Síða 1 af 1

Hvar get ég reddað bótakröfu?

Sent: Sun 10. Maí 2015 09:46
af rango
Það var einstaklingur sem rændi mig í gær(komst að þessu seinna um kvöldið), Tók tölvuna, spjaldtölvuna, windows spjaldtölvuna, símann, ipodin og meirisegja ps4 fjarstýringarnar.

Skelfing fyrir einhvern sem lifir á raftækjum meira enn kaffi.

Ég hringdi í lögregluna og þeir fóru í leiðangur til gæjans og ég fékk aftur fartölvuna, android spjaldtölvuna, og ps4 fjarstýringarnar.

Vantar s.s. windows spjaldtölvuna ipodin og símann,
ég þurfti þar að auki að loka kortinu því það vantar 8Þ þar. og 10Þ í seðlum.

Ég fer á morgun og kæri þetta, Enn svo hef ég 14 daga til að setja fram bótakröfu.

Hvert leita ég, og hversu mikið kostar þetta?
Ég veit að ég fæ ekki neitt upp úr þessu enn þetta er prinsipp.

Re: Hvar get ég reddað bótakröfu?

Sent: Sun 10. Maí 2015 09:55
af brynjarbergs
Veit ekki mikið um þetta - en þetta var googlað í flýti:

http://www.innanrikisraduneyti.is/media ... tholar.pdf

Bls. 9
Talsmaður brotaþola
Samkvæmt gildandi lögum er brotaþola heimilt að ráða á sinn
kostnað lögmann til að gæta hagsmuna sinna í máli sem talsmaður
óski hann eftir slíkri aðstoð vegna kæru, rannsóknar eða
meðferðar opinbers máls. Leiti brotaþoli sér lögmannsaðstoðar
við gerð bótakröfu á brotaþoli rétt á því að sá kostnaður verði
dæmdur í málinu ásamt kröfu hans. Talsmaður brotaþola hefur
sömu réttindi og skyldur og réttargæslumaður (sbr. síðar) eftir því
sem við á. Meðan á rannsókn máls stendur getur dómari eða
lögregla takmarkað rétt hans til að vera viðstaddur skýrslutöku af
brotaþola og kynna sér gögn ef hætta er á að rannsókn torveldist
við það.
&
bls. 18
Nánar um feril bótakrafna
edit..

Nvm... Las betur hvers þó óskar! En þarna kemur samt fram að lögfræðingar séu stundum involveraðir í gerð bótakrafna!

Re: Hvar get ég reddað bótakröfu?

Sent: Sun 10. Maí 2015 09:59
af rango
Lögreglan sagði mér að það þyrfti lögfræðing til að skrifa þetta upp,
Hvar finn ég lögfræðing?

Þetta er bókstaflega fyrsta skipti sem einhvað svona er að gerast hjá mér, og fyrsta skipti sem ég þarf að finna lögfræðing.

Re: Hvar get ég reddað bótakröfu?

Sent: Sun 10. Maí 2015 12:35
af Chokotoff
Hef ekki leitað til þeirra sjálfur en hef heyrt góða hluti um Dika lögmenn. http://www.dika.is

Re: Hvar get ég reddað bótakröfu?

Sent: Sun 10. Maí 2015 17:01
af JohnnyX
HÍ og HR bjóða uppá fría lögfræðiþjónustu. Gætir kannski fengið einhver góð ráð þar.

Þjónusta HÍ
Þjónusta HR