Síða 1 af 1
Léleg kjörsókn um verkfallskosningar.
Sent: Fim 21. Maí 2015 13:23
af worghal
ég var að lesa niðurstöðuna í kosningum fyrir verkfallsboð hjá Eflingu og þar koma fram þessar tölur.
Almenni kjarasamningurinn – Á kjörskrá voru 9.063
Atkvæði greiddu 2.662 eða 29,37 %
Já sögðu 2.503 eða 94 %
Nei sögðu 151 eða 5,7 %
Sjö seðlar voru auðir og einn ógildur eða samtals 0,3 %
Starfsfólk veitinga- og gistihúsa – Á kjörskrá voru 5.526
Atkvæði greiddu 817 eða 14,8 %
Já sögðu 744 eða 91,1 %
Nei sögðu 70 eða 8,6 %
Þrír seðlar voru auðir eða 0,3 %
hvernig stendur á því að þetta sé tekið gillt þegar undir þriðjungur þeirra sem eru á kjörskrá kjósa og um 15% þeirra sem kusu fyrir hönd veitinga- og gistihúsa?
Re: Léleg kjörsókn um verkfallskosningar.
Sent: Fim 21. Maí 2015 13:28
af urban
Vegna þess að meirihlutinn (af þeim sem að kusu)einfaldlega ræður
og það á ekki að láta þá sem að kusu líða fyrir þá sem að kusu ekki.
Ef að það á að koma með eitthvað bull um það að "já en hvað ef að þeir sem að kusu ekki vildu ekki verkfall" þá var sáraeinfalt að kjósa einfaldlega og láta atkvæði sitt skipta máli, ef að fólk kaus ekki, þá einfaldlega virðist það ekki skipta það neinu máli hvernig fer.
Re: Léleg kjörsókn um verkfallskosningar.
Sent: Fim 21. Maí 2015 13:51
af Daz
Svona kosningar fylgja ákveðnum reglum og ef í þeim kemur ekki fram einhver lágmarksþáttaka þá er engin krafa um lágmarksþáttöku. Félagar í stéttarfélögunum hafa samþykkt þessar reglur og ættu að þekkja þær.
Re: Léleg kjörsókn um verkfallskosningar.
Sent: Fim 21. Maí 2015 15:22
af rapport
Fólk er beðið um að velja á milli "já", "nei" og svo "mér er alveg sama".
Ef fólk fær samviskubit yfir að vera "alveg sama" þá tók það greinilega ranga ákvörðun í upphafi... og það verður að eiga það við sjálft sig en ekki frekjast í þeim sem tóku afstöðu.
Re: Léleg kjörsókn um verkfallskosningar.
Sent: Fim 21. Maí 2015 17:11
af Sallarólegur
Hlutfallið er að öllum líkindum rétt, þó að fáir nenni að kjósa.
Hvernig stendur á því að þetta sé tekið gilt?
Svona eru reglurnar
Re: Léleg kjörsókn um verkfallskosningar.
Sent: Fim 21. Maí 2015 18:37
af FreyrGauti
Finnst reyndar alveg ótrúlegt hvað mörgum er algjörlega sama og kjósa ekki...þetta er nú eitthvað sem getur haft tölverð fjárhagsleg áhrif á fólk.
Re: Léleg kjörsókn um verkfallskosningar.
Sent: Fim 21. Maí 2015 19:18
af Dúlli
Þekki fullt af liði sem ætlaði að kjósa en fékk aldrei seðilinn fyrir en í dag í pósti sem er einum of seint og það er frékkar mikið mál fyrir marga að fara úr vinnu lengst út í rassgat og kjósa.
Re: Léleg kjörsókn um verkfallskosningar.
Sent: Fös 22. Maí 2015 13:02
af Lexxinn
Sjálfur ætlaði ég að kjósa og fékk kjörseðilinn fyrir nokkru síðan. Vegna prófatíð hefur hann því miður legið á borðinu innpakkaður og ósendur með svarinu "Já" alltof lengi. Margir ungir og kærulausir í þessu stéttarfélagi þar sem veitingageirinn á mikið hlutfall af félagsmeðlimum. Þá lít ég til ungra starfsmanna sem eru í vinnu með skóla.
Re: Léleg kjörsókn um verkfallskosningar.
Sent: Fös 22. Maí 2015 22:56
af FreyrGauti
Núna var ég að kjósa, er í Rafiðnaðarsambandinu, það var bara rafrænt.
Fékk sent bréf með kóða til að skrá mig inn.
Re: Léleg kjörsókn um verkfallskosningar.
Sent: Lau 23. Maí 2015 12:48
af hakkarin
Ég kaus ekki en það var fyrst of fremst að því að ég kæri mig ekki um að taka þátt í þessu kjaftæði. Ég er sammála þessum gaur:
http://krisjons.blog.is/blog/krisjons/e ... 0152/?fb=1
Re: Léleg kjörsókn um verkfallskosningar.
Sent: Lau 23. Maí 2015 13:09
af suxxass
Ég kaus á netinu. Á hvaða öld er Efling að starfa? Kjósa með bréfpósti?