Síða 1 af 1

Vantar hljóðláta en góða örgjörva viftu.

Sent: Mið 03. Jún 2015 23:47
af nidur
Mig vantar hljóðláta en góða örgjörva viftu í stað 1150 intel stock, finnst ég farinn að heyra of mikið í henni.

Er málið að fara í 1.2kg Noctua viftu eins og þessa?
http://www.start.is/index.php?route=pro ... ct_id=1071

Ætti að passa í Silencio 352 sem ég er með.
http://www.coolermaster.com/case/mini-t ... lencio352/

Það er kannski ekki nógu mikið pláss á þessu móðurborði
http://www.msi.com/product/mb/B85MG43.h ... o-overview

Hvað mynduð þið mæla með?

Re: Vantar hljóðláta en góða örgjörva viftu.

Sent: Fim 04. Jún 2015 03:11
af kunglao
þessi alltaf frábær og ódýr >> http://www.start.is/index.php?route=pro ... uct_id=508

Ef þú ætlar að overclocka eitthvað mikið þá Noctua ekki spurning


Annars myndi ég bara vera með vökvakælingu en kannski er það ekki þinn kokteill

Re: Vantar hljóðláta en góða örgjörva viftu.

Sent: Fim 04. Jún 2015 09:06
af Hannesinn
Cooler master viftan, sem kunglao bendir á er mjööög fín. Hljóðlát og kælir alveg ágætlega. Eftir því sem ég skoðaði áður en ég keypti mér svoleiðis, þá er hún ekki jafngóð og Noctua NH-D14/15, en munurinn á þeim endurspeglast engan veginn í verðinu, og Noctua viftan er meira en helmingi dýrari.

Re: Vantar hljóðláta en góða örgjörva viftu.

Sent: Fim 04. Jún 2015 17:07
af nidur
Takk fyrir þetta,

Ætli maður prufi ekki Hyper 212 til að byrja með,

Var að horfa á db í noctua aðeins 20db á meðan Hyper og Vökvakælingin er í kringum 30db