Síða 1 af 1

Bilun í miðjutakka Corsair M65

Sent: Þri 05. Maí 2015 00:53
af Danni V8
Sælir.

Ég er að lenda í því með músina mína að miðjutakkinn er að hætta að virka. Það er ennþá greinilega tilfinnanlegt klikkið, en það gerist ekkert þegar ég ýti á hann, nema ég ýti mjög fast og jugga honum til á meðan. Þetta byrjaði bara mjög nýlega, hefur verið fínn í þessa 11 mánuði síðan ég keypti músina.

Ég prófaði að Googla þetta aðeins og fann heilan helling af póstum um samskonar mál atvik, þannig þetta er klárlega galli í þessum músum, en það hafa allir bara RMA-að og fengið nýja. Ég keypti mína í tölvubúð hérlendis svo ég fer bara þangað, á nótuna enn til svo ábyrgðin er ekki vandamál.

En það sem ég er hinsvegar að velta fyrir er hvort ég vilji aðra eins. Verð ég þá ekki bara í sömu stöðu eftir ár eða jafnvel styttri tíma?

Þetta er fjórða tölvumúsin sem ég hef átt frá upphafi. Fyrsta ver einhver noname sem fylgdi fermingartölvunni, sú sem leysti hana af hólmi var Logitech MX510 sem ég keypti 2004 og átti þangað til hún gaf upp öndina 7 árum seinna. Þar á eftir keypti ég Logitech G500 sem dugaði í 3 ár eða þangað til hún varð fyrir óhappi sem eyðilagði hana. Það var ekki til nein Logitech leikjamús í Tölvulistanum í Keflavík þegar ég eyðilagði hana og mig bráðvantaði mús svo ég valdi þessa Corsair mús. Ef að hún dugar bara í 1 ár og er síðan biluð þá hef ég takmarkaðan áhuga á að eignast aðra svona.

Ætli ég geti farið með hana til þeirra í Tölvulistanum og leyft þeim að staðfesta bilunina, og í staðin fyrir að fá aðra eins, fá að kaupa einhvernvegin öðruvísi með einhverjum afslætti?

TL;DR Músin bilaði, algeng bilun, er í ábyrgð, vill ekki aðra eins, get ég fengið afslátt á öðruvísi í staðin fyrir aðra eins í ábyrgð?

Re: Re: Bilun í miðjutakka Corsair M65

Sent: Þri 05. Maí 2015 07:53
af KermitTheFrog
Danni V8 skrifaði:TL;DR Músin bilaði, algeng bilun, er í ábyrgð, vill ekki aðra eins, get ég fengið afslátt á öðruvísi í staðin fyrir aðra eins í ábyrgð?
Þetta er bara eitthvað sem þú verður að eiga við söluaðilann. Þeim ber að bæta úr gallanum, hvernig þeir kjósa að tækla það er þeirra mál.

Re: Bilun í miðjutakka Corsair M65

Sent: Þri 05. Maí 2015 08:13
af Benzmann
ég lenti í svipuðu með Corsair M95 músina mína, scroll takinn var farinn að klikka. á henni, var farinn að scrolla upp og niður randomly, svo var bara ekki rétta touchið með hann einhvernveginn.

ég var búinn að upplifa þetta í smá tíma, en svo nokkrum mánuðum seinna þá var þetta farið að bögga mig virkilega mikið í leikjum og þannig.
Músin var enþá í ábyrgð, svo ég fór með hana aftur í Tölvulistann þar sem ég verslaði hana.
Þeir prófuðu hana á staðnum og voru sammála um það að músin væri leiðinleg, og þeir buðu mér nýja, eða inneignarnótu.
Ég fékk inneignarnótuna og keypti mér sæmilegt logitech 5.1 hátalara kerfi í staðinn.

Endaði svo bara á því að taka upp gömlu góðu Logitech mx518 músina mína. :happy

Re: Bilun í miðjutakka Corsair M65

Sent: Þri 05. Maí 2015 12:41
af Danni V8
Kíkti í Tölvulistann og það var ekkert mál að fá músina sem mig langar í í staðin :happy

Bara sáttur með þjónustuna.