Síða 1 af 1

Portable SSD lausnir?

Sent: Fim 07. Maí 2015 17:03
af kiddi
Ég er sjálfstætt starfandi með skrifstofu úti í bæ og líka heima hjá mér, þar sem ég vinn töluvert. Á báðum stöðum er ég með svo-til nákvæmlega eins vinnustöðvar, hörkuspekkaðar PC vélar, og hingað til hef ég verið að notast við 2TB WD USB3 flakkara með ágætasta móti, sem ég vinn beint af og tek daglegt backup inn á local diska á borðtölvunum þannig að ég á alltaf þrjú afrit. Mig er þó farið að kitla í aðeins meiri hraða, en vil alls ekki fórna þessu yndislega portability, þar sem ég einfaldlega set flakkarann í brjóstavasann þegar ég sest á reiðhjólið eða bílinn.

Ég fór og keypti mér Samsung 500GB 850 EVO og no-name USB3 hýsingu utan um hann sem á að styðja SATAIII, en viti menn - þetta no name drasl stendur einmitt nákvæmlega undir no-name-nafni eins og fyrri daginn, og diskurinn tollir ekki inni lengur en nokkrar sec. Ég hálfpartinn vissi fyrirfram að það væri möguleiki á þessu, þar sem ég á nokkur svona box frá allsskonar framleiðendum og þetta drasl virkar vanalega aldrei eins og maður hefði viljað. Núna er ég bara að nota USB3 dokku á báðum stöðum og plögga disknum beint í, en dokkurnar mínar eru ekkert sérstaklega hraðar, þær maxa út í ca 180MB/sec. Hvað gera bændur þá? Ég er farinn að hallast að því að panta langa SATA snúru og langa PSU-powersnúru frá honum Munda okkar og gera gat á kassann til að koma snúrunum út, þannig gæti ég plöggað disknum beint í móðurborð án milliliða.

Eru til betri lausnir?

Ég vinn í kvikmyndagerð og er mikið að sýsla með frekar stór gögn, USB3 WD flakkarinn minn hefur reynst ágætlega, hann hefur verið með ca 60-100MB/sec hraða. En hann er hinsvegar eitthvað að þreytast og kominn tími á uppfærslu, og þessi höggþolni í SSD diskum er mjög heillandi fyrir mann sem hjólar.

Re: Portable SSD lausnir?

Sent: Fim 07. Maí 2015 17:52
af Televisionary
Kiddi hefurðu spáð í Drobo mini? Ég hef verið að spá í svoleiðis en eins og staðan er núna þá er ég alltaf að sýsla með minna af gögnum. Einhverjir hafa verið að nota svoleiðis með Thunderbolt eða USB3 og sett í hann SSD diska eingöngu.

Re: Portable SSD lausnir?

Sent: Fim 07. Maí 2015 20:08
af kiddi
Televisionary skrifaði:Kiddi hefurðu spáð í Drobo mini? Ég hef verið að spá í svoleiðis en eins og staðan er núna þá er ég alltaf að sýsla með minna af gögnum. Einhverjir hafa verið að nota svoleiðis með Thunderbolt eða USB3 og sett í hann SSD diska eingöngu.
Takk fyrir tillöguna, en pælingin var að koma þessu fyrir í brjóstvasa :)

Mér var bent á þetta, held þetta sé bara málið:

http://computer.is/is/product/hdd-dock- ... en-mb971sp

Re: Portable SSD lausnir?

Sent: Fim 07. Maí 2015 20:40
af flottur

Re: Portable SSD lausnir?

Sent: Fim 07. Maí 2015 20:41
af kiddi
Já þetta hefði verið flott líka :) Er gott að panta frá overclockers.co.uk?

Re: Portable SSD lausnir?

Sent: Fim 07. Maí 2015 20:47
af flottur
Ég á það til ða panta hluti frá þeim sem eru kannski ekki til hérna á klakanum, hefur gengið' snuðrulaust fyrir sig hingað til.
Það gæti verið að þú þyrftir að hringja í visa eða maestro til að heimila greiðsluna ef þú lendir í stoppi annars hef ég ekki lent í neinum vandræðum.

Síðan getur vel verið að svona nokkuð sé til hérna á klakanum, ég hef bara ekki fundið þetta hérna.


edit : hérna er einn íslenskur
http://tl.is/product/t1-250gb-ssd-usb-30-flakkari


edit aftur : ef þú tækir 500GB útgáfuna þá væri hún hingað kominn heim á 52.530kr.......sem er í dýrari kanntinum að mér finnst.

Re: Portable SSD lausnir?

Sent: Fös 08. Maí 2015 00:50
af AntiTrust
kiddi skrifaði:
Eru til betri lausnir?
Ég myndi hiklaust verða mér úti um 2stk af 3.5" yfir í 2.5" hotswap bay, eitt í hvora tölvu. Ekkert skítamix og diskurinn er safe and sound þegar hann er í notkun.

Ég er sumsé að tala um e-ð á við þetta - http://www.newegg.com/Product/Product.a ... 6817997014

Re: Portable SSD lausnir?

Sent: Fös 08. Maí 2015 14:39
af asgeireg
Ég hef verið að prófa þenna samsung T1 og get mælt með honum, ég er með 250GB útgáfuna, þetta er ekki nema einhver nokkur grömm og hraðain er frábær á þessu, ég hef reyndar ekki prófað nógu stróa skrá til að maxa hann en hef verið að sjá um 230-250 mb/sec.

Ég hef líka prófað þennan https://tolvutek.is/vara/mushkin-ventur ... b%20m%20vu
en hann hitnar frekar mikið en hraðinn er góður, erum að keyra virtual vélar af honum.

Hér er svo mynd af því T1 er lítill og nettur

Mynd