Síða 1 af 1

Ný tölva?

Sent: Fim 02. Des 2004 20:52
af Raudbjorn
Þetta á e.t.v. frekar heima á óskast keypt, fyrir utan það ég er ekki beinlínis að óska eftir neinum einstökum hlut, bara upplýsingum.

Þannig er mál með vexti að ég er að fara að kaupa mér nýja tölvu, alveg frá grunni og KB banki er víst búinn að gerast svo góður að samþykkja lán á mig(að 300.000).

Spurningin er, hvort væri meira vit í að leita mér að einhverju forsamsettu eða setja saman sjálfur?
Gamer eins og ég hefur auðvitað svoldið háa standarda þá sérstaklega hvað varðar skjákort og annað og ég einfaldlega finn enga tölvu, forsamsetta, sem mætir þeim nema þá kannski þessa hérna:
http://extranet.ejs.is/extranet/Product ... ONXPS%2301

Síðan langar mig líka í AMD örgjörva.

Hvert ætti ég að snúa mér?

Sent: Fim 02. Des 2004 20:59
af axyne
á að fara að láta bankann eiga sig. [-X

Sent: Fim 02. Des 2004 21:35
af Raudbjorn
axyne skrifaði:á að fara að láta bankann eiga sig. [-X
Mér sýnist skilmálar lánsins ekkert það óhagstæðir(er í námsmannalínunni) og ég hef vel efni á því að taka það, planið er að greiða það allt upp næst sumar, þegar alvöru tekjur byrja að koma í húsið.

Sent: Fim 02. Des 2004 21:35
af einarsig
ég myndi setja hana saman sjálfur ;) annars held ég að bankarnir vilja fá tilboðið sent til sín frá tölvuversluninni.... þannig að þá þyrftir að kaupa alla hlutina frá sömu verslun, spurning líka hvort þeir vilji að hún sé forsamansett en það er örruglega hægt að græja einhverja svoleiðis.

Sent: Fim 02. Des 2004 21:54
af Raudbjorn
Það er ekkert mál, þarf bara að mæta til þeirra með vörureikning(a), sem bankinn síðan greiðir.

Sent: Fös 03. Des 2004 01:05
af ParaNoiD
einarsig skrifaði:ég myndi setja hana saman sjálfur ;) annars held ég að bankarnir vilja fá tilboðið sent til sín frá tölvuversluninni.... þannig að þá þyrftir að kaupa alla hlutina frá sömu verslun, spurning líka hvort þeir vilji að hún sé forsamansett en það er örruglega hægt að græja einhverja svoleiðis.
málið er bara að sum fyrirtæki og líklega flest taka takmarkaða ábyrgð á lausum íhlutum

mér finnst best að kaupa samansett og þá frá fyrirtæki sem er með ekkert nema topp íhluti.

ég nefni engin nöfn útaf því að ég er að vinna í tölvuverslun og vill ekki minnast á það fyrirtæki hér inni útaf því að ég vill ekki að menn telji mig hlutdrægann .

Sent: Fös 03. Des 2004 10:50
af MezzUp
ParaNoiD skrifaði:ég nefni engin nöfn útaf því að ég er að vinna í tölvuverslun og vill ekki minnast á það fyrirtæki hér inni útaf því að ég vill ekki að menn telji mig hlutdrægann .
Svona á að gera þetta! Glæsilegt hjá þér að segja þetta =D> (ekki kaldhæðni, er bara ángæður að menn lesa og virða reglurnar til tilbreytingar)

Sent: Fös 03. Des 2004 11:41
af ParaNoiD
:8)

Sent: Fös 03. Des 2004 13:32
af gnarr
ég myndi taka þetta:

Hlutur..........................................................................Verð..........Magn........Samtals.....búð
MSI K8N NEO2 Platinum ............................................ 18.950 .... 1 ............ 18950 ..... att.is
AMD Athlon64 3000+ S939 .09 ................................. 18.950 .... 1 ............ 18950 ..... att.is
Microstar GeForce NX6800GT - TD256 ....................... 47.450 .... 1 ............ 47450 ..... att.is
200GB, Maxtor Serial ATA150, 8MB buffer, 7200rpm . 11.750 .... 1 ............ 11750 ..... att.is
Corsair XMS 512MB DDR500 ...................................... 13.950 .... 2 ............ 27900 ..... att.is
Chieftec Dragon Mini-Middle svartur ............................ 7.450 .... 1 ............ 7450 ..... att.is
NEC 3500ABL 16XDL Svartur DVD±RW ........................ 8.950 .... 1 ............ 8950 ..... att.is
400W Fortron FSP400-60THN-P .................................. 8.950 .... 1 ............ 8.950 ..... att.is

Samtals: 150350


svo vill ég þakka phpbb fyrir að vera svo ömurlegt að styðja ekki tab eða töflur.. urr!


*edit* auðvitað þarftu ekki tvo aflgjafa... */edit*

Sent: Fös 03. Des 2004 13:59
af zedro
Tölvan sem gnarr setti saman lítur vel út.
Hérna er tölva sem ég var nýverið að fjarfesta í:
:arrow: http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?t=6283
Fæ þetta á 185.000kr. einsog venjulega þegar marr
kaupir eikkað þá hugsa maður fyrst "var ég að gera
mistök" ég vona ekki ;) fæ tólið í dag eða morgun vííí :twisted:

Sent: Fös 03. Des 2004 14:57
af MuGGz
væri ekki sniðugara hjá honum að kaupa amd64 3200+ s939 ?
er ekki betra að OC hann heldur enn 3000 ?

Sent: Fös 03. Des 2004 16:12
af zedro
gnarr skrifaði:ég myndi taka þetta:

Hlutur..........................................................................Verð..........Magn........Samtals.....búð
MSI K8N NEO2 Platinum ............................................ 18.950 .... 1 ............ 18950 ..... att.is
Corsair XMS 512MB DDR500 ...................................... 13.950 .... 2 ............ 27900 ..... att.is
hver er tilgangurinn að kaupa DDR500 ram ef móboið stiður það ekki, allavega spec-arnir segja að borðið styðji upp að 400. Held að þetta muni ekki virka, nema að ramið downclockist. Eða er ég bara að rugla ég veit ekki :roll:

Sent: Fös 03. Des 2004 16:45
af hahallur
Zerdo
Ekki segja mér að þú hafir keypt AMD 64 3500 hjá Task.
Hann kostar uþb 28000kr í tölvuvirkni.

Sent: Fös 03. Des 2004 17:01
af zedro
AMDinn hjá task kostar 31.900 auk þess fekk ég magnafslátt útaf því að ég var að kaupa 3stk sem lækkaði verðir soldið ;) c.a.20-30k af stk.verði

Sent: Fös 03. Des 2004 23:05
af kristjanm
Þetta MSI móðurborð er að fá fullt af verðlaunum sem besta móðurborðið fyrir Athlon 64 og það er ekkert mál að yfirklukka með því.

Sent: Lau 04. Des 2004 01:13
af gnarr
Zedro: eftir minni bestu vitneskju er EKKI til móðurborð sem að styður DDR500. það er ekki einusinni til móðurborð sem styður hærra en DDR400. það þýðir þó ekki að það sé ekki hægt að keyra minni á DDR500 í því.

Sent: Lau 04. Des 2004 01:53
af ParaNoiD
þaðer nottla i925 sem styður DDR2 semer minnst 533mhz :P

Sent: Lau 04. Des 2004 02:05
af gnarr
það er ALLT önnur terta.

Sent: Lau 04. Des 2004 12:43
af ParaNoiD
ég veit enda bara útúrsnúningur hjá mér ;)

Sent: Lau 04. Des 2004 19:01
af Pandemic
aðalega ef þú ert að overclocka þá er minnið alveg pottþétt að þola að fara uppí 500mhz

Sent: Lau 04. Des 2004 21:19
af GuðjónR
Það er af sem áður var...þegar örrinn var langdýrastur í uppfærslum, núna er það skjákortið.