjá Hringdu
Sent: Sun 28. Jún 2015 08:16
af hilmar
Minuz1 skrifaði:hilmar skrifaði:ef þú ert að fá sirka 80 ping til útlanda fyrir breitinguna, hvað er maður að horfa á sirka mikkla minkunn í ping?
GunniH skrifaði:
Með þessum nýja búnaði hjá Mílu þá bætist einnig úrvinnsla á villum á línunni talsvert, sem kemur þá út í mun lægra latency (úr c.a. 20 ms niður í 3 til 5 ms).
80 - 16 = 64
Hlutir scale-a ekki alltaf eins, en takk fyrir svarið
Re: Vigrun hjá Hringdu
Sent: Sun 28. Jún 2015 08:33
af fantis
hilmar skrifaði:ef þú ert að fá sirka 80 ping til útlanda fyrir breitinguna, hvað er maður að horfa á sirka mikkla minkunn í ping?
Ég hef verið að fá 70 ping (fyrir vigrun) til servera í Belgíu og Þýskalandi þegar ég spila csgo. Fer alveg niður í 45 ping. Er að fá svipað ping og nágrannarnir okkar í Noregi.
Re: Vigrun hjá Hringdu
Sent: Sun 28. Jún 2015 14:34
af Aimar
Athugið að þetta er einungis í boði fyrir Kasda routerana þar sem við erum því miður ekki með firmware sem styður vigrun á Technicolor, en ef þið eruð með Technicolor þá megiði að sjálfsögðu koma og fá Kasda frá okkur.
Er með Technicolor. Nýbúinn að skipta yfir til ykkar.
hvað kostar þessi Kasda router mann, því auðvitað vill maður skipta og fá betri þjónustu.
Re: Vigrun hjá Hringdu
Sent: Mán 29. Jún 2015 15:44
af GunniH
dodzy skrifaði:GunniH skrifaði:Ekki einu sinni það, hardwareið styður vigrun og það er til firmware. Við höfum bara einfaldlega ekki fengið aðgang að því hingað til - það mun vonandi breytast fljótlega.
Núna á ég svona router sjálfur, ef þið fenguð aðgang að þessu firmware gæti ég þá fengið það á routerinn minn ef ég skipti yfir til ykkar?
Það væri að sjálfsögðu ekkert mál, hinsvegar get ég ekki sagt hvenær við fáum þetta firmware, myndi mæla með því að þú skiptir bara yfir og fáir Kasda hjá okkur. Ef þetta er Technicolor TG589vn v2 þá getum við boðið þér að koma og fá slétt skipti (færð notaðan Kasda).
Aimar skrifaði:Athugið að þetta er einungis í boði fyrir Kasda routerana þar sem við erum því miður ekki með firmware sem styður vigrun á Technicolor, en ef þið eruð með Technicolor þá megiði að sjálfsögðu koma og fá Kasda frá okkur.
Er með Technicolor. Nýbúinn að skipta yfir til ykkar.
hvað kostar þessi Kasda router mann, því auðvitað vill maður skipta og fá betri þjónustu.
Þú getur komið í verslun og skipt út