Síða 1 af 1
Vantar lausn til að rjúfa rafstraum á usb veðurstöð
Sent: Mán 18. Maí 2015 14:20
af zetor
Sælir vaktarar!
Þessi tiltekna veðurstöð fær rafmagn í gegnum usb og sendir gögn inn á vefinn. Af og til frýs hún og er eina
ráðið að taka hana úr sambandi við usb. Þessi stöð er tengid við tölvu sem ég tengist með Team viewer....því
ég er ekki með þessa stöð heima hjá mér.
Hvernig get ég rofið strauminn á usb með t.d. Team viewer? Er til einhver spes usb hubb með on/off takka í windows?
Ég hef reynt að slökkva á tölvunni og svo ræsa hana aftur eftir smá tíma en það virkar ekki. Það er eins og það sé
alltaf smá straumur inná veðurstöðina þrátt fyrir að ég hafi drepið á tölvunni.
Hvað er til ráða?
Re: Vantar lausn til að rjúfa rafstraum á usb veðurstöð
Sent: Mán 18. Maí 2015 14:42
af Gislinn
Gæti verið að veðurstöðin geti tekið á móti usb signali um að kveikja og slökkva á sér sem er að valda þessari hegðun? T.d. ef "Allow the computer to turn off this device to save power" sé hakað við veðurstöðina og windows sé þá að slökkva á henni þegar það heldur að veðurstöðin sé idle.
Ef það er ekki tilfellið þá hafa sum móðurborð valmöguleika um hvort þú viljir að usb sé power on (sem er í þínu tilviki) eða off þegar þú slekkur á tölvunni (eða restartar), gætir prufað að googla móðurborðið sem þú ert með til að tékka á því.
Flestar lausnir sem mér dettur í hug eru í raun lausnir sem snúa að því að senda tækinu signal um að slökkva á sér. Eina sem mér dettur í hug til að skítamixa þetta er að nota arduino (eða einhvert annað sambærilegt) með transistor eða relay til að rjúfa strauminn á usb snúrunni að veðurstöðinni, arduino borðið væri svo tengt með usb við tölvuna og þú gætir sent on eða off signal fyrir transistorinn til að endurræsa veðurstöðina. Það væri mjög lítið mál að setja svona saman og myndi ekki kosta mikið en er líklegast ekki fallegasta lausnin á þessu, myndi samt pottþétt virka.
Re: Vantar lausn til að rjúfa rafstraum á usb veðurstöð
Sent: Mán 18. Maí 2015 15:20
af zetor
Gislinn skrifaði:Gæti verið að veðurstöðin geti tekið á móti usb signali um að kveikja og slökkva á sér sem er að valda þessari hegðun? T.d. ef "Allow the computer to turn off this device to save power" sé hakað við veðurstöðina og windows sé þá að slökkva á henni þegar það heldur að veðurstöðin sé idle.
Ef það er ekki tilfellið þá hafa sum móðurborð valmöguleika um hvort þú viljir að usb sé power on (sem er í þínu tilviki) eða off þegar þú slekkur á tölvunni (eða restartar), gætir prufað að googla móðurborðið sem þú ert með til að tékka á því.
Flestar lausnir sem mér dettur í hug eru í raun lausnir sem snúa að því að senda tækinu signal um að slökkva á sér. Eina sem mér dettur í hug til að skítamixa þetta er að nota arduino (eða einhvert annað sambærilegt) með transistor eða relay til að rjúfa strauminn á usb snúrunni að veðurstöðinni, arduino borðið væri svo tengt með usb við tölvuna og þú gætir sent on eða off signal fyrir transistorinn til að endurræsa veðurstöðina. Það væri mjög lítið mál að setja svona saman og myndi ekki kosta mikið en er líklegast ekki fallegasta lausnin á þessu, myndi samt pottþétt virka.
takk fyri rþessar upplýsingar.
hafði áður prófað "Allow the computer to turn off this device to save power" og allt er afhakaði í því. Þetta er hræódýr wh1080 stöð og þetta er þekktur galli í henni...eitthvað í smabandi við sync á klukku og móttöku á gögnumsaman í einu. Þannig að rjúfa straumin er eina leiðin.
Re: Vantar lausn til að rjúfa rafstraum á usb veðurstöð
Sent: Mán 18. Maí 2015 15:55
af Baldurmar
Þú getur sett timer á innstunguna á tölvunni og látið hana slökkva á sér alveg 1 sinni á sólahring.