Síða 1 af 1

Uppfærsluhugleiðingar

Sent: Fim 30. Apr 2015 02:10
af kristjansson88
Sælir.

Er að spá í uppfærslu fyrir c.a. 80-90.000 og er búinn að vera að skoða ýmsa valmöguleika og bera saman AMD og intel örgjörvana, satt best að segja er ég orðinn alveg týndur varðandi hvorn ég eigi að kaupa þar sem munurinn virðist sáralítill.
Mun nota þessa vél í að spila helstu leiki sem steam býður uppá en aðallega CS:GO.

Það sem mig vantar er:

Móðurborð
Örgjörvi
Vinnsluminni (AMK 8GB)
Kassi
Kæling

Hvorn ætti ég að taka og af hverju, kostir gallar og hvor er betri?
Eru þið með reynslu af bæði intel og AMD?

Miðað við það sem ég er búinn að lesa þá virðist ekki vera mikill "performance" munur á nýjustu AMD og intel.
Endilega koma með hugmyndir af uppfærslum.