Kominn tími á uppfærslu hjá mér. Hef verið að uppfæra á ca. 4-5 ára fresti. Þá uppfæri ég líka allt draslið.
Langar að vera með góða vél mest megnis þennan tíma. Uppfæri svo skjákortið oftar.
Er enginn svakalegur gamer en en finnst alltaf gaman að kíkja í leiki öðru hvoru.
Gæti verið að ég þurfi að nota nýju vélina undir Plex server með nokkrum notendum ef gamla er ekki að höndla það nógu vel.
Er ekki með neitt beint budget en væri til í svona "skynsamlega" besta ef það orðalag væri til í tölvubransanum.
Ætti ég að skella mér á 1155 Intel i7 4790k og þar að leiðandi DDR3 og vera sáttur eða fara í 2011 Intel i7-5820K með DDR4?
Er ég eitthvað betur settur með það til framtíðar ef ég er ekki í einhverri Extreme vinnslu?
Eða kannski lengja biðina og kaupa mér vél í haust?
Hjálp og/eða pælingar með þetta væri vel þegin/þegnar...
