Síða 1 af 1

Opnun 1.Maí

Sent: Þri 28. Apr 2015 18:20
af jörundur85
Má ekki gera ráð fyrir því að allar tölvuvöruverslanir verði lokaðar núna á verkalýðsdaginn? Eða vitið þið betur??

Re: Opnun 1.Maí

Sent: Þri 28. Apr 2015 18:25
af rapport
Held að það sé pottþétt mestallt lokað á þessum degi...

Re: Opnun 1.Maí

Sent: Þri 28. Apr 2015 18:52
af jólnir
Hvaða gríðarlega þörf er þetta hjá fólki að þurfa að komast í tölvuverslanir á sunnudögum og almennum frídögum?

Já 1.maí er frídagur!

Skjárkortið þitt er jafn gott, sama hvort þú keyptir það í apríl eða maí!

Re: Opnun 1.Maí

Sent: Þri 28. Apr 2015 19:16
af jörundur85
Sumir eru einfaldlega með leiðinlega vinnutíma sem gefa þeim takmarkað rými til þess að versla... Annars er engin gríðarleg þörf á einu né neinu, hér var einungis um forvitnis spurningu að ræða.

Re: Opnun 1.Maí

Sent: Þri 28. Apr 2015 20:27
af einarhr
Það er eitt með að verslanir séu opnar á sunnudögum en 1. maí er heilagur frídagur lýðsins :)

Re: Opnun 1.Maí

Sent: Þri 28. Apr 2015 20:36
af vesley
jörundur85 skrifaði:Sumir eru einfaldlega með leiðinlega vinnutíma sem gefa þeim takmarkað rými til þess að versla... Annars er engin gríðarleg þörf á einu né neinu, hér var einungis um forvitnis spurningu að ræða.

Þá ætti ekki að vera erfitt fyrir þann aðila að versla hjá tölvuverslunum þar sem þær flestar eru með netverslunarkerfi sem gerir manni kleyft að versla hvenær sem er og fá það sent til sín ef maður gæti ekki sótt í búðina.

Re: Opnun 1.Maí

Sent: Þri 28. Apr 2015 20:37
af vesi
Mikið vildi ég að þessir "stöku" frídagar yrðu færðir á föstudaga eða mánudaga. Magnað hvað þetta þarf að vera heilagt allt samann.

þó svo að í þessu tilfelli skuli 1.mai lenda á föstudegi sem frábært, en bretar eru löngu búnnir að færa þetta til og heitir bankholyday eða eithvað..

Re: Opnun 1.Maí

Sent: Þri 28. Apr 2015 21:16
af einarhr
vesi skrifaði:Mikið vildi ég að þessir "stöku" frídagar yrðu færðir á föstudaga eða mánudaga. Magnað hvað þetta þarf að vera heilagt allt samann.

þó svo að í þessu tilfelli skuli 1.mai lenda á föstudegi sem frábært, en bretar eru löngu búnnir að færa þetta til og heitir bankholyday eða eithvað..

Ég held að Bankholiday sé sambærilegt Frídegi Verslunarmanna

Re: Opnun 1.Maí

Sent: Þri 28. Apr 2015 21:51
af urban
einarhr skrifaði:
vesi skrifaði:Mikið vildi ég að þessir "stöku" frídagar yrðu færðir á föstudaga eða mánudaga. Magnað hvað þetta þarf að vera heilagt allt samann.

þó svo að í þessu tilfelli skuli 1.mai lenda á föstudegi sem frábært, en bretar eru löngu búnnir að færa þetta til og heitir bankholyday eða eithvað..

Ég held að Bankholiday sé sambærilegt Frídegi Verslunarmanna
ÞEir eru með 3 daga sem að teljast vera Bank Holiday

2 May Monday Early May bank holiday
30 May Monday Spring bank holiday
29 August Monday Summer bank holiday

Re: Opnun 1.Maí

Sent: Þri 28. Apr 2015 22:13
af brain
Það væri auðvitað hægt að færa suma daga, t.d. Sumardaginn fyrsta, en hálf hallærislegt væri að færa 1 maí t.d. frá þriðjudegi fram til 4 maí ,nú eða aftur til 26 apríl.

Einnig held ég að kirkjan yrði ekki happy með að færa uppstigningardag fram á föstudag.

Nema þá bara að fella niður frí þessa daga og búa til svona "bank holiday" daga í staðinn.
Það væri besta lausnin.

Re: Opnun 1.Maí

Sent: Þri 28. Apr 2015 22:36
af KermitTheFrog
Hvað er að því að hafa frídaga í miðri viku? Fyrir utan það að geta tekið langa helgi og farið út úr bænum?

Re: Opnun 1.Maí

Sent: Þri 28. Apr 2015 23:04
af suxxass
KermitTheFrog skrifaði:Hvað er að því að hafa frídaga í miðri viku? Fyrir utan það að geta tekið langa helgi og farið út úr bænum?

Mér finnst snilld þegar frídagar lenda í miðri viku, ekki jafn mikil snilld og á föstu eða mánudögum. En snilld samt sem áður. Vikan er svo miiiiklu fljótari að líða...

Re: Opnun 1.Maí

Sent: Mið 29. Apr 2015 13:05
af brain
Elko er opið 1 maí.