Síða 1 af 1

Kaup á nýjum turnkassa, hvaða kassa ætti ég að fá mér?

Sent: Lau 02. Maí 2015 10:36
af Moldvarpan
Mig sárlega vantar að fara kaupa mér nýjann turnkassa.

Er núna að nota budget tölvukassa, sem er að koma með ógeðsleg víbringshljóð undir álagi. Hann er óþéttur og það heyrist víbringshljóð þegar allar vifturnar eru komnar af stað og hörðu diskarnir. Er að gera mig geðveikann!

Ég veit ekki alveg hvaða turnkassa ég ætti að kaupa mér næst, en ég vill kaupa mér vandaðann kassa sem er þéttur og byrjar ekki að gefa frá sér víbringshljóð.

Valið stendur á milli

Fractal Design Define R5 https://tolvutek.is/vara/fractal-design ... si-svartur
Corsair Carbide 330R Ti http://www.att.is/product/corsair-carbide-330rti-kassi
NZXT H230 Silent http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=2695 (svartur eða hvítur, skiptir ekki máli)

Endilega deilið ykkar skoðunum :)

Re: Kaup á nýjum turnkassa, hvaða kassa ætti ég að fá mér?

Sent: Lau 02. Maí 2015 12:22
af FreyrGauti
Fractal er klárlega málið.

Re: Kaup á nýjum turnkassa, hvaða kassa ætti ég að fá mér?

Sent: Sun 03. Maí 2015 00:01
af Moldvarpan
Mér finnst Fractal helvíti sexy kassi, en hann er alveg í dýrari kantinum og virðist vera fyrir aðallega 140mm viftur. Finnst það soldill ókostur.

Mér finnst Corsair kassinn vera af speccum að dæma, nokkuð fínn kassi. En væri helst til í að sjá hann líka í versluninni áður en ég kaupi.

Endilega komið með fleirri álit og skoðanir :)

Re: Kaup á nýjum turnkassa, hvaða kassa ætti ég að fá mér?

Sent: Sun 03. Maí 2015 00:23
af kunglao
Getur sett tvær 120mm viftur að framan og eina að aftan. Það fylgja með 2*140mm viftur á R5 kassanum. Svo heyrist ekki múkk. En farðu og skoðaðu í búðunum. Gaman að sjá á myndum en alltaf best að þreifa á þeim. Tölvuporn<<< Hardware LOL :arrow: PC MAsterRace. Djók

Re: Kaup á nýjum turnkassa, hvaða kassa ætti ég að fá mér?

Sent: Sun 03. Maí 2015 11:59
af Moldvarpan
Hvernig tölvukassa eruði með?

Er hægt að notast við 120mm viftur að framan og aftan í Fractal?

Er Fractal mikið þéttari en Corsair kassinn?

Álit og skoðanir, eru veeeel metnar! Koma svoooo.

Re: Kaup á nýjum turnkassa, hvaða kassa ætti ég að fá mér?

Sent: Sun 03. Maí 2015 18:34
af halldorjonz
ég er með fractal kassann hvítan og ég mæli með honum, ég er bara með orginal vifturnar sem fylgja með mjög smekklegur kassi :)

Re: Kaup á nýjum turnkassa, hvaða kassa ætti ég að fá mér?

Sent: Sun 03. Maí 2015 21:01
af stebbz13
getur verið með 2x120mm viftur að framan,1 aftan og 3 í toppnum er sjálfur að nota R5 kassan og get ekki kvartað, þéttur og góður kassi

Re: Kaup á nýjum turnkassa, hvaða kassa ætti ég að fá mér?

Sent: Sun 03. Maí 2015 23:56
af Zorglub
Var í sömu pælingum fyrir mánuði og endaði í P100
http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=2667

Er mjög sáttur við hann.